Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.01.2020, Qupperneq 2
Þó að það væri vissulega gott að eiga auka mánuð þá er breytingin ekki það stór- vægileg að það hefði skipt okkur einhverju máli. Hildur Björk Margrétardóttir Veður Gengur í norðvestan 15-23 m/s í dag, en mun hægari á SV- og V-landi. Snjókoma fram eftir degi N-lands, annars él, en léttskýjað sunnan heiða. Fer að lægja seinni partinn, áfram kalt í veðri. SJÁ SÍÐU 18 Hreinsað til í miðbænum Þessir tveir sjálf boðaliðar urðu á vegi ljósmyndara Fréttablaðsins í kuldanum í miðborg Reykjavíkur í gær en þeir voru sem betur fer vel búnir fyrir vetrarveðrið. Fólkið, sem kemur frá Suður-Kóreu og Svíþjóð, var að tína rusl af götum og úr blómabeðum miðbæjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERÐ FRÁ 97.900 KR. Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA SAMAN Í SVÍTU 18. - 25. JANÚAR NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS GARA SUITES 4* SAMFÉLAG Ár hvert keppast fjöl- miðlar við að greina frá fyrsta barni hvers árs í góðu samstarfi við Land- spítalann. Aldrei hefur þó tíðkast að fjalla um síðasta barn ársins og skal hér með bætt úr því. „Fæðingin gekk eins og í sögu og öllum heilsast vel,“ segir Hildur Björk Margrétardóttir sem fæddi síðasta barn ársins, jafnvel ára- tugarins, að morgni gamlársdags. Um drengbarn var að ræða og er hann fjórða barn Hildar Bjarkar en fyrsta barn barnsföður hennar, Péturs Þormóðssonar. „Hin börnin eru fædd 2010, 2012 og 2014 þannig að það er nóg að gera á heimilinu okkar,“ segir Hildur Björk. Hún segir að systkinin þrjú hafi tekið drengnum fagnandi og heimilisfólk sé alsælt með nýja fjöl- skyldumeðliminn. „Fyrri fæðingar hafa tekið langan tíma og reynt mikið á. En núna var þetta allt öðru- vísi. Hann var kominn í heiminn um klukkustund eftir að ég fann fyrir fyrstu hríðum og missti vatn- ið,“ segir Hildur Björk. Hinn 1. janúar gengu í gildi breyt- ingar á lögum um fæðingarorlof sem lengdu rétt foreldra til töku orlofsins um einn mánuð, úr níu mánuðum samtals í tíu mánuði. Áður voru réttindin þrír mánuðir á hvort foreldri auk þriggja mánaða sem foreldrar gátu deilt á milli sín. Breytingin um áramótin var sú að nú fá foreldrar fjögurra mánaða fæðingarorlofsréttindi á mann auk tveggja mánaða sem hægt er að deila á milli eins og fjölskyldunni hentar. Hildur Björk hlær þegar blaðamaður spyr hvort hún hafi ekki leitt hugann að því að reyna að bíða aðeins. „Nei, ég leiddi nú ekki hugann að því. Strákurinn átti að koma í heim- inn á jóladag og því gekk ég aðeins fram yfir með hann. Þó að það væri vissulega gott að eiga auka mánuð er breytingin ekki það stórvægileg að það hefði skipt okkur einhverju máli,“ segir Hildur Björk. bjornth@frettabladid.is Síðasta barnið fæddist á gamlársdagsmorgun Þau Pétur og Hildur eignuðust síðasta barn ársins 2019. MYND/ EMILÍA KRISTÍN Síðasta barn ársins 2019 fæddist rétt fyrir klukkan tíu að morgni gamlársdags. Um dreng var að ræða sem bættist í hóp þriggja systkina. Móðir hans segir að breytingar á reglum fæðingarorlofssjóðs sem gengu í gegn um áramót hafi ekki verið henni ofarlega í huga í fæðingunni. STJÓRNSÝSLA Helga Jónsdóttir lög- fræðingur hefur verið sett tíma- bundið í embætti ríkissáttasemjara. Bryndís Hlöðversdóttir, fráfarandi sáttasemjari, tók um áramót við stöðu ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu. Helga tekur við tímabundið JAFNRÉTTISMÁL Rétt tæplega helm- ingur þeirra fyrirtækja og stofnana, sem samkvæmt lögum bar að öðlast jafnlaunavottun fyrir lok ársins 2019, hefur hlotið vottun. Heim- ilt er að beita þau fyrirtæki, sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun á tilsettum tíma, dagsektum að hámarki 50.000 krónur á dag. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs- ins um beitingu dagsekta kemur fram að Jafnréttisstofa muni beita dagsektum í samræmi við nýlega reglugerð. „Jafnréttisstofa mun beita dagsektum í samræmi við nýlega reglugerð þar um. Þar sem um íþyngjandi ákvörðun er að ræða verður heimildinni beitt að vel ígrunduðu máli.“ Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 og felur hún í sér að öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 manns á árs- grundvelli beri að gæta þess að ekki sé mismunun á launum eftir kyni. Fyrsti áfangi laganna náði til fyr- irtækja og stofnana þar sem starfa 250 manns eða f leiri og bar þeim fyrirtækjum að öðlast jafnlauna- vottun fyrir 31. desember 2019. Fyrir nýliðin áramót bar einnig opinberum aðilum sem eru meira en að hálfu í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa á ársgrundvelli að hafa hlotið jafn- launavottun. Fyrirtæki af þeirri stærðargráðu eru 269 talsins hér á landi og einungis 134 þeirra hafa öðlast vottunina. Síðasti áfanginn verður við árslok 2022. – bdj Dagsektum verður beitt Helga Jónsdóttir. Umsóknarfrestur um stöðu ríkis- sáttasemjara rann út 20. desember og mun Helga gegna embættinu á meðan unnið er úr umsóknum. Helga sem er einn af tólf aðstoðar- sáttasemjurum hefur þegar tekið til starfa. Haustið 2018 var hún tíma- bundið settur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. – sar Konur berjast fyrir launajafnrétti. 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.