Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 2
2 23. desember 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi hefur haft í frammi harða gagnrýni á Alfreð Þorsteinsson fyrir störf hans sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er ágætis spurning. Ég ætla ekki að svara neinum svona spurningum núna. SPURNING DAGSINS Langar þig í meirihluta með Alfreð? Veður um hátíðarnar: Útséð um hvít jól VEÐURFAR Útséð er um að lands- menn fái hvít jól í ár, en Veður- stofan spáir hlýindum fram yfir jól. Í dag gæti þó snjóað örlítið á Norðvesturlandi og Norðurlandi, en veður hlýnar þegar líður á kvöldið og búist er við rigningu um land allt í kvöld. Á aðfangadag verður hiti yfir frostmarki á öllu landinu og víða rigning, þó síst á Norðurlandi þar sem verður þurrt en úrkomulaust. Á jóladag er gert ráð fyrir bjartviðri fyrir norðan og heldur kólnandi, en á annan í jólum hlýnar á ný og hlýindin haldast að minnsta kosti fram á laugardag. Veðurfræðingum ber saman um að þetta sé ákaflega óvenju- legt árferði, en að sögn Eiríks Sig- urðssonar veðurfræðings hefur oft staðið í járnum með suðvestur- hornið hvort yrði snjór eða ekki snjór. „En það óvenjulega er að þetta mun trúlega eiga við um allt landið í ár.“ Eiríkur var ekki með upplýsingar um hvenær síðast voru rauð jól á öllu landinu, en sagði áhugavert að skoða það eft- ir hátíðarnar. Þór Jakobsson veð- urfræðingur tók undir með Eiríki og sagði líka athyglisvert að hafís hefði ekki verið minni um þetta leyti árs í hálfa öld. Aðspurður hvort veðurfræðingar fengju skömm í hattinn fyrir veðrið kvað Þór það stundum gerast. „Sendi- boðinn er stundum skotinn,“ sagði Þór og segir einn kollega sinna hafa sagt að hvorki væri hægt að tala um hvít eða rauð jól í ár held- ur græn. ■ Álver Alcoa í Reyðarfirði: Alcoa áritar samninga í dag STÓRIÐJA Íslenskir viðsemjendur bandaríska álfyrirtækisins Alcoa hafa áritað alla meginsamninga vegna álvers á Reyðarfirði. Lög- fræðingar hafa nú lokið við að yf- irfara samningstexta og hafa þeir verið sendir til Bandaríkj- anna. Búist er við að stjórnendur Alcoa áriti samningana í dag. Samningarnir verða lagðir fyrir stjórnir Alcoa og Landsvirkjunar í byrjuna næsta árs til endanlegr- ar staðfestingar. Þá mun iðnaðar- ráðherra leggja fram heimildar- frumvarp þegar Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi. Tilkynnt var í síðustu viku að samninganefndir Alcoa og Landsvirkjunar hefðu lokið gerð raforkusamnings vegna bygg- ingar fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð. Jafnframt að lokið hafi verið vinnu við þrjá aðra samninga milli Alcoa, ríkisins og Fjarðabyggðar og hafnarsjóð Fjarðabyggðar um fjárfestingu, lóð undir álverið og hafnarað- stöðu. ■ Var ásakaður um spillingu Tore Tönne, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, svipti sig lífi. Hann lá undir ámælum um að hafa þegið biðlaun á sama tíma og hann fékk há ráðgjafarlaun. Hann fannst látinn í bíl sínum síðdegis á laugardag. NOREGUR Fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra Noregs, Tore Tönne, fannst látinn í bíl sínum á laugar- dag. Flest bendir til þess að hann hafi svipt sig lífi. Mikil umræða hafði verið um tengsl hans við Kjell Inge Rökke, einn af ríkustu mönnum Noregs. Tönne var ásak- aður um að þiggja biðlaun sem ráð- herra á sama tíma og hann fékk drjúgar þóknanir sem ráðgjafi Rökke. Tönne hvarf frá heimili sínu á föstudag og var lýst eftir honum. Hann hafði þá fengið upplýsingar um innihald skýrslu efnahags- brotadeildar um málið. Jens Stoltenberg, leiðtogi norskra jafnaðarmanna, lýsti djúpri sorg yfir fréttunum. Stolt- enberg fékk Tönne til að gegna starfi heilbrigðisráðherra í ríkis- stjórn sinni. Það var Dagbladet í Noregi sem upplýsti að Tönne hefði þegið 18 milljónir íslenskra króna frá Rökke fyrir aðstoð við samein- ingu fyrirtækjanna Aker Maritem og Kværner. Aker Maritem er í eigu Rökke. Hann hefði á sama tíma þegið biðlaun ráðherra frá ríkinu. Ráðgjafarstörfunum sinnti hann á sama tíma og hann var á biðlaununum. Launin frá Rökke fékk hann síðar, þar sem þau voru árangurstengd. Síðar var dregið fram í dagsljósið að hann hafði einnig fengið 35 milljónir að láni frá fyrirtæki Rökke. Rökke hefur allan tímann sagt Tönne heiðurs- mann og að málið sé stormur í vatnsglasi. Norskir fjölmiðlar gera því hins vegar skóna að Tönne hafi verið kunnugt um það á föstudag að gefin yrði út ákæra gegn honum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar sendi í gær út til- kynningu sem frestað var um sólahring. Þar kemur fram að Tönne er ákærður um brot á þremur greinum hegningarlaga. Norskir stjórnmálaleiðtogar hafa lýst harmi sínum yfir enda- lokum Tönne. Honum er almennt lýst sem miklum umbótamanni í starfi sínu sem heilbrigðisráð- herra. Hann var bæði menntaður í lögfræði og hagfræði og þótti afar traustur og hæfileikaríkur. Eftir dauða hans hafa vaknað spurning- ar um hvort fjölmiðlar hafi geng- ið of hart fram. „Ég tel að menn hljóti að spyrja sig þess hvernig farið er með landsins besta fólk. Tönne var í þeirra hópi,“ er haft eftir nánum vini Tore Tönne. ■ FLUGFÉLAG ÍSLANDS Mikið annríki hefur verið í innanlandsflugi undanfarna daga, en veður og færð hafa verið með miklum ágætum. Innanlandsflug : Umferð þétt og góð SAMGÖNGUR Innanlandsflug hefur gengið sérstaklega vel fyrir þessi jól og margir þættir sem koma þar til að sögn Ara Fossdal, vaktstjóra hjá Flugfélagi Íslands. „Traffík hef- ur verið þétt og góð og miklu dreifð- ari en undanfarin ár. Þetta fylgir oft fríum í skólunum, en fimmtudagur og föstudagur fyrir helgina voru vel nýttir og greinilega margir komnir í jólafrí.“ Ari segir að flogið verði til allra staða nema á Höfn á aðfangadag og frá Akureyri í Grímsey, á Þórshöfn og Vopnafjörð. „Það hafa yfirleitt komið tveir, þrír dagar fyrir jól þar sem allt er smekkfullt, en þannig er það ekki í ár. Það hafa hins vegar alltaf allir komist til sín heima þessi tólf ár sem ég hef verið hjá Flugfé- laginu,“ segir Ari. Þá er líka líflegt í pakkaflutning- um, en lykilatriðið að því hversu vel allt gengur segir Ari vera veðrið, sem hefur leikið við landsmenn í desember. ■ Leiðtogi Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi: Jólakorta- kóngur ársins JÓLAKORT „Þetta eru einhver þús- und, fer á hvert heimili í kjör- dæminu. Ég vona að pósturinn hafi komið þessu öllu til skila,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður og leiðtogi Frjáls- lynda flokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Fyrir þessi jól sendir hann jóla- kort á hvert einasta heimili í kjör- dæmi sínu, um eða yfir 10 þúsund kort. „Þetta kostar sitt og ég borga þetta sjálfur. Myndirnar voru mismunandi og textinn sömuleið- is. Ég lét prenta þetta, ef ég hefði átt að skrifa sjálfur hefði þurft að fresta jólunum og til þess hef ég ekki vald,“ sagði Guðjón Arnar kristjánsson. ■ ÁREKSTUR Á AKUREYRI Tveir bílar rákust saman á gatnamót- um Þingvallavegar og Mýrar- vegar á Akureyri um tíuleytið á laugardagskvöld. Þrír voru fluttir á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, en munu hafa hlotið minniháttar meiðsl og fengu að fara heim að