Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 4
4 23. desemberf 2002 MÁNUDAGURKJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Ertu komin(n) í jólaskap?
Spurning dagsins í dag:
Borðarðu skötu á Þorláksmessu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
50,4%Nei
49,6%
JÓLASKAPIÐ
SKIPTIST JAFNT
Lesendur skiptast
í hnífjafnar fylk-
ingar þegar kemur
að jólaskapinu.
Helmingurinn er
kominn í jólaskap,
en hinn helming-
urinn ekki.
Já
Aðstoð fyrir jólin:
Tvö þúsund fjölskyldur fengu hjálp
HJÁLPARSTARF Rúmlega tvö þúsund
manns hafa leitað eftir aðstoð til
Hjálparstarfs kirkjunnar og
Mæðrastyrksnefndar Reykjavík-
ur nú fyrir jólin. Það er mun
meira en á sama tíma í fyrra. Til
kirkjunnar bárust rúmlega 1.000
umsóknir og voru margir að koma
í fyrsta sinn, einkum fólk úr
Reykjavík og margir af Suður-
nesjum. Yfir ellefu hundruð fjöl-
skyldur komu til Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur.
Vilborg Oddsdóttir, umsjónar-
maður innanlandsaðstoðar Hjálp-
arstarfs kirkjunnar, segist merkja
að töluvert fleiri leiti eftir aðstoð
og komi fólk alls staðar af land-
inu. Aukið atvinnuleysi ætti þar
stóran hlut að máli. „Hjálpar-
beiðnir frá minni stöðum á Norð-
urlandi bárust en það höfum við
ekki séð áður. Einnig hafa prestar
víðs vegar af landinu sent inn
hjálparbeiðnir vegna bágra að-
stæðna á mörgum sveitabæjum.“
Vilborg segir svokallað götufólk
meira áberandi nú en áður. Tengir
hún það tilkomu matarmiða sem
Bónus gaf. Ungt fólk hafi komið í
stórum stíl, sérstaklega ungir
karlar og fjölskyldufeður. Flestir
voru atvinnulausir.
Hjálparstarfið kaupir töluvert
af mat en fyrirtæki hafa einnig
styrkt matarbúið með gjöfum eða
afsláttum. Það sama er uppi á ten-
ingnum hjá Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur nema að nefndin
reiðir sig meira á framlög fyrir-
tækja.
Vilborg segir matarbúr Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar vera opið
í dag, á Þorláksmessu, til klukkan
16.00. ■
Vildi skjóta Stúf með haglabyssu
JÓLASKRAUT „Deilumálum og kvört-
unum vegna jólaskreytinga utan-
húss fer sífellt fjölgandi enda
skrautið alltaf að færast í vöxt,“
segir Sigurður Helgi Guðjónsson,
lögmaður Húseigendafélagsins,
sem er upptekinn þessa dagana
við að leysa úr slíkum álitamálum.
Deilur í fjölbýlishúsum snúast
yfirleitt um hversu mikið skuli
skreyta eða hvort alls ekki eigi að
skreyta. Taki meirihluti íbúa í
fjölbýlishúsi ákvörðun um dýrar
og viðamiklar skreytingar verða
allir að borga jafnt, hvort sem
þeir eru samþykkir skreytingun-
um eða ekki. Í einbýlishúsum ná
deilurnar hins vegar yfir lóða-
mörk þar sem nágrannar telja sig
verða fyrir óþægindum af skreyt-
ingum í nágrenninu:
„Sum einbýlishús og lóðir
standa hreinlega í ljósum logum í
desember. Ekki er nóg að ljósa-
dýrðin sé mikil heldur planta
menn alls kyns uppljómuðum
fígúrum í garða sína, hreindýrum,
vitringum, guðsmæðrum og jafn-
vel heilu og hálfu fjárhúsunum,“
segir Sigurður Helgi. „Verst er þó
þegar húseigendur tengja hljóð
við fígúrurnar og jólasveinarnir
fara að hóa og hreindýrin að
baula. Þá hefur verið kvartað yfir
vélbúnaði sem tengdur hefur ver-
ið við fígúrur sem þessar þannig
að þær geifla sig afkáralega og
hreyfast með spastískum hætti.
