Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 6
6 23. desember 2002 MÁNUDAGUR
ERLENT
VEISTU SVARIÐ?
Svörin eru á bls. 30
1.
2.
3.
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem
hyggst reisa álver á Reyðarfirði,
er óbeinn þátttakandi í atvinnu-
rekstri hér á landi. Í hvaða fyrir-
tæki hér á landi á Alcoa?
Hlutabréf í Kaupþingi voru
skráð á erlendan markað. Í
hvaða landi?
Hvaða stjórnmálamaður hefur
gegnt embætti forsætisráðherra
og borgarstjóra á sama tíma?
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 82.92 0.22%
Sterlingspund 132.98 0.23%
Dönsk króna 11.46 0.17%
Evra 85.06 0.19%
Gengisvístala krónu 126,28 0,17%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 569
Velta 4.023 milljónir
ICEX-15 1.330 0,21%
Mestu viðskipti
Kaupþing banki hf. 422.370.579
Eimskipafélag Íslands hf. 215.183.127
Íslandsbanki hf. 117.471.632
Mesta hækkun
AFL fjárfestingarfélag hf. 4,79%
Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. 2,96%
Landssími Íslands hf. 2,65%
Mesta lækkun
ACO-Tæknival hf. -46,43%
Íslenska járnblendifélagið hf. -8,70%
SR-Mjöl hf. -6,06%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 8511,3 1,8%
Nasdaq: 1363,1 0,7%
FTSE: 3889,9 1,3%
DAX: 3320,9 0,5%
Nikkei: 8406,9 0,2%
S&P: 895,8 1,3%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
LÖGREGLAN Lögreglan í Reykjavík
hefur í ýmsu að snúast á Þorláks-
messu enda er stór hluti borgar-
búa á þeytingi milli verslana langt
fram á kvöld. „Þetta er auðvitað
stór dagur hjá okkur en það skipt-
ir miklu máli á hvaða vikudegi
hann lendir,“ segir Karl Steinar
Valsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn. „Nú dreifist traffíkin tals-
vert meira og við erum í raun
búin að vera með margfaldan
mannafla alla helgina líka.“
Það er af sem áður var þegar
Þorláksmessan einkenndist af
mikilli ölvun í miðbæ Reykjavík-
ur og víðar. „Fyrir 10-15 árum síð-
an var áberandi mikil drykkja á
mannskapnum en nú sér maður
frekar fjölskyldur í göngutúr að
skoða sig um í bænum. Það kemur
varla fyrir lengur að það sjáist
dauðadrukkið fólk niðri í bæ á
Þorláksmessu. Þetta er auðvitað
mjög jákvæð þróun og í raun og
veru í takt við það sem er að ger-
ast í skemmtanalífinu almennt.“
Í dag er því aðaláherslan hjá
lögreglunni á umferðarstjórn.
„Við þurfum að greiða fyrir um-
ferðinni, setja upp lokanir og
fleira. Það er líka alltaf talsvert
um óhöpp á þessum degi en þegar
tíðarfarið er gott eins og núna er
auðvitað minna um slíkt.“
Karl Steinar segir að því miður
komi upp þó nokkuð af þjófnaðar-
málum í verslunum síðustu dag-
ana fyrir jól og auk þess sé tölu-
vert um að brotist sé inn í einka-
bíla. „Við höfum verið að koma
þeim ábendingum til ökumanna
að skilja ekki eftir verðmæti í bíl-
um.“ Átakið virðist hafa skilað sér
að einhverju leyti því færri þjófn-
aðir hafa komið inn á borð til lög-
reglunnar að þessu sinni. ■
SKIPULAGSMÁL Nýtt aðalskipulag
fyrir Reykjavík markar tímamót
að sögn Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra. Í skipu-
laginu er reynt að sporna gegn út-
þenslu byggðar.
„Það eru þrír meginþræðir
sem við erum að vinna með,“ seg-
ir Ingibjörg Sólrún. „Það er í
fyrsta lagi Reykjavík sem höfuð-
borg allra landsmanna, í öðru lagi
Reykjavík sem alþjóðleg borg
sem á að geta staðist samkeppni
við útlönd og í þriðja lagi Reykja-
vík sem vistvæn borg.“
Ingibjörg Sólrún segir að þess-
ir meginþræðir fléttist víða sam-
an í skipulaginu, sem gildir til árs-
ins 2024.
