Fréttablaðið - 07.01.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 07.01.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Fagnaðu vetri með Touareg Verð frá 9.850.000,- HEKLA · www.hekla.is/volkswagensalur VIÐSKIPTI Til stendur að reisa fyrsta hótelið á Norðurlöndum undir merkjum Radisson RED á horni Skúlagötu og Vitastígs. Það er Rauðsvík ehf. í gegnum félag sitt S26 Hotel ehf. sem stendur að upp- byggingunni. Fyrst var greint frá áformum um byggingu hótelsins á fyrri hluta árs 2018 og þá var ráðgert að hót- elið myndi hefja rekstur nú í ár. Þær áætlanir töfðust, meðal annars út af skipulagsmálum en fyrri áform um bygginguna þóttu ekki uppfylla kröfur deiliskipulags. Þau vandamál hafa nú verið leyst. RED-vörumerki Radisson er ætlað að ná til þúsaldarkynslóðarinnar með frumlegri hönnun, óformlegri þjónustu og mikilli fjölbreytni. Við hönnun hótelsins mun það hafa verið haft í huga. Göngustígur mun liggja í gegnum hótelið og veitinga- staður verður á jarðhæðinni við sér- stakt götutorg á áðurnefndu horni Skúlagötu og Vitastígs. Krúnudjásn byggingarinnar verð- ur þó barsvæði og útiverönd á efstu hæð sem opin verður almenningi og hótelgestum og þangað er hægt að komast með sérstakri útsýnislyftu sem liggur utan á byggingunni. Arkitekt verkefnisins er hinn virti breski arkitekt Tony Kettle en hans þekktasta verk er Falkirk-hjólið svo- kallaða, hringsnúandi skipalyfta sem er eitt af helstu kennileitum Skotlands. Að auki hefur hann unnið mörg djörf verkefni í Mið- Austurlöndum, Kína og Rússlandi. Meðal annars við Lakhta-turninn, höf uðstöðva r Ga z prom-stór- veldisins í St. Pétursborg. Turninn er hæsta bygging Rússlands, heilir 426 metrar. Kettle segir að hönnun hótelsins sé undir áhrifum frá náttúru Íslands og arkitektúr höfuðborgarinnar, sérstaklega Hallgrímskirkju og Hörpu. „Ég varð fyrir sterkum áhrif- um af heimsókn minni til landsins enda er Ísland ótrúlega fallegt land,“ segir hann. „Hönnun hótelsins dregur að ein- hverju leyti innblástur frá þessum tveimur byggingum og náttúrunni. Markmið okkar er að skapa nýtt og spennandi kennileiti fyrir Reykja- vík og spennandi áfangastað fyrir íbúa höfuðborgarinnar og ferða- menn.“ Eins og áður segir kom hann að verkefninu þegar áætlanir um byggingu hótelsins voru í ákveðinni pattstöðu hjá skipulagsyfirvöldum. Kettle segir að ferlið við hönnun hótelsins hafi verið ánægjulegt og þá sérstaklega viðmót borgaryfirvalda. „Það var mjög skemmtilegt hvað skipulagsyfirvöld voru jákvæð gagnvart hinum ýmsu hugmyndum. Þau lögðu við hlustir en útilokuðu ekki neitt fyrirfram. Þannig náðist lausn sem ég vona að allir geti verið ánægðir með,“ segir Kettle. Myndir af byggingunni er hægt að skoða á frettabladid.is. – bþ Nýtt kennileiti á að rísa við Vitastíg Ráðgert er að nýtt 203 herbergja Radisson-hótel munu rísa á horni Skúlagötu og Vitastígs á næsta ári. Hótelið, sem verður sautján hæða, er hannað af þekktum skoskum arkitekt sem hannaði meðal annars hæsta turn Rússlands og eitt helsta kennileiti Skotlands. Fjöldi fólks kom saman á þrettándabrennu í Gufunesi í gær þar sem jólin voru kvödd að hefðbundnum sið. Meðlimir björgunarsveitanna sáu til þess að enginn kæmist of nálægt bálinu. Skutu nokkrir upp f lugeldum í síðasta sinn í bili. Þá kom jólasveinninn vinsæli Kertasníkir í heimsókn til að kveðja, en hann kemur aftur til byggða í lok ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Markmið okkar er að skapa nýtt og spennandi kennileiti fyrir Reykjavík. Tony Kettle, arkitekt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.