Einn skjólstæðinga minna vildi fá
að vita hvort hann mætti skjóta
Stúf með haglabyssu en Stúfur
hafði þá skotist uppljómaður og
skrækjandi upp úr reykháf ná-
granna hans á aðra viku. Ég taldi
það ekki ráðlegt,“ segir Sigurður
Helgi Guðjónsson hjá Húseig-
endafélaginu. ■
Kaldar kveðjur
til borgarstjóra
Kveð Ingibjörgu sem samherja og þakka henni samstarfið, segir Val-
gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segir borgar-
stjóra hafa gengið berlega á bak orða sinna og fórnað R-listanum.
STJÓRNMÁL „Ingibjörg Sólrún á
fullt erindi í landsmálin, en þá
verður hún að fórna borgarstjóra-
stólnum. Það hafa orðið þáttaskil.
Nú lít ég á Ingi-
björgu Sólrúnu
Gísladóttur sem
hvern annan and-
stæðing minn í
pólitík. Því kveð
ég hana sem sam-
herja og þakka
fyrir samstarfið,“
segir Valgerður
Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskipta-
ráðherra, í pistli á
heimasíðu sinni.
Hún segir að
þótt það sé vart í
frásögur færandi að borgarstjóri
Reykvíkinga reyni fyrir sér á
vettvangi landsmálanna sé staða
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
allt önnur en annarra sem farið
hafa fyrrnefnda leið. Viðbrögð
samstarfsflokkanna séu fullkom-
lega eðlileg, enda sjái hver heil-
vita maður að það gangi ekki upp
að Ingibjörg Sólrún sé hvort
tveggja í senn, borgarstjóri
þriggja flokka sem mynda R-list-
ann og þingmaður Samfylkingar-
innar.
„Framkoma Samfylkingarinn-
ar gagnvart samstarfsflokkum
sínum í borgarstjórn er síðan sér
kapítuli. Enn og aftur vekur
framganga forystu Samfylkingar
upp spurningar um hæfi hennar
til stjórnarþátttöku í ríkisstjórn,“
segir Valgerður og spyr hvort
aðrir stjórnmálaflokkar megi
vænta þess að þetta verði vinnu-
brögðin, að meiriháttar ákvarð-
anir flokksins, sem varði sam-
starf við aðra flokka, séu til-
kynntar í fjölmiðlum.
„Ég hef ekki orðið vör við að
Össur Skarphéðinsson eða svil-
kona hans Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hafi beðið samstarfs-
flokkana í borgarstjórn afsökun-
ar á þeirri framkomu að hafa til-
kynnt fjölmiðlum fyrst um fram-
boð borgarstjórans til Alþingis.
„Ákvörðun Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur um framboð til
Alþingis er tekin með hagsmuni
Samfylkingarinnar í huga.
Reykjavíkurlistanum er fórnað,“
segir Valgerður og bætir við að
tvennt standi upp úr við ákvörð-
un borgarstjóra.
„Annars vegar hefur hún
gengið svo berlega á bak orða
sinna að hún stendur sködduð
eftir. Hins vegar kallar fram-
koma Samfylkingarinnar fram
spurningar um hæfni hennar til
samstarfs við aðra stjórnmála-
flokka. Þetta tvennt verður Sam-
fylkingunni til vandræða í kom-
andi þingkosningum.“ ■
Málverkafalsanir:
Samfellt
sakamál
LÖGREGLUMÁL Að mati Jóns H.
Snorrasonar, yfirmanns efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra,
eru sakir vegna falsana, sem seld-
ar eru fyrir meira en tíu árum og
tengjast stóra málverkunarföls-
unarmálinu, ekki fyrndar. Hver
fölsun sé aðeins hluti af stærra,
samfelldu broti.
Ríkisútvarpið greindi frá
þessu. Ekki náðist tal af Jóni.