lokinni skoðun. Annar bílanna er gjörónýtur. ■ Magnús Þór Hafsteinsson: Ég fer fram FRAMBOÐ „Ég fer fram fyrir Frjáls- lynda flokkinn, það er klárt. Það liggur þó ekki fyrir á þessari stundu hvort ég gef kost á mér í Suðurkjördæmi eða Norðvestur- kjördæmi,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, fréttamaður og fiskifræðingur. Hann hefur undanfarnar vikur velt fyrir sér framboði til Alþingis og nú liggur ákvörðun hans fyrir. Þó togast á tveir kostir í hans huga. Upphaflega var við það mið- að að hann tæki 2. sætið í Norð- vesturkjördæmi þar sem Guðjón Arnar Kristjánsson leiðir lista Frjálslynda flokksins en nú er hann alvarlega að velta fyrir sér 1. sætinu í Suðurkjördæmi. Þar hef- ur Grétar Mar Jónsson sjómaður sóst eftir toppsætinu. „Ég hef ekki gert þetta upp við mig enn. Áhættan er meiri með því að fara fram í Suðurkjördæm- inu en verkefnið yrði mjög skemmtilegt. Það skýrist fyrir áramót og þá fer ég í baráttuna af fullum krafti,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson. ■ Ölvaður maður á Ísafirði: Ók á hús og bíl ÖLVUNARAKSTUR Bifreið var ekið á hús við Fjarðarstræti á Ísafirði. Þegar að var komið leyndi sér ekki að ökumaðurinn var ekki allsgáð- ur. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem gert var að áverkum í andliti. Maðurinn er grunaður um að hafa skömmu fyrir atvikið ekið utan í mannlausa bifreið. Í bifreið mannsins fundust áhöld til neyslu kannabisefna. Bif- reiðin er mjög mikið skemmd ef ekki ónýt. Þá varð nokkuð tjón á húsinu og mannlausa bifreiðin sem varð á vegi ökumannsins er óöku- fær eftir áreksturinn. Manninum hefur verið sleppt úr haldi. ■ Neyðarlending á Keflavíkurflugvelli: Var með áfengiseitrun LÖGREGLA Boeing-757 farþegaþota frá rússneska flugfélaginu Aero- flot lenti í Keflavík vegna veikinda farþega. Það blæddi úr vitum sex farþega og fékk vélin, sem var á leið frá Moskvu til New York með 174 farþega, leyfi til lendingar. Nokkrir sjúkrabílar voru hafðir til taks til að flytja farþegana á sjúkrahús ef nauðsyn krefði. Ís- lenskir læknar fóru um borð í vél- ina til að athuga líðan farþeganna. Í ljós kom að um tungumálamis- skilning var að ræða og aðeins einn maður um borð veikur. Hann reyndist vera með áfengiseitrun og var fluttur á Heilsugæslu Suður- nesja og þaðan á Landspítala – Há- skólasjúkrahús í Fossvogi. Flugi var haldið áfram. ■ GRÆN JÓL? Þór Jakobsson veðurfræðingur segir ár- ferðið harla óvenjulegt og jafnvel sé hægt að tala um græn jól. HARMLEIKUR Í NOREGI Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, er einn fjölmargra stjórnmálamanna sem hafa lýst djúpum harmi yfir örlögum Tore Tönne, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Noregs. „Ég tel að menn hljóti að spyrja sig þess hvernig farið er með landsins besta fólk.“ UMFERÐ FYRIRHUGAÐ ÁLVER ALCOA Stóriðja Austfirðinga að Hrauni í Reyðar- firði færist nær með hverjum deginum sem líður. Nú hafa Íslendingar áritað alla meginsamninga og er búist við að Alcoa áriti skjölin í dag. BÚÐAHNUPL Lögreglan í Reykjavík átti í hefðbundnum önnum um helgina og segir nokkuð hafa verið um ölvun og pústra. Þá hefur verið gríðarleg umferð, sem hefur þó gengið vel með örfáum undantekning- um. Talsvert var tilkynnt um þjófnaði úr bílum svo og um búðahnupl. JEPPI FAUK Jeppi með yfir- byggða kerru fauk út af vegin- um við Búlandshöfða á Snæ- fellsnesi á laugardag. Þrennt var í bílnum og slapp fólkið án meiðsla. Bifreiðin er óskemmd en mikið tjón varð á kerrunni. Hvassviðri var þegar slysið varð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.