Fréttablaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 9
Óhætt er að fullyrða að óveðr-ið sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum
hafi svo um munar af hjúpað veik-
leika raforkuf lutningskerfisins.
Landsnet hefur bent á þessa veik-
leika árum saman og bera áætlanir
fyrirtækisins um uppbyggingu
f lutningskerfisins þess vitni. Áætl-
anir um uppbyggingu eru birtar í
kerfisáætlun Landsnets sem er
uppfærð árlega og samþykkt af
Orkustofnun að undangengnu víð-
tæku umsagnarferli.
Ný kynslóð byggðalínu
er lykilatriði
Í kerfisáætlun má m.a. finna lang-
tímaáætlun um nýja kynslóð
byggða línu. Hún verður byggð úr
stálmöstrum, sambærileg þeim sem
byggð voru á NA-landi, sem síður
brotna þrátt fyrir ísingu og mun
hafa f lutningsgetu sem fullnægir
þörfum landsins næstu áratugina.
Þegar verkefninu verður lokið
verða virkjanakjarnar í mismun-
andi landshlutum samtengdir
með fullnægjandi tengingum og
þannig minnka líkur á að einstök
svæði verði rekin í svokölluðum
eyjarekstri og þar með í hættu á að
verða fyrir straumleysi við truflun.
Einnig mun ný kynslóð byggðalínu
gefa nýjum framleiðsluaðilum víða
á landinu færi á að tengjast kerf-
inu og auka þannig skilvirkni og
afhendingaröryggi enn frekar.
En hvað með landshlutakerfin?
En uppbygging meginf lutnings-
kerfis dugir ekki ein og sér til að
tryggja af hendingaröryggi. Sam-
kvæmt stefnu stjórnvalda eiga allir
af hendingarstaðir í landshluta-
kerfum að vera komnir með tvöfalt
öryggi eigi síðar en árið 2040 (N-1).
Eins og staðan er í dag eru
þó nokkrir af hendingarstaðir í
f lutningskerfinu þar sem ekki er
um að ræða tvöfalt öryggi, m.a. á
Norðurlandi, en einnig á Austur-
landi, Vestfjörðum og á Snæfells-
nesi. Kerfisáætlun Landsnets hefur
m.a. tekið mið af þessari stefnu og
í framkvæmdaáætlun má finna
áætlun um tvítengingar hluta af
þessum af hendingarstöðum. Má
þar nefna Sauðárkrók, Neskaup-
stað og Húsavík, en aðrir staðir eru
einnig á langtímaáætlun s.s. Dal-
vík, Fáskrúðsfjörður og sunnan-
verðir Vestfirðir.
Aðrir af hendingarstaðir eru til
skoðunar og hafa verkefni ekki
verið skilgreind ennþá en benda
má á að greiningar og áætlanir eru
í stöðugri endurskoðun og taka
ávallt mið af stöðu kerfisins og
stefnum og straumum hverju sinni.
Annað sem á stóran þátt í bættu
afhendingaröryggi er hvernig upp-
byggingu og endurnýjun er háttað.
Það er stefna Landsnets að öll ný
og endurnýjuð tengivirki séu yfir-
byggð og hefur verið unnið eftir
þessari stefnu undanfarin ár. Yfir-
byggð tengivirki eru ekki útsett
f y r ir veður farsleg um þáttum
og minnka líkurnar á að skapist
ástand eins og í Hrútatungu í des-
ember síðastliðnum, þar sem selta
á tengivirkinu olli víðtækum og
langvarandi rafmagnstruf lunum.
Hvað varðar uppbyggingu og
eða endurnýjun f lutningslína í
landshlutakerfunum, þá hefur
Landsnet eingöngu lagt 66 kV
f lutningslínur sem jarðstrengi
sem gerir það að verkum að þær
eru ekki útsettar fyrir veðri eins og
loftlínur. Kostnaður við lagningu
jarðstrengja á 66 kV spennu er á
pari við loftlínur og lagning 66 kV
Hvernig bætum við afhendingaröryggi raforku á landsbyggðinni
Gnýr
Guðmundsson
yfirmaður
greininga hjá
Landsneti
jarðstrengja er víðast hvar tækni-
lega möguleg. Þó eru svæði þar
sem skammhlaupsaf l er það lágt
að ekki er unnt að leggja allar nýjar
66 kV línur í jörðu og er bygging
loftlína því óhjákvæmileg á þeim
svæðum.
En það er ljóst að uppbygging
og endurnýjun kerfisins mun taka
tíma. Ekki er hægt að byggja upp
allt kerfið samtímis og því þarf að
forgangsraða verkefnum eins vel og
hægt er, m.a. til að halda f lutnings-
kostnaði innan eðlilegra marka,
en Landsnet er á tekjumörkum
sem þýðir að allur kostnaður við
rekstur og uppbyggingu kerfisins
lendir á notendum. Til að tryggja
af hendingaröryggi til skamms
tíma eru varaaf lstöðvar því nauð-
synlegar. Landsnet hefur unnið að
undirbúningi að kaupum á færan-
legum varaaf lstöðvum.
Samtals er að ræða 12 MW af af li
í nokkrum stöðvum, sem verða
í færanlegum gámaeiningum.
Ætlunin er að koma þeim fyrir
á stöðum sem eru útsettir fyrir
truf lunum, s.s. Dalvík, Snæfells-
nesi og á Vestfjörðum en auðvelt
verður að f lytja þær á milli staða
ef þurfa þykir. Reiknað er með að
fyrsti hluti varaaf lstöðvanna komi
til landsins á fyrri hluta ársins og
verði þá tilbúnar til notkunar.
Það er því ljóst að ef áætlanir
Landsnets um uppbyggingu f lutn-
ingskerfisins ganga eftir eins og
þær eru kynntar í kerfisáætlun,
munu líkurnar á ástandi eins og
skapaðist í desember 2019 verða
mun minni en eru í dag.
Ekki er hægt að byggja upp
allt kerfið samtímis og því
þarf að forgangsraða verk-
efnum eins vel og hægt er.
PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
Verð áður 48.900 kr.
Tilboð: 34.000 kr.
Verð áður 34.900 kr.
Tilboð: 18.000 kr.
Verð áður 59.900 kr.
Tilboð: 44.000 kr.
Verð áður 45.900 kr.
Tilboð: 30.000 kr.
Verð áður 6.990 kr.
Tilboð: 4.500 kr.
Verð áður 8.990 kr.
Tilboð: 6.500 kr.
Verð áður 18.500 kr.
Tilboð: 13.000 kr.
Verð áður 39.990 kr.
Tilboð: 25.000 kr.
Verð áður 59.900 kr.
Tilboð: 44.000 kr.
Verð áður 49.990 kr.
Tilboð: 36.900 kr.
Verð áður 48.900 kr.
Tilboð: 30.000 kr.
Verð áður 45.900 kr.
Tilboð: 30.000 kr.
LjÓMaNdI
ÚTsAlA
AlLt Að 70% VeRðLæKkUn
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0