Fréttablaðið - 05.12.2002, Page 29

Fréttablaðið - 05.12.2002, Page 29
FIMMTUDAGUR 5. desember 2002 Við erum hætt að nota rauða vaxið utan um Brauðostinn. Það var vissulega góð vörn á sínum tíma en með fullkomnari pökkunar- og geymslu- aðferðum er það óþarfi. Aukin hagkvæmni skilar sér einnig í lækkuðu útsöluverði. Brauðostur er hollur, bragðgóður og ákaflega notadrjúgur. Við erum vaxin upp úr vaxinu! Þýskur prestur í herferð: Jólasveinninn er markaðstól JÓL Þýskur prestur hefur hafið herferð gegn jólasveininum. Eckhard Bieger, prestur í jesúitareglu í Frankfurt, hef- ur látið prenta límmiða sem á stendur „Weinachts Mann Freie Zone“ eða „Jólasveinalaus staður.“ Merkið lítur út eins og umferðarmerki. Á því er mynd af jólasveini þar sem búið er að draga línu þvert yfir andlit hans. Bieger sagði í samtali við þýska blaðið Frankfurter Rundschau að hann væri að reyna að sýna muninn á hinum eina sanna Sankti Nikulási og jólasveinum sem mark- aðstóli. Samkvæmt þýskri hefð fer Sankti Nikulás á milli húsa aðfaranótt 5. desem- ber og gefur góðu og stilltu krökkunum sælgæti í skó- inn. Hefðin er frá fjórðu öld og kennd við Nikulás sem var biskup í bænum Myra. ■ Bush-fjölskyldan: Tileinka jólin dýrum JÓL George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar að fagna sögu dýra um þessi jól ásamt fjöl- skyldu sinni. Jólatréð í Hvíta hús- inu verður skreytt með 400 fugl- um sem ættaðir eru frá Banda- ríkjunum. Slagorð jólanna hjá Bush er: „Öll dýr, stór og smá.“ „Bandaríkjamenn njóta sam- vista og hafa gaman af að fylgjast með dýrum, hvort sem er í náttúr- unni eða heima fyrir,“ sagði Laura Bush, eiginkona forsetans. Bush- fjölskyldan á sjálf þrjú gæludýr, hundana Barney og Spot og kött- inn India. „Dýrin hafa huggað okkur frá hryðjuverkaárásunum 11. sept- ember í fyrra,“ sagði forsetafrú- in. „Þau hafa glatt okkur og feng- ið okkur til að dreifa huganum. Þau gera Hvíta húsið að heimili.“ Aðspurð hvað hún hygðist gefa forsetanum í jólagjöf sagði hún. „Það er leyndarmál, auk þess á ég eftir að velja gjöfina.“ ■ JÓLASVEINA- LAUS STAÐUR Límmiðinn sem Bieger hefur látið prenta. FORSETAHJÓNIN HRIFIN AF DÝRUM Þegar Bush-fjölskyldan fagnaði Þakkargjörðarhátíðinni í búgarði í Texas tók hún gæludýrin með sér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.