Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 23. desember 2002 Tveir forvitnilegir hljómorðadiskar komnir út : Baráttan milli góðs og ills GEISLAPLÖTUR Jón Júlíusson leikari gaf um daginn út tvær hljóðbækur. Önnur geymir 20 ljóð eftir Jónas Hallgrímsson en hin söguna „Kær- leiksheimilið“ eftir Gest Pálsson. „Ég verð sextugur í mánuðinum og um svipað leyti eru 195 ár frá fæðingu Jónasar,“ segir Jón. „Þeg- ar ég var 10 ára lærði ég tugi ljóða. Eitt ljóð sat alltaf sterkast í huga mér, „Heiðlóarkvæði“ eftir Jónas, og mér fannst alltaf svo sárt að hrafnarnir skyldu éta unga lóunn- ar. Þetta var í fyrsta skiptið sem eitthvað skáld greip mig án þess að ég vissi hvaða skáld það væri.“ Jón fór í Leiklistarskóla Íslands 19 ára og Jónas Hallgrímsson var með í för. „Í leik- listarskólanum lærði ég ljóðið „Ferðalok“, þan- nig að á heilum áratug þá lærði ég alltaf eitt- hvað kvæði eftir Jónas Hall- grímsson.“ „ K æ r l e i k s - heimilið“ eftir Gest Pálsson er 40 blaðsíðna smásaga. 150 ár eru liðin frá fæðingu Gests nú í haust. „Ég las þessa sögu þegar ég var rétt um tvítugt. Þetta er ein áhrifamesta smásaga skrifuð á íslensku og leyfi ég mér að full- yrða það. Sagan fjallar um ást ungs fólks. Um mesta skörung sinnar sveitar, Þuríði af Borg, og syni hennar Jóni. Önnu vinnu- konu og þeim feðginum Séra Eggerti og Guðrúnu dóttur hans. Sagan segir mest af ástamálum unga fólksins og afskiptasemi þeirra eldri. Hún fjallar um bar- áttu milli góðs og ills.“ „Ljóðúrval Jónasar Hall- grímssonar“ og „Kærleiksheim- ilið“ fást í Pennanum Eymunds- syni og bókabúðum Máls og menningar. ■ JÓN JÚLÍUSSON Jón á afmæli rétt fyrir jólin og segist vanalega ekki halda upp á það. Michael J. Fox: Með stjörnu í stéttinni FÓLK Michael J. Fox er nú kominn í hóp 2208 annars frægs fólks sem hefur fengið nafn sitt ritað í Stjörnustéttina (e. Walk of Fame) í Hollywood. Hann var viðstaddur af- hjúpun hennar síðastliðinn mánu- dag. Fox hefur nú að mestu lagt leiklistina til hliðar þar sem hann þjáist af Parkinson-hrörnunarsjúk- dóminum. Hann greindist með sjúk- dóminn árið 1991 en viðurkenndi það ekki opinberlega fyrr en 1998. Fox fæst nú við að lesa inn á teikni- myndir, auk þess sem hann berst fyrir auknum fjárveitingum til rannsókna á Parkinson-veikinni. Í nýútkominni ævisögu Fox kemur fram að hjónaband hans hafi hangið á bláþræði um stund sökum þess að hann lagðist í drykkju eftir að hafa verið greindur með sjúkdóminn. ■ MEÐ STJÖRNUNINNI SINNI Les eingöngu inn á teiknimyndir um þessar mundir. BEÐIÐ EFTIR JÓLUNUM Tveir ungir skópússarar virða fyrir sér jóla- skreytingar í Panama-borg, höfuðborg Panama. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Pelsar frá 12.900 Mokkajakkar og kápur Tilboð á vendipelsum – áður kr. 24.900 – nú 12.500 Hattar, húfur og kanínuskinn kr 2.900 H a u k u r G u l l s m i ð u r S m á r a l i n d Íslensk-ítölsk skartgripahönnun og smíði Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.