„Við erum að reyna að setja út-
þenslu byggðarinnar mörk og
þétta hana meira inn á við. Út-
þensla byggðar og dreifð byggð er
frá umhverfissjónarmiði afskap-
lega slæm. Það er búið að ræða
þetta linnulaust erlendis síðustu
tíu ár og þar gengur öll skipulags-
vinna út á að sporna gegn út-
þenslu, en það gengur svolítið illa
að koma henni til skila hérlendis.
Kannski er það vegna þess að um-
ræðan fer aðallega fram á ein-
hverjum pólitískum nótum. Fag-
fólk er svo fjarverandi í þessari
umræðu þannig að það vantar bara
meiri upplýsingu um þetta.“ ■
SOROS SEKUR Bandaríski millj-
arðamæringurinn George Soros
var í gær fundinn sekur um inn-
herjaviðskipti. Franskur dóm-
stóll dæmdi hann til þess að
greiða nærri 190 milljónir króna
í sektir.
BLAÐAMENN MYRTIR Á þessu
ári hafa að minnsta kosti 48
blaðamenn verið myrtir við störf
sín víða um heim. Grunur leikur
á að 19 að auki hafi hlotið sömu
örlög. Alþjóðasamtök blaða-
manna skýrðu frá þessu í gær
þegar þau birtu ársskýrslu sína
um þessi mál.
Í REYKJAVÍK
Lögreglan leggur áherslu á umferðarstjórn á Þorláksmessu, sem er þægilegri dagur en
áður fyrr enda dreifist umferðin meira.
Þorláksmessan hjá lögreglunni:
Áberandi minni
ölvun en áður tíðkaðist
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
„Við erum að reyna að setja útþenslu
byggðarinnar mörk og þétta hana meira
inn á við. Útþensla byggðar og dreifð
byggð er frá umhverfissjónarmiði afskap-
lega slæm.“
Aðalskipulag Reykjavíkur til 2024:
Reynt að sporna gegn útþenslu
Svæðisskipulagið
kostar 183 milljarða
Nýtt svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis staðfest á föstudag. Framkvæmdakostnaður hins opin-
bera vegna skipulagsins er 183 milljarðar króna. Eitt meginmarkmið þess er þétting byggðar.
SKIPULAGSMÁL Eitt meginmarkmið
nýs svæðisskipulags höfuðborg-
arsvæðisins, sem var staðfest á
föstudaginn, er að þétta byggð á
svæðinu. Framkvæmdakostnaður
hins opinbera vegna skipulagsins
er um 183 milljarðar til ársins
2024.
„Reynt er að beina vexti borg-
arsamfélagsins meira inn á við en
verið hefur og draga úr óheftri út-
þenslu borgarinnar,“ segir Árni
Þór Sigurðsson, einn af formönn-
um svæðisskipulagsnefndar.
Í svæðisskipulaginu er að finna
framtíðarsýn sveitarfélaganna
átta á höfuðborgarsvæðinu um
uppbyggingu og þróun byggðar
næsta aldarfjórðunginn. Skipu-
lagið nær frá Kjósarhreppi í
norðri til Vatnsleysustrandar-
hrepps í suðvestri. Sjálfbær þró-
un er ríkjandi hugtak í skipulag-
inu og auk þess að þétta byggð
miðar skipulagið að því að tengja
betur saman búsetu og atvinnu,
efla almenningssamgöngur og
tryggja að höfuðborgarsvæðið
þróist áfram sem nútímalegt
borgarsamfélag.
Vinnan við skipulagið hófst
fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir
mismunandi pólitískar áherslur í
einstökum sveitarfélögum náðist
samstaða um meginmarkmið
skipulagsins. Því er ætlað að
styrkja svæðið sem heild í sam-
keppni og samanburði við erlend
borgarsvæði.
Árni Þór segir að sveitarfélög-
unum beri að vinna sitt aðalskipu-
lag innan ramma svæðisskipu-
lagsins.
„Það gefur augaleið að svæðis-
skipulagið er ekki hárnákvæmt. Í
skipulaginu er tekið á þessum
stóru línum í skipulagsmálum
svæðisins eins og t.d. uppbygg-
ingu byggðar og samgöngumál-
um. Sveitarfélögin hafa visst
svigrúm innan þessa svæðis-
skipulags til þess að ráða í hvaða
röð þau byggja upp ákveðin
svæði. Þau ráða einnig að nokkru
leyti á hvaða hraða þau byggja
svæðin upp.“
Árni Þór segir að stefnt sé að
því að skipa varanlega svæðis-
skipulagsnefnd sem muni hafa
það hlutverk m.a. að fjalla um
ágreining milli sveitarfélaganna
ef hann kemur upp.
trausti@frettabladid.is
REYKJAVÍK
Í svæðisskipulaginu er að finna framtíðar-
sýn sveitarfélaganna átta á höfuðborgar-
svæðinu um uppbyggingu og þróun
byggðar næsta aldarfjórðunginn. Skipulag-
ið nær frá Kjósarhreppi í norðri til Vatns-
leysustrandarhrepps í suðvestri.
