Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 8
8 23. desember 2002 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Marteinn Lúther var eitt sinnspurður að því hvernig best
væri að forverja sálina fyrir synd
og dauða. Lúther
svaraði að ljúf-
fengur matur í
maga og góð saga á
vörum væri besta
vörnin; djöfullinn
kæmist aldrei að
manneskju í slíku
standi.
Það fylgir jólun-
um eins og skugg-
inn sólargeislunum
að menn fari að
býsnast yfir ver-
aldleik hátíðanna. Þeir setja upp
ljúfsáran Presley-svip – hnykla
brýrnar og verða hálf-blúsaðir og
hálf-gospelaðir í framan – og lýsa
áhyggjum sínum yfir hvernig
kaupæðið, átið og stessið breiðist
yfir hinn sanna boðskap jólanna.
Samt kannast fáir við að hafa
misst af jólunum. Reynsla flestra
er að jólin eru yndislegur tími; tími
hátíðar og gleði, vina og fjöl-
skyldu. Mannskepnan er nefnilega
svolítið lunkin. Hún kann að feta
einstigið að jólununum á milli ver-
aldlegs stjórnleysis og lífsafneit-
unar. Allir nema þeir sem fylla hug
sinn af vandlætingu á hvernig ná-
unginn beitir sér í sinni lífsglímu.
Hugmyndin að baki því að hið
veraldlega geti eytt hinu andlega
byggir á tvíhyggju; að veröldin sé
ekki ein og heil. Slík tvíhyggja leið-
ir oftast til að fólki finnst sem það
þurfi að velja á milli tveggja kosta.
Hafna líkamanum fyrir sálina eða
þagga niður í sálinni svo líkaminn
geti fengið sitt í friði. Rótin að
þessari hugmynd liggur líklega í
því að maðurinn hefur bæði hug-
mynd um sjálfan sig eins og hann
er og hvernig hann ætti að vera –
og það er ansi langt á milli þessara
hugmynda. Við teljum okkur þekk-
ja fullkomleika en hann fellur illa
að lífi okkar. Einhvern tímann var
þetta orðað svo að við værum
fallnar verur; hefðum innra með
okkur mælistiku sem tilheyrði
betri verum en við getum nokkru
sinni orðið. Að við gætum aldrei
staðist dóm okkar.
En við þessu er ekkert að gera.
Þetta stand er að vera maður. Og
það er lífsglíma okkar. Við getum
aldrei hafnað mannleika okkar né
dæmt hann út frá hugmyndum um
eitthvað sem er æðra okkur. Enn
síður þaggað niður í væntingum
okkar um að standa okkur aðeins
betur; verða betra fólk; lifa í sátt
og láta eitthvað gott af okkur
leiða.
Jólin eru ágætur prófsteinn á
þessa þraut okkar; að éta, drekka
og gleðjast án þess að tapa okkur í
einhverri vitleysu. Okkur tókst
það um síðustu jól og okkur tekst
það örugglega aftur. ■
Með góðan mat í maga og sögu á vörunum
Hann er konungur konungannaog frelsari heimsins. Hann
kom til okkar fæddur af konu við
erfiðar aðstæður, lagður í heystall
dýranna. Sonur fátæks fólks,
hann var ofsóttur frá því að hann
var ungabarn. Það var ekkert sem
benti til þess að þarna færi kon-
ungur, engar umbúðir, enginn
glæsileiki og í raun mannlegar að-
stæður eins og þær geta verið
bágastar. María móðir konungsins
var fjórtan eða fimmtán ára
stúlkubarn með smiðinn Jósef sér
við hlið sem bauð heitkonu sinni
að ala barn í gripahúsi og breytt-
ist í einu vetfangi í að vera ljós-
móðir og flóttamaður með unga
móður og nýfætt barn á sinni
ábyrgð.
Aðeins ljómi englanna nóttina
sem Jesús fæddist á Betlehems-
völlum gaf til kynna að þetta barn
væri einstakt. Og hverjum birtust
englarnir? Þeir birtust fjárhirð-
um sem hefðu ekki verið þarna ef
þeir hefðu fengið að ráða. Enginn
vildi vera fjárhirðir. Þetta voru
fátækir menn, fyrirvinnur
kvenna og barna. Fátækir menn í
herteknu landi. Niðurlægðir
menn meðal niðurlægðrar þjóðar.
