Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 10
23. desember 2002 MÁNUDAGUR Ryan Giggs í slagsmálum við samherja: Talaði illa um konuna FÓTBOLTI Ryan Giggs, velski knatt- spyrnumaðurinn hjá Manchester United, lenti í harðri rimmu við félaga sinn, Roy Carroll mark- vörð, aðfaranótt fimmtudags í jólagleði hjá leikmönnum liðsins. Leikmennirnir voru allir vel við skál þegar Giggs fór niðrandi orð- um um eiginkonu markvarðarins. Carroll brást illa við og réðst að Giggs. Rio Ferdinand og Nicky Butt gengu á milli áður en hnef- arnir voru látnir tala. Giggs baðst seinna afsökunar á framferði sínu og sættust þeir að lokum. Ekki er vitað hvort Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðs- ins, muni refsa leikmönnum fyrir framferði þeirra. ■ Stórleikur hátíðar- innar á Highbury Þrjár umferðir verða leiknar á skömmum tíma yfir jólin í enska boltan- um. Geta þær skorið úr um hvaða lið verða í toppbaráttunni í vor og hvaða lið þurfa að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Hér er birtur listi yfir leikina auk þess sem áhugaverðasti leikur hverrar umferðar er tekinn fyrir. RYAN GIGGS Talaði illa um konu Roy Carroll og þurfti að ganga á milli áður svo ekki færi illa. ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.00 Stöð 2 Ensku mörkin 17.50 Sýn Ensku mörkin 18.50 Sýn Spænsku mörkin 19.50 Sýn Enski boltinn (Man. City - Tottenham) 22.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 22.30 Sýn Ensku mörkin 2.25 Stöð 2 Ensku mörkin 2.40 Sýn Spænsku mörkin BARÁTTA Ashley Cole, varnarmaðurinn í liði Arsenal, skýlir boltanum frá El-Hadji Diouf, framherja Liverpool, í viðureign liðanna á síðustu leiktíð. Leikur liðanna á milli jóla og nýárs verður að öllum líkindum hörkuspennandi. ANNAR Í JÓLUM West Ham-Fulham Chelsea-Southampton Tottenham-Charlton Bolton-Newcastle WBA-Arsenal Birmingham-Everton Liverpool -Blackburn Man City-Aston Villa Sunderland-Leeds Middlesbr.-Man Utd. LAUGARDAGUR 28. DES Aston Villa-Middlesbr. Blackburn-West Ham Charlton-WBA Everton-Bolton Fulham-Man.City Leeds-Chelsea Man.Utd-Birmingh. South.-Sunderl. SUNNUDAGUR 29. DES Newcastle-Tottenham Arsenal-Liverpool NÝÁRSDAGUR Arsenal-Chelsea South.-Tottenham Aston Villa-Bolton Blackburn-Middlesbr. Charlton-West Ham Everton-Man.City Fulham-WBA Leeds-Birmingham Man.Utd-Sunderland Newcastle-Liverpool Middlesbrough- Manchester United Jonathan Greening mætir sín- um gömlu félögum í Manchester United. United, sem hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið, vann fyrri viðureign liðanna í haust með einu marki gegn engu. Arsenal - Liverpool Stórleikur jólanna sem getur ráðið úrslitum um framhaldið. Þetta er fyrri leikur liðanna á leik- tíðinni en sá næsti verður háður mánuði síðar á Anfield Road, heimavelli Liverpool. Arsenal - Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar í Chelsea eiga erfiðan leik fyrir höndum á Highbury. Síðasti nágrannaslagur liðanna í septem- ber endaði með jafntefli, 1:1, á Stamford Bridge. AP /M YN D Glæsileg ítölsk leðursófasett stakir sófar og hornsófar Erum einnig með glæsi- legar ítalskar eldhúsinn- réttingar, komið og skoðið sýningareldhúsin á staðnum eða fáið send- an myndalista. Opnunartími fram að jólum: Föstudagur 20. des – Opið frá 10-18 Laugardagur 21. des. – Opið frá 10-22 Sunnudagur 22. des. – Opið frá 13-16 Mánudagur 23. des. – Opið frá 10-23 Þriðjudagur 24. des. – Opið frá 10-12 – gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf. Sími 565-1234 Jól ati lbo ð Jól ati lbo ð Jól ati lbo ð Jól ati lbo ð Jól ati lbo ð Leðurhornsófar 2+H+2 og 2+H+3 verð frá 179.000.- stgr. Litir: koníaksbrúnt og antíkbrúnt. Módel King 3+1+1, fullt verð 329.000.- verð nú 298.900.- stgr. Koníaksbrúnt, rauðbrúnt og dökkbrúnt bycast leður Módel IS 1000 3+1+1 verð nú aðeins 189.000.- stgr. Litir: koníksbrúnt, antikbrúnt, svart, búrgundýrautt og ljóst Módel IS 200 3+1+1 3+2+1 í Bycast leðri og taui Hátíðatilboð 3+1+1 í leðri á aðeins 298.000.- stgr. Margar gerðir af borðstofuhúsgögnum frá Ambitat.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.