FRAMKVÆMDARKOSTNAÐUR
VEGNA SVÆÐISSKIPULAGS
TIL ÁRSINS 2024
Málaflokkar Milljarðar króna
Svæðisvegir 62
Innri götur og ræsi 46
Dagheimili 7
Grunnskólar 25
Framhaldsskólar 17
Dvalarheimili aldraðra 10
Hjúkrunarheimili 16
Samtals 183
Áætlunin sýnir helstu kostnaðarþætti
þeirrar opinberu fjárfestingar sem nauð-
synlegt er að ráðast í til að svæðisskipu-
lagið nái fram að ganga. Meðal þess
sem er undanskilið er: Almenningssam-
göngukerfið, veitukerfið, heilsugæsla,
félagsleg þjónusta og uppbygging
íþróttasvæða. Auk þess eru fjárfestingar
einkaaðila í íbúðar- og atvinnuhúsnæði
undanskildar. Allar upphæðir eru á
verðlagi í janúar árið 2001.
BIFREIÐ VALT Í HÁLKU Jeppi valt
á Þjóðvegi 1 gegnt Fosshálsi í
Þingvallasveit á fimmta tímanum
í gær. Losa þurfti mann sem var
fastur í flakinu, en hann mun
ekki vera lífshættulega slasaður.
Aðrir í bifreiðinni sluppu með
minniháttar meiðsl. Bíllinn er
ónýtur, en að sögn lögreglunnar á
Húsavík var fljúgandi hálka þeg-
ar slysið varð.
UMFERÐARSLYS
Á LAUGAVEGI
Sumum finnst friðargangan niður Lauga-
veginn á Þorkláksmessu ómissandi í jóla-
undirbúningnum. Kaupmenn við Laugaveg
eru ánægðir með sinn hlut og hlakka til að
takast á við hápunkt jólainnkaupanna í
dag.
Laugavegurinn:
Rífandi sala
og gott skap
VERSLUN Hildur Símonardóttir, eig-
andi Vinnufatabúðarinnar á
Laugavegi, var hin hressasta þeg-
ar slegið var á þráðinn til hennar í
gær. „Það er brjálað að gera og
mikil stemning. Ég heyri á öðrum
kaupmönnum við Laugaveginn að
þeir eru mjög ánægðir og menn
eru nú þegar komnir í sömu tölur
og í fyrra. Ég reikna með að við
aukum við okkur um einhverja
prósentu í ár.“
Hildur segir mikla gleði ríkj-
andi á Laugaveginum og fólk al-
mennt í rífandi góðu jólaskapi.
„Það er alltaf svo gaman hér á
Laugaveginum og svo nær þetta
allt saman hámarki í dag,“ segir
Hildur. ■
ÚR KRINGLUNNI
Þar hefur verið margt um manninn í des-
ember og kaupmenn eru sáttir.
Kringlan:
Skemmtileg
jólastemmn-
ing
VERSLUN Örn V. Kjartansson,
markaðsstjóri Kringlunnar, lætur
vel af aðsókn í desember. „Við
erum búnir að fá um það bil
700.000 heimsóknir það sem af er
mánuðinum, sem er 3% meira en í
fyrra. Þar skiptir auðvitað færðin
miklu máli , við finnum að fólk
utan af landi er að koma miklu
lengur en í fyrra, þá var það helst
á ferðinni fyrstu helgina í jóla-
mánuðinum.“ Örn segir stemmn-
inguna í Kringlunni góða og kaup-
menn sátta. „Það er auðvitað gríð-
arleg samkeppni og fólk er að
kaupa ódýrari gjafir, en það er
ekki slæmt hljóðið í kaupmönn-
um. Menn hafa verið að bítast í
verði, ódýr matur og bækur hafa
verið áberandi og þetta smitar út
frá sér. En aðsóknin bætir það
upp, veðrið og færðin eru svo góð
að fólk er í fínu skapi sem skilar
sér í skemmtilegri jólastemmn-
ingu,“ segir Örn. ■