Og myrkrið umhverfis þá var eins
og aðstæður þeirra, óbreytanlegt
og ósnertanlegt. Lítill bálköstur
þeirra eina kjarabót. Þá gerist
það. Skyndilega blindar birta
himnanna þá, í ljósflæðinu sjá
þeir engil Guðs standa rétt hjá
sér. Ofurþunginn af nærveru eng-
ilsins er slíkur að hirðarnir
skelfast ákaflega. En engillinn
tekur þá til máls og segir:
„Verið óhræddir, því sjá, ég
boða yður mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllum lýðnum. Yður
er í dag frelsari fæddur......“ Lam-
aðir af undrun og ótta fara fjár-
hirðarnir yfir boðskap engilsins,
„Yður er í dag frelsari fæddur,
hann hefur verið lagður í jötu,
hann er í fjárhúsi!!! Englaher-
sveitin var mætt til að segja þess-
um umkomulausum mönnum að
Messías eða frelsarinn væri kom-
inn í heiminn, ungabarn, fæddur
af konu í fjárhúsi í nágreninu.
Hvar var frelsarinn sem menn
væntu í mætti og mikilli dýrð? Jú!
Hann var kominn í gegnum móð-
urlíf, jafnvel fæddur við verri
kjör en þeirra eigin börn. Þeir
hlupu af stað. Vegna þess að þeir
áttu aðgang að slíkum konungi.
Hefur þú einhverntímann hald-
ið á alveg nýfæddu barni í fangi
þínu? Ég er svo lánsöm að vera
kona og hafa farið í gegnum fæð-
ingu. Í mínum huga var það stór-
kostlegasta trúarreynsla sem ég
hef lifað. Sú reynsla að ganga í
gegnum þjáningar fæðingarinnar
og lifa þá stund að halda á ný-
fæddum hvítvoðungi er engri lík.
Sú stund þegar við tökum nýfætt
ungabarnið í fang okkar, þá vakna
frumlægar kenndir djúpt í sálinni
og við viljum ekki leggja barnið
frá okkur. Þetta fá milljónir for-
eldra að lifa um allan heim. Þú tal-
ar lágt og hreyfir þig hægt, því
allt innra með þér gefur til kynna
að þú ert ekki borgunarmaður
fyrir þeim fjársjóði sem er fólg-
inn í höndum þér. Áfengur ilmur
hvítvoðungsins seytlar um hverja
taug, og þú ert líklegur eða líkleg
til að segja einhverja dæmalausa
vitleysu við barnið, merkingar-
laus orð og allskyns hljóð sem þú
annars létir aldrei til þín heyra.
Þessi áhrif hefur barnið. Og það
er ekkert eins máttugt og nýfætt
bar. Öll veröldin stendur á öndinni
og mannfólkið læðist um, þegar
barn er fætt. Og þó er ekkert svo
ósjálfbjarga og hjálparvana í
þessum heimi sem nakið barn
með nýklipptan naflastreng.
Styrkur þess er fólginn í því einu
hve áleitið það er í allsleysi sínu.
Grátur þess hríslast um okkur og
krefst þess að vera sefaður. Ilm-
urinn og öll nærvera ungabarns-
ins er máttugt ákall um hjálp og
líkn sem nær inn að hjarta okkar.
Á þennan hátt kom Jesús til mann-
anna fyrir tvö þúsund árum. Hann
fæddist af konu sem ósjálfbarga
ungabarn í höndum umkomu-
lausra foreldra. Hann var réttar-
laus almúga drengur og ófyrirséð
um framtíð hans í augum manna.
En hann var sendur af Guði og
ólíkur öllum börnum. Í jötunni
hvíldi sá sem er frumorsök allrar
tilveru með knýttan naflastreng-
inn með fæðingarfituna á höfðinu
sem bar enn hið íbjúga mót fæð-
ingarinnar. Frumorsök alls lífs
kallar á þig á jólum. Hann mælir
sér mót við þig inni í gripahúsi og
talar til hinna dýpstu og frumlæg-
ustu kennda þinna. Hann er „hið
sanna ljós sem upplýsir hvern
mann“. Slíkum Guði er auðvelt að
lúta og tilbiðja. ■
miðbæjarprestur
skrifar um
jólahátíðina.
