Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 12
12 23. desember 2002 MÁNUDAGUR
Desember er annasamur tími ílífi sr. Karls Sigurbjörnssonar
biskups. Árin löng hefur hann
messað um jólin og á því verður
ekki breyting nú. Aðventan tekur
ekki minni toll af tíma biskupsins
því þá er mikið um að vera. Hann
heimsækir fólk og sækir hina
ýmsu viðburði auk þess að undir-
búa jólin með fjölskyldunni. „Jól-
in eru í föstum skorðum og ein-
kennast af hefðum eins og hjá svo
mörgum öðrum. Við hjónin verð-
um heima ásamt tveimur af börn-
um okkar að þessu sinni. Báðar
dæturnar eru búsettar í London
um þessar mundir og sú yngri
kom heim um jólin. Sú eldri held-
ur jólin ytra ásamt fjölskyldu
sinni,“ segir sr. Karl.
Það kemur ekki á óvart að bisk-
upinn skuli fara með fjölskyldu
sinni til messu klukkan sex en
áður fyrr messaði hann sjálfur.
Nú situr hann með sínum og hlust-
ar. „Eftir að heim er komið borð-
um við sænska jólaskinku og ann-
að góðgæti auk laufabrauðs. Við
höfum haft þá venju að hafa mat-
inn þægilegan þetta kvöld. Skink-
an er elduð að sænskra hætti með
sinnepi og hunangi en það er kona
mín sem sér um matseldina.“
Eins og á öðrum heimilum eru
teknar upp gjafir í rólegheitum en
síðan syngur fjölskyldan saman
jólasálm. „Jólaguðspjallið hefur
alltaf verið lesið og það hefur
komið í hlut barnanna að lesa það.
Ef ég messa ekki sjálfur á mið-
nætti þá höfum við farið aftur í
miðnæturmessu. Það hefur aukist
mjög síðari ár að fólk sæki kirkju
á miðnætti, einkum er það unga
fólkið sem velur þann tíma.“
Skörp skil frá önnum að-
ventunnar í helgi jólanna
Sr. Karl segir aldrei hafa verið
erfitt að fá börnin til að sækja
messur á jólum. „Þau þekkja ekk-
ert annað, hafa alist upp við það. Í
huga þeirra er það sjálfsagður
hlutur og ég held að það myndi
aldrei hvarfla að þeim að sleppa
því að fara í kirkju.“
Sr. Karl er þeirrar skoðunar að
helgi aðfangadagskvölds sé með
öðrum hætti á Íslandi en víðast
hvar í öðrum löndum. Hann segist
hafa haldið jól bæði í Svíþjóð og
Bandaríkjunum og þar hafi hann
ekki fundið fyrir þeim algjöra
friði sem einkennir íslenskt sam-
félag á aðfangadagskvöld. „Þar
var eins og maður vissi ekki al-
mennilega hvenær jólin hæfust.
