Fréttablaðið - 03.01.2020, Page 14
Smassaði sjö stigum til Dýrðlinganna
Árni Þór Helgason, stuðningsmaður Southampton, hefur séð viðsnúning liðsins með eigin augum en liðið er taplaust frá því hann
fór út á öðrum degi jóla. Aðrir stuðningsmenn liðsins hrópa á hann og fjölskylduna og biðja hann um að fara aldrei aftur til Íslands.
Ég var nú að vona
að maður myndi ná
einu jafntefli eða einu stigi
en þau eru orðin sjö, sem er
ekkert minna en stórkost-
legt.
Þetta byrjaði á því
að þeir gerðu
búningana og settu Stjörnu-
merkið á. Síðan töluvert
síðar byrjaði fyrirtækið að
senda okkur sérreikninga
fyrir merkingu.
FÓTBOLTI Árni Þór Hallgrímsson,
margfaldur Íslandsmeistari í bad
minton og núverandi badminton
þjálfari hjá TBR, er staddur í South
ampton þessa dagana þar sem hann
hefur horft á sitt lið vinna hvern
sigurinn á fætur öðrum. Hann ætlar
að framlengja ferðina til að horfa á
bikarleik liðsins gegn Hudders
field um helgina og ef hann vinnst
er spurningin hvort honum verði
almennt hleypt heim. Hvort hann
sé ekki orðinn lukkutröll liðsins, en
liðið hefur farið á f lug eftir að Árni
birtist og ekki tapað leik.
„Ég var nú að vona að maður
myndi ná einu jafntef li eða einu
stigi en þau eru orðin sjö, sem er
ekkert minna en stórkostlegt,“ segir
Árni kampakátur.
Árni og fjölskylda fóru utan 25.
desember og byrjuðu á að sjá liðið
mæta á Stamford Bridge í Lundún
um þar sem óvæntur en öruggur 02
sigur kom í hús gegn Chelsea. Síðan
kom 11 jafntefli við Crystal Palace
og á nýársdag var sjálfur José Mour
inho og hans menn í Tottenham
lagðir 10. Árni segir að stuðnings
menn Southampton hafi gólað oft
á eftir sér eftir leikinn gegn Totten
ham um að hann fái ekkert að snúa
heim til Íslands. „Þeim finnst þetta
vera mikið happ að ég sé hérna. Ég
er nú búinn að fara svo oft á leiki
án þess að sjá sigur þannig að það
var kominn tími á að sjá sigurleik.
Ég hef eiginlega alltaf séð jafntefli
eða tap.“
Þrír sigurleikir á The Dell
Árni byrjaði að halda með liðinu
fyrir margt löngu. Frændi hans var
í háskóla í borginni og fólkið sem
hann dvaldi hjá kom til Íslands þar
sem Árni kynntist því. Þegar hann
var svo 15 ára fór hann og dvaldi hjá
fjölskyldunni og skellti sér fjórum
sinnum á gamla góða The Dell þar
sem hann sá liðið vinna þrisvar og
gera eitt jafntefli. Liðið endaði í öðru
sæti, þremur stigum á eftir Liverpool
sem varð meistari. „Þarna voru Steve
Moran og Danny Wallace, Peter
Shilton var í markinu og fleiri góðir.
Það er besti árangur liðsins frá
upphafi í deildinni. Ég hef farið á
nokkuð marga leiki í gegnum tíðina
og verið í sambandi við þessa fjöl
skyldu síðan.“
Southampton situr nú í 12. sæti
ensku úrvalsdeildarinnar með jafn
mörg stig og Everton og Newcastle
og viðsnúningurinn eftir niður
lægjandi 09 tap gegn Leicester
Eftir leikinn gegn Tottenham hitti Árni Þór markaskorarann og gæðablóðið Danny Ings og smellti af mynd.
Sigríður og Árni Þór kominn á Stamford Bridge í London.
Fyrir leikinn gegn Crystal Palace sem fór fram 28. desember. Daníel,
Jóhannes, Sigríður, Sigurbjörg, Árni Þór, Ingibjörg og Þorkell.
hefur verið magnaður. Næst er það
bikarkeppnin en þar fær liðið Hudd
ersfield í heimsókn sem Árni ætlar
ekki að missa af. „Það var ekki búið
að draga í bikarnum þegar ég keypti
ferðina og vissi ekkert hvernig það
myndi enda. En fyrst við fengum
heimaleik þá lætur maður sig ekki
vanta. Það er bónusleikur.“
benediktboas@frettabladid.is
3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
ÍÞRÓTTIR Eftir tæpar tvær vikur
verður fyrirtaka í máli Namo
ehf., sem hefur umboð fyrir Jako
íþróttavörur, gegn Stjörnunni.
Málið verður tekið fyrir í héraðs
dómi Suðurnesja. Málið snýst í
grunninn um merkingar á fatnaði
Stjörnunnar, samkvæmt upplýs
ingum frá formanni Stjörnunnar,
Sigurði Bjarnasyni.
„Þetta fjallar um Stjörnumerkið
sjálft. Þeir vilja meina að Stjörnu
búningurinn innihaldi ekki merkið
sjálft. Þeir sendu okkur sérreikning
fyrir því – löngu eftir að samningur
inn tók gildi – en við viljum meina
að í Stjörnubúningnum felist það
að það sé merking á búningnum
með Stjörnumerkinu sjálfu,“ segir
Sigurður.
Málið hefur verið töluvert lengi
að veltast um á milli aðila. Þann
ig var í febrúar í fyrra tekið fyrir í
fundargerð félagsins erindi sem
hafði borist frá lögfræðingi Namo
vegna deilunnar. Kristján Thorla
cius, hæstaréttarlögmaður hjá
Fortis og stjórnarmaður í Stjörn
unni, tók málið að sér fyrir hönd
aðalstjórnar Stjörnunnar.
Jako var með samning við allar
deildir félagsins fyrir utan fótbolt
ann og var með utanyfirgalla alls
félagsins. „Þetta byrjaði á því að þeir
gerðu búningana og settu Stjörnu
merkið á. Síðan töluvert síðar
byrjaði fyrirtækið að senda okkur
sérreikninga fyrir merkingu. Þetta
fjallar aðallega um búninga meist
araflokkanna,“ bætir Sigurður við.
Stjarnan er ekki lengur í Jako.
„Það var engin riftun eða neitt slíkt.
Samningurinn rann bara út og við
erum núna með annan aðila,“ segir
hann. Ekki náðist í forsvarsmenn
Jako en búðin var lokuð í gær. – bb
Stjarnan dregin fyrir dómstóla vegna merkinga á búningnum
Hlynur Bæringsson segir mönnum til í Jako-búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR