Fréttablaðið - 07.01.2020, Side 2

Fréttablaðið - 07.01.2020, Side 2
Veður Gengur í austan 10-18 með slyddu eða rigningu, en norðaustan 18-23 með slyddu eða snjókomu á Vest- fjörðum. Hiti kringum frostmark, en að 6 stigum syðst. SJÁ SÍÐU 16 Unnið á mastri Vetrarharkan tók sér stutt hlé á höfuðborgarsvæðinu á þrettándanum í gær. Notaði þessi maður tækifærið til að vinna í mastri á bát í Reykjavíkur- höfn. Eftir hádegi á morgun verður gul viðvörun í gildi á Suður- og Vesturlandi, Vestfjörðum, hálendinu og í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LÖGREGLUMÁL „Það hefur snjóað og þetta eru bölvanlegar aðstæður,“ segir Jón Sigurður Ólafsson, hjá Lög- reglunni á Vesturlandi, um leitina að Andris Kalvans. Talið er að Andris hafi ætlað að leggja í göngu út frá Heydalsvegi á Snæfellsnesi 28. desember. Leitað var að honum 30. desember, á gaml- ársdag og síðastliðinn föstudag. „Nú er eiginlega biðstaða og ekki útlit fyrir leitarveður næstu daga,“ segir Jón sem ræddi við mann úr svæðisstjórninni sem var á leitar- svæðinu í gær. „Hann sagði alveg glórulaust að reyna eitthvað, það sæist ekki úr augum.“ Bíll Andris var skilinn eftir á Hey- dalsvegi niður af Hrútadal. „Við höfum bara bílinn og nokkuð staðfest að hann hafi verið að fara þarna til göngu,“ segir Jón. Andris hafi ekki rætt við neinn um ferðina en þó sagst ætla í göngu. „Það er heimamaður sem fer að veita bílnum athygli. Það var enginn farinn að sakna hans,“ segir Jón. Leitarsvæðið er um og í kring um Hrútadal. Þar eru fjöllin Hrútaborg og Kolbeinsstaðafjall. „Það er verið að skoða í hella og skúta og slíkt. Það á eftir að leita eitthvað en það er búið að fara í það sem er líklegast.“ Mörg gil eru á svæðinu og sum þeirra full af snjó. „Það er mjög bratt þarna og erfitt yfirferðar,“ segir Jón. Fram kom á frettabladid.is á föstudag að fjallgöngubúnaður hefði verið í bíl Andris en Jón segir ekki hægt að draga af því neinar ályktanir. „Það gætu verið aukaföt hreinlega,“ bendir lögreglumaður- inn á. – gar Veðrið hamlar leit að Andris Göngugarpurinn Andris Kalvans. Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 SAMFÉL AG Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í fyrrinótt Golden Globes verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlist í bíómynd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur er fyrst kvenna til að vinna verðlaunin í nítján ár en einnig er hún fyrsta konan til að vinna verð- launin ein síns liðs. Þá er Hildur annar Íslendinga til að hljóta verð- launin en Jóhannes Jóhannesson hlaut verðlaun í sama f lokki árið 2014 fyrir tónlist sína í kvikmynd- inni Theory of Everything. Hildur hefur unnið til fjölda ann- arra verðlauna fyrir tónlist sína í Joker og hlaut hún að sama skapi mikið lof fyrir tónlist sína í þátt- unum Chernobyl. Fyrir hana vann Hildur til Emmy-verðlauna og var tilnefnd til Grammy-verðlauna. Í samtali við Fréttablaðið síðast- liðið sumar sagðist Hildur vera alin upp af tónlistarfólki og að eðlilegt hefði verið að hún færi í tónlistar- nám, en hún hóf að læra tónlist ein- ungis um fjögurra ára. Áhugi Hildar á sögum var svo það sem leiddi hana inn í heim kvikmyndatónlistarinn- ar. „Ég hef alltaf haft rosa mikinn áhuga á sögum. Ég vann mikið í leikhúsi og sæki oft innblástur í sögur þegar ég er að semja tónlist. Svo bara kom í ljós að þetta var form sem hentaði mér, að semja kvik- myndatónlist,“ sagði Hildur. Í þakkarræðu sinni á Golden Globes færði Hildur móður sinni og bræðrum þakkir ásamt því að til- einka Kára syni sínum verðlaunin. Einnig þakkaði Hildur eiginmanni sínum og samstarfsfélögum. Gunnar Tynes, samstarfsmaður Hildar, hefur unnið mikið með henni í tónlistinni og vann til að mynda með henni bæði að tón- listinni í Chernobyl og Joker. „Við vorum þrjú sem unnum þessi tvö verkefni saman og það þykir mjög lítið teymi. Hildur semur að sjálf- sögðu alla tónlistina en við hjálpum til með að sníða hana að myndinni,“ segir Gunnar. Hildur, Gunnar og Sam Slater, eiginmaður hennar, unnu saman að verkefnunum og segir Gunnar að stundum hafi álagið verið mikið. „Við vorum á tímabili að vinna að báðum verkefnunum á sama tíma sem tók vissulega svolítið á en okkur tókst þetta einhvern veginn og Hildur er að sjálfsögðu himinlif- andi,“ segir Gunnar. birnadrofn@frettabladid.is Hildur himinlifandi með Gullna hnöttinn Hildur Guðnadóttir hlaut í fyrrinótt hin virtu Golden Globes verðlaun fyrir tónlist sína í Joker. Engin kona hefur hlotið verðlaunin í 19 ár og er Hildur sú fyrsta til að vinna þau ein síns liðs. Samstarfsmaður segir hana í skýjunum. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og leikarinn Paul Rudd afhentu Hildi verð- launin aðfaranótt mánudags á Hilton í Beverly Hills. NORDICPHOTOS/GETTY Hildur er annar Íslend- ingurinn sem hlýtur Gullna hnöttinn. Jóhann Jóhanns- son vann árið 2014, einnig fyrir tónlist. DÓMSMÁL Í dag verður tekið fyrir meiðyrðamál Jóns Baldvins Hanni- balssonar gegn dóttur sinni Aldísi Schram, þáttarstjórnandanum Sig- mari Guðmundssyni og RÚV. Er það fyrir ummæli sem látin voru falla í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar á síðasta ári. Ekki fjárkrafa á Aldísi Schram Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin krefst þess að 14 ummæli verði dæmd dauð og ómerk, tíu hjá Aldísi og fern hjá Sig- mari en til vara hjá Aldísi. Einnig er krafa um birtingu afsökunarbeiðni en RÚV hefur hafnað kröfunum. Gunnar Ingi Jóhannsson, lög- maður Aldísar, segir engar sáttaum- leitanir hafa átt sér stað. Fjárkrafa er gerð á Sigmar en ekki á Aldísi. – khg 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.