Það eru sérstaklega tveir menn
sem grunaðir eru í málinu. Annar
þeirra er Pétur Þór Gunnarsson,
sem rak Gallerí Borg um árabil.
Hinar meintu falsanir, sem munu
skipta hundruðum, voru seldar af
Gallerí Borg. Pétur sat fyrir
þremur árum í fangelsi í sex mán-
uði vegna þriggja falsana á verk-
um málarans Jóns Stefánssonar.
Hinn sem grunaður er í málinu
er Íslendingur sem búsettur var í
Danmörku. Sá átti meðal annars
tvær meintar falsanir verka Sig-
urðar Guðmundssonar málara
sem sögð voru frá árinu 1852.
Tveir blaðamenn Pressunnar
voru dæmdir fyrir að segja verk-
in fölsuð. Til skoðunar er að fá það
mál endurupptekið.
Rannsókn lögreglunnar, sem
nú mun vera á lokastigi, á upptök
sín í kæru frá því í mars 1997.
Þrátt fyrir kæruna seldi Gallerí
Borg fram á haustið verk sem tal-
in eru falsanir. Málið í heild teyg-
ir anga sína aftur fyrir 1990. ■
HJÁLPARSTARF
Mikið hefur verið að gera þar sem veitt
hefur verið aðstoð til þeirra sem ekki geta
haldið jól án hennar. Á innfelldu myndinni
eru fulltrúar Hjálparstofnunar kirkjunnar að
taka við gjöfum frá Flytjanda.
JÓLASKREYTINGAR
Mörgum verður um og reglur ekki nógu
skýrar.
Fréttablaðið:
Næst 27.
desember
Fréttablaðið kemur næst út
föstudaginn 27. desember.
Útgáfa um jól og áramót
verður annars með þeim hætti að
blaðið kemur síðan 28. og 30.
desember. Fyrsta blað á nýju ári
kemur út 2. janúar.
ÚR SMÁRALIND
Mikið hefur verið um uppákomur í Smára-
lind í desember og jólaböll og tónleikar
orðið til að létta af fólki jólastressi.
Smáralind:
Ósvikin gleði
VERSLUN Í Smáralind eru menn
ánægðir með aðsóknina og jólasöl-
una. „Það hefur verið ósvikin gleði í
Smáralindinni,“ segir Þorvaldur
Þorláksson aðstoðarframkvæmda-
stjóri. „Aðsóknin er jafn góð og við
vonuðumst til og frá því í byrjun
desember losa heimsóknirnar hálfa
milljón. Núna síðustu vikuna fyrir
jól erum við með um 200.000 heim-
sóknir.“
Þorvaldur segir tilkomu nýrra
verslana í Smáralind hafa aukið
fjölbreytnina og að viðskiptavinir
kunni vel að meta aukið vöruúrval
að ógleymdum alls kyns uppákom-
um í desember. „Við vorum með
fjögur jólabölll og tónleika í gær og
verðum með fjögur jólaböll í dag.
Menn eru í jólaskapi eins og það
gerist best þótt vissulega heyri
maður menn minnast á snjóleysið
með nokkurri eftirsjá. En fólk
staldrar lengi við og gefur sér tíma
til að njóta þess sem er í boði, og við
erum afar sáttir,“ segir Þorvaldur. ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIRSendir Samfylkingunni tóninn, kveður borgarstjóra sem samherja í pólitík og þakkar henni
samstarfið.
„Nú lít ég á
Ingibjörgu
Sólrúnu Gísla-
dóttur sem
hvern annan
andstæðing
minn í pólitík.
Því kveð ég
hana sem
samherja og
þakka fyrir
samstarfið.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Árekstur á Skothúsvegi:
Keyrði á og
hljóp burt
UMFERÐARÓHAPP Árekstur tveggja
fólksbíla varð á Skothúsvegi um
fjögurleytið í gær. Ökumaður og
farþegi annarrar bifreiðarinnar
voru fluttir með sjúkrabifreið á
slysadeild og kenndu eymsla í
hálsi, brjósti, baki og höfði, en ekki
var talið að um alvarleg meiðsl
væri að ræða. Að sögn lögreglunn-