Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.12.2002, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 23. desember 2002 Dreifing: Rún heildverslun, sími: 568 0656 Söluaðilar: Herra Hafnarfjörður • 66°N • Intersport • Guðsteinn Eyjólfsson Íslenskir Karlmenn • Herrahúsið • Ellingsen • Bjarg, Akranesi • Hjá Siggu Þrastar, Ísafirði • Olíufélag útvegsmanna, Ísafirði • JMJ, Akureyri • Joes Akyreyri • Lækurinn, Neskaupstað • Lónið, Höfn • Verslunin 66, Vestmannaeyjum • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • Intersport, Selfossi KVIKMYNDIR Leikarinn Elijah Wood, sem fer með hlutverk Fróða í þríleiknum „The Lord of the Rings,“ hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni „The Eternal Sunshine of the Spotless Mind.“ Meðleikarar hans eru ekki af verri endanum, eða þau Jim Carrey, Kate Winslet, Kirsten Dunst og Tom Wilk- inson. Þetta er dramatísk mynd sem leikstýrt er af Michel Gondry og er gerð eftir handriti Charlie Kaufman, sem m.a. skrifaði handritið að „Being John Malkovich“ og „Adaptation,“ sem til- nefnd hefur verið til Golden Globe-verðlaun- anna. Tökur á myndinni hefjast í næsta mánuði. Fjallar hún um par, leikið af Carrey og Winslet, sem reynir að endurvekja ást- arblossann með því að láta þurrka út sársauka- fullar minningar úr heilanum. ■ Elijah Wood í nýrri kvikmynd: Leikur við hlið Carrey og Winslet VERNDAÐUR VINNUSTAÐUR „Það er allt útlit fyrir það að 20 þroska- heftir einstaklingar verði á göt- unni með vorinu ef við náum ekki að leysa húsnæðisvandann fljótlega,“ segir Heimir Tryggvason, aðstoðarforstöðu- maður verndaða vinnustaðarins Ásgarðs.“ Ásgarður missti hús- næði sitt í Lækjarbotnum í elds- voða í desember á síðasta ári og síðan þá hefur ekki tekist að finna varanlega lausn á húsnæð- ismálunum. „Waldorfskólinn er einnig með starfsemi í Lækjar- botnum. Ásgarður er alveg óháð- ur honum en skólinn varð einnig fyrir tjóni í brunanum.“ Tuttugu þroskaheftir einstak- lingar með hegðunarvandamál vinna við framleiðslu á húsbún- aði og leikföngum úr tré á verk- stæði Ásgarðs. „Strákarnir taka þátt í öllu vinnsluferlinu, sækja viðinn sem er svo þurrkaður og sagaður hérna. Þeir eru því virk- ir í sköpunarferlinu allt frá hönnun til endanlegrar útkomu.“ Heimir segir framleiðslunni ekki ætlað að standa undir rekstri staðarins enda getur hún verið æði misjöfn. „Það eru eng- ar kvaðir á fólkinu hérna og um- hverfið því rólegra en gengur og gerist á sumum vernduðum vinnustöðum. Stundum eru strákarnir þannig stemmdir að það er ekki hægt að fá þá til að vinna og þar við situr.“ Ásgarð- ur selur tréleikföng í stórmörk- uðum um helgar yfir jólin. „Okkur hefur verið boðið að selja leikföngin í verslanir en þar sem við getum ekki tryggt það að við önnum eftirspurn hefur sá kostur ekki verið tek- inn.“ „Þeir einstaklingar sem eru hérna geta ekki fengið inni ann- ars staðar og munu því ekki hafa í nein hús að venda ef allt fer á versta veg. Við erum þó í viðræðum við félagsmálaráðu- neytið um að fá annan stað í Mosfellsbæ en það er enn allt á viðræðustigi.“ ■ Ásgarður: Leikfangasmiðir í húsnæðiskröggum FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT HEIMIR TRYGGVASON Aðstoðarforstöðumaður Ásgarðs, þar sem 20 þroskaheftir drengir hafa húsaskjól og fást við leikfangasmíð. FRÓÐI Elijah Wood í hlut- verki Hobbitans Fróða í „The Lord of the Rings: The Two Towers.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.