JÓNA HRÖNN
BOLLADÓTTIR
Um daginn
og veginn
Guðs sonur kemur
til okkar í gegnum
móðurlíf
skrifar um jólin.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Minni-
pokamenn
án fylgis
Hjörtur Hjartarson skrifar:
Ó, þeir eru svo miklir hérar.Skíthræddir og flokkshollir úr
hófi fram. Eina ástæða þess að
Árni Þór Sigurðsson og Alfreð
Þorsteinsson eiga sæti í borgar-
stjórn Reykjavíkur er Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir. Reykvíkingar
kusu hana sem borgarstjóra og
þessir ólánssömu fulltrúar Vinstri
grænna og Framsóknarflokksins
flutu bara með. Þeir eiga í raun
ekkert fylgi meðal fólks í borginni
og fáránlegt að láta þá komast upp
með að bola borgarstjóra úr emb-
ætti. Reykvíkingar mega ekki láta
átölulaust að fylgislausir minni-
pokamenn traðki á lýðræðinu með
því að varpa borgarstjóra þeirra á
dyr. ■
DÓMAR Hæstiréttur sýknaði trygg-
ingafélagið Lloyd´s af 5,5 milljóna
króna vátryggingakröfu eiganda
Lilju ÁR-10 sem sökk við Snæfells-
nes í maí árið 2000. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði áður dæmt
tryggingafélagið til þess að greiða
upphæðina.
Þegar báturinn sökk var einn
maður um borð og bjargaðist hann.
Skýrði hann svo frá að bráður leki
hefði komið að bátnum þannig að
ekki hefði verið við neitt ráðið.
Hafi hann fyllst af sjó og sokkið á
skömmum tíma. Gat skipverjinn
enga skýringu gefið á því hvað
gæti hafa valdið lekanum.
Tryggingafélagið reisti aðal-
kröfu sína um sýknu á því að vá-
tryggingarverndin næði ekki til
hvers kyns áhættu, sem leitt gæti
til tjóns á báti stefnda. Í vátrygg-
ingarskilmálunum væru taldar
upp þær ástæður, sem gætu leitt til
þess að bátur farist eða skemmist,
og tryggingafélagið taki að sér að
bæta tjón af. Áhætta af öðrum
skaða, t.d. því ef bátnum hvolfi eða
hann sökkvi af ókunnum ástæðum,
sé á ábyrgð stefnda sjálfs. ■
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi trygg-
ingafélagið Lloyd´s til þess að greiða eig-
anda báts 5,5 milljónir króna í trygginga-
bætur í mars sl. Hæstiréttur sneri dómnum
og sýknaði tryggingafélagið.
Eigandi báts sem sökk fær engar tryggingabætur:
Tryggingafélag sýknað
í Hæstarétti Íslands
Reyndu innflutning
fíkniefna:
Rannsókn
málsins lokið
FÍKNIEFNI Rannsókn í máli tveggja
ungra kvenna sem grunaðar
voru um innflutning og sölu
fíkniefna er lokið. Hafa þær báð-
ar verið látnar lausar úr haldi og
eiga yfir höfði sér ákæru. Kon-
urnar eru báðar 25 ára gamlar.
Tollgæslan á Keflavíkurflug-
velli handtók aðra konuna við
komuna frá París 2. desember
síðastliðinn eftir að tæplega
hálft kíló af hassi fannst á henni.
Sama dag var hin konan hand-
tekin í íbúð í vesturbæ Reykja-
víkur. Við húsleit fannst um
hálft kíló af hassi til viðbótar
auk 140 gramma af amfetamíni
og e-töflur.
Hörður Jóhannesson yfirlög-
regluþjónn segir að rannsókn
hafi leitt í ljós að engir aðrir en
konurnar tvær hafi komið að
þessu máli. ■
Sameining SH og SÍF:
Vilji til
formlegra
viðræðna
VIÐSKIPTI Stjórn Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, SÍF,
lýsti á fundi sínum yfir vilja til að
ganga til formlegra viðræðna við
stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna um sameiningu. Óform-
leg samtöl um hugsanlega sam-
einingu hafa verið á milli fyrir-
tækjanna um nokkurt skeið.
Stjórnin telur að í ljósi umræðna
um málið sé óheppilegt að það
dragist lengi að finna út hvort af
þessari sameiningu geti orðið á
næstunni. Stjórn SH hefur tekið
vel í erindið og lýst vilja til við-
ræðna. ■
Mannskepnan
er nefnilega
svolítið lunkin.
Hún kann að
feta einstigið
að jólununum
á milli verald-
legs stjórn-
leysis og lífsaf-
neitunar.