Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.01.2020, Qupperneq 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Meðal opinberra starfsmanna eru stórar kvennastéttir sem ráða- menn mæra gjarnan á tyllidögum. Svigrúm til að bæta kjör þessara stétta er hins vegar aldrei til staðar þegar á reynir. Við viljum snjalllausnir eins og við þekkjum erlendis. Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook Vinna eða varðhald Það má alveg klóra sér í höfðinu um hvernig það gat gerst að greiða þurfi Ólínu Þorvarðar- dóttur 20 milljónir króna í bætur fyrir að verða ekki þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hefur hún sjálf sagt að ríkislög- maður hefði ekki þurft að bjóða svona mikið ef einhver hefði einfaldlega tekið upp tólið og beðið hana afsökunar. Athygli vekur að upphæðin er fimm milljón krónum lægri en ríkis- lögmaður býður Alberti Klahn Skaftasyni. Svo virðist sem ríkið meti það meiri hremmingar að fá ekki huggulega vinnu en sitja saklaus í gæsluvarðhaldi í 118 daga og síðan fangelsi. Steralasinn Vofu sósíalismans hefur svo sannarlega tekist að ná ból- festu í Gunnari Smára Egilssyni. Miðað við skrif hans á sam- félagsmiðlum, sem verða gefin út í 46 bindum fyrir næstu jól, er ekkert sem gerist í okkar sam- félagi ótengt bolsévisma. Tengir hann meðal annars glæsilegan sigur Hildar Guðnadóttur á Golden Globe við tónlistar- nám ríkisins, fyrir tíð nýfrjáls- hyggjunnar sem gerði pöpulinn að heiladauðum K100-hlust- endum. Minna orð sósíalista- foringjans helst á „afrek Austur-Þýskalands“ í íþróttum forðum, þar sem steralasni ein- staklingurinn skipti engu. arib@frettabladid.is Veðrið er oft vinsælt umræðuefni á manna-mótum, en hefur á síðustu árum fengið vaxandi keppinaut; umferðina í Reykjavík. Þó höfuð- borgin okkar sé með þeim fámennari hefur stjórn- endum borgarinnar tekist að gera umferðina að vaxandi vandamáli. Í stað skynsamlegra lausna sem liggja fyrir eru væntingar bundnar við eina lausn; borgarlínu. Eitt dæmi um það sem bæta má er ljósastýring. Í þeim bransa eins og öðrum tæknigeirum hefur orðið snjallvæðing. Í f lestum borgum er notast við sjálfvirk- ar stýringar með hreyfiskynjurum. Kerfin ná fram „grænni bylgju“ svo bílarnir komist sem greiðasta leið. Í Reykjavík er þessu öðru vísi farið. Við erum enn með ljósastýringar sem stjórnast af klukku og nýtum lítið þær tækniframfarir sem hafa orðið á síðustu ára- tugum. Hér eru svo sett upp umferðarljós í tengslum við byggingaframkvæmdir. Á þessum stöðum bíða bílar oft við rauð ljós þó enginn sé að nota þau grænu. Í sumum tilfellum lenda menn á röð rauðra ljósa og hefur vinnuvikan heldur lengst vegna tafanna. Fyrir átta árum síðan töldu borgaryfirvöld að draga myndi úr umferð einkabíla. Hið þveröfuga gerðist. Í stað þess að greiða úr umferðinni hefur verið þrengt að henni. Í stað þess að bæta umferðarstýringu með grænni bylgju, hafa rauðu ljósin logað. Allt var þetta gert til að minnka hlutfall ferða með einkabílum en það hefur heldur hækkað. Umferðartafirnar bitna nefnilega á öllum ferðamátum, líka strætó. Leysum umferðarvandann Það þarf að taka upp nýjar áherslur í umferðarmálum í Reykjavík. Vera leiðandi í snjöllum lausnum, en ekki leiðandi í umferðartöfum. Skipulagið er á rangri braut þar sem stofnunum fjölgar áfram í miðbænum og umferðin liggur áfram með þunga í vestur á morgnana og austur síðdegis. Ekkert hefur verið gert í að skipuleggja Keldnalandið sem er hagkvæmt svæði sem gæti létt á umferðinni. Það viljum við gera. Við viljum snjalllausnir eins og við þekkjum erlendis. Það þarf ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. Rauða bylgjan Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Ef lýsa ætti yfirstandandi kjaravið-ræðum á opinbera vinnumarkaðnum með einu orði yrði „hægagangur“ án efa fyrir valinu. Samningar f lestra opinberra starfsmanna hafa nú verið lausir í rúma níu mánuði og enn virðist nokkuð í land á f lestum vígstöðvum þótt vissulega hafi nokkur aðildarfélög BHM skrifað undir samninga. Mikillar þreytu og óþreyju er farið að gæta hjá forsvarsmönnum þeirra stéttarfélaga sem standa nú í samningaviðræðum við ríki, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkur- borg. Mestrar óþreyju gætir þó hjá félagsmönn- um sem hafa horft upp á sama fréttaf lutninginn af árangursleysi viðræðnanna allt of lengi. Það hefur meira að segja ekki enn tekist að klára kjarasamninga þeirra hópa sem eru innan félaga sem stóðu að gerð lífskjarasamninga í vor. Þó liggur fyrir að þeir samningar munu í öllum aðalatriðum byggja á lífskjarasamningnum. Samhljómur virðist vera hjá f lestum stéttar- félögunum sem semja fyrir hönd opinberra starfsmanna um að viðsemjendur þeirra leggi einfaldlega of litla áherslu á viðræðurnar. Fundir séu of fáir og of langt á milli þeirra. Meðal opinberra starfsmanna eru stórar kvennastéttir sem ráðamenn mæra gjarnan á tyllidögum. Svigrúm til að bæta kjör þessara stétta er hins vegar aldrei til staðar þegar á reynir. Hér virðist lögmálið um framboð og eftirspurn ekki virka sem skyldi. Skortur á hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum og mennt- uðum kennurum leiðir ekki til þess að þessum starfsstéttum sé boðið sé upp á betri starfskjör. Hér er mikið í húfi því hætta er á f lótta úr þess- um stéttum takist ekki viðunandi samningar. Ein af megináherslum í viðræðum opinberra starfsmanna hefur verið á styttingu vinnu- vikunnar. Samkomulag hefur náðst hjá félögum BSRB en það tekur aðeins til dagvinnufólks og enn er ósamið um styttinguna hjá vaktavinnu- hópum. Þau tilraunaverkefni sem farið hefur verið í varðandi styttingu vinnuvikunnar hafa gefið góða raun. Hið opinbera sem vinnuveit- andi hlýtur að sjá hvert stefnir í þróun fram- tíðarvinnumarkaðarins og ætti því að leggja sitt af mörkum til að koma þessu sjálfsagða máli í gegn. Sanna Marin, sem varð forsætisráðherra Finnlands í desember síðastliðnum, hefur kynnt framtíðarsýn ríkisstjórnar sinnar um sveigjan- legri vinnutíma sem gæti endað í fjögurra daga vinnuviku. Hún segir að fólk eigi skilið að eyða meiri tíma með fjölskyldum sínum og öðrum ástvinum. Þótt við Íslendingar séum kannski ekki komnir eins langt og frændur okkar í þessum efnum hljótum við að geta verið sam- mála markmiðum hins 35 ára gamla forsætis- ráðherra. Hægagangur 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.