Þau voru eins og á floti. Hér eru
þessi skil sem verða nákvæmlega
klukkan sex svo einstök. Það er
nánast sama hvar maður er stadd-
ur. Skilin eru svo skörp og á auga-
bragði er eins og helgin detti yfir
og ró og hátíðleiki taka völdin. Það
er þessi töfrastund sem við hugs-
um alltaf til þegar við horfum til
jólanna. Í huga manns eru það jól-
in. Auðvitað gerist þetta vegna
þess að allir eru svo samstilltir
um að þannig eigi það að vera.“
Sr. Karl segir það alltaf jafn
mikið undur hvað fólk sé tilbúið
til að leggja á sig á aðventunni til
að eiga þessa stund. „Þetta er
sterkur þáttur í menningarlífi
okkar og ég vona að við eigum
ekki eftir að breyta þessari ein-
stöku upplifun.“
Gróska í barnastarfi
kirkjunnar
Biskur tekur undir að trúar-
meðvitund þjóðarinnar hafi opn-
ast. „Ég er ekki frá því. Í eina tíð
var sem minnst um trú talað og
það var nánast tabú að tala um
þann þátt í lífi okkar. Eitt af því
sem hefur áhrif er ef til vill að
trúariðkun er sýnilegri í samtíð-
inni en var. Umheimurinn er kom-
in inn á okkur með aukinni fjöl-
breytni trúarhátta. Ég er ekki frá
því að menn hugsi um sína eigin
trúarhefð og rætur samfara því.“
Sr. Karl segir eitt ljósasta
dæmið um breytingar vera í
barnastarfi kirkjunnar. Prestar
um allt land segi sér að mikill fjöl-
di barna sæki kirkju. „Það er mik-
il gróska í barnastarfi kirkjunnar
og foreldrar koma gjarnan með
börnum sínum. Prestar segja líka
að mun auðveldara sé nú að fá for-
eldra fermingarbarna til sam-
starfs og er það vel. Það er gleði-
legt að vita til þeirrar vitundar-
vakningar meðal ungra foreldra.“
Biskup minnist í því sambandi
á lúterska hjónahelgi sem hafi
verið mjög vinsæl. „Fleiri hund-
ruð hjón hafa tekið þátt í þessu og
stofnað með sér hópa sem eru
virkir áfram. Það er mjög
ánægjulegt til þess að vita hve
mikill áhugi er á þessu. Ég veit að
fólk hefur haft afar mikla ánægju
og blessun af þessum hjónahelg-
um og því samfélagi sem af þeim
hefur sprottið.“
Nóg á sá er sér nægja lætur
Nú fyrir jólin hefur mikið verið
rætt um bágindi fólks og fátækt.
Algengt er að fólk bíði í röðum eft-
ir aðstoð frá hjálparstofnunum.
Biskupinn segist vita til þess að
þegar hafi um tvö þúsund manns
sótt um aðstoð hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar. „Það er alltaf erfitt að
horfa upp á neyð annarra. Það má
velta fyrir sér hví svo margir sem
raun ber vitni þarfnist aðstoðar
um þessar mundir. Þar gæti komið
til viðhorfsbreyting.“
Biskup telur að hluti skýringar-
innar sé vafalaust að menn blygð-
ist sín ekki á sama hátt og áður að
leita aðstoðar. „Á árum áður vissi
maður um það að kaupmenn settu í
poka ýmislegt fyrir fátækar fjöl-
skyldur og stungu að þeim fyrir
jól. Það fór allt fram í mestu kyrr-
þey. Þetta hefur breyst og segja
má að í þeirra stað komi hjálpar-
stofnanir og líknarfélög. Nú eru
aðrar kröfur til lífsins. Fátækt er
líka afstætt hugtak og það má
segja að „nóg á sá er sér nægja
lætur.“ En kröfurnar eru miklar og
það er dýrt að reka heimili. Það er
sárt að horfa upp á þann fjölda ör-
yrkja og einstæðra mæðra sem
þarf að leita sér aðstoðar. Bætur
eru það lágar að það má svo lítið út
af bera til að endar nái ekki
saman.“
Sr. Karl er sammála því að þeir
sem meira megi sín hugsi ekki
nægilega um að deila með hinum.
„Það er einn af þessum töfrum jól-
anna en þá fá góðvildin og gjaf-
Biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, segir
jólin vera þann tíma sem þeir dýrmætu eiginleikar
okkar að gefa og gleðja taka yfir. Þá opnum við
hjörtun fyrir náunganum og áhrifum þess góða.
Jólin eru
töfrastund
SR. KARL SIGURBJÖRNSSON
„Á árum áður vissi maður um það að kaupmenn settu í poka ýmislegt fyrir fátækar fjölskyldur og stungu að þeim fyrir jól. Það fór allt fram í mestu kyrrþey.“
Við höfum haft þá
venju að hafa matinn þægi-
legan þetta kvöld og það
eru allir ánægðir með það.
,,FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