Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2020, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 07.01.2020, Qupperneq 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Kraftlyftingamaðurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson var valinn íþróttamaður ársins 2019 í árlegri kosningu Samtaka íþróttafréttamanna. Júlían segir að það hafi verið ótrúlega góð til- finning að fá titilinn, þótt það hafi að vísu tekið hann nokkra daga að átta sig á því sem hefði gerst. „Þetta kjör er stærsta svona tilnefningin á Íslandi, þannig að þetta er rosa stórt, bæði fyrir mig persónulega og kraftlyftingar almennt,“ segir Júlían. „Ég bjóst í rauninni ekki við þessu, en ég vissi samt að ég væri í topp tíu og ég lenti í öðru sæti í fyrra, þannig að ég leyfði mér að vona og var undirbúinn. Ég man eftir að fylgjast með kjörinu í sjónvarpinu sem barn og maður hefur alltaf horft til þess,“ segir Júlían. „Manni hefur þótt mislíklegt að vinna, enda langt síðan kraftlyftingamaður vann, en maður hefur alltaf haft það á bak við eyrað að stefna að þessum titli.“ Stoltur af árangrinum á HM Júlían segir að árangur hans á heimsmeistaramótinu í Dúbaí í lok nóvember sé það sem hann sé stoltastur af frá liðnu ári. „Þetta er í raun þriðja árið sem ég lendi í þriðja sæti, en núna bætti ég samanlagðan árangur minn rosalega, sem og heimsmet- ið í réttstöðulyftu og sýndi að ég er kominn til að vera,“ segir Júlían. Hann segir að ýmsar breytingar hafi gert þennan frábæra árangur mögulegan. „Ég fer inn í þetta mót með æfingafélaga minn til 10 ára, Auðun Jónsson, sem þjálfara. Það er gríðarlega sterkt að hafa svona reynslubolta með sér og við fórum í ýmsar breytingar, bæði í hné- beygjustíl og bekkpressu,“ segir Júlían. „Ég tók líka 16 vikur í að hugsa bara um þetta mót og það er fátt sem toppar slíka einbeitingu. Þessar breytingar komu sér- staklega í ljós í bekknum, þar sem ég bætti mig um 15 kíló og tók Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það er stórt ár fram undan hjá Júlían. Hann verður pabbi í mars og ætlar að verða Evrópumeistari í maí. Svo tekur við undir- búningur fyrir heimsmeistara- mótið í lok árs og heimsleik- ana á því næsta. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Júlían í réttstöðulyftu á Reykjavíkurleikunum 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Framhald af forsíðu ➛ 330 kíló í heild,“ segir Júlían. „Ég hef átt í stormasömu sambandi við bekkinn og reglulega lent í álagsmeiðslum og tognað í brjóst- vöðvum. Það gerðist líka í fyrra, en Ellen Ýr Jónsdóttir, kærastan mín, sagði samt við mig: „Júlían, ég finn það á mér að þú ert að fara að bæta þig í bekk á þessu móti.“ Það eru örugglega ekki margar kærustur sem sjá bekkbætingar fyrir. Það er líka mjög sjaldgæft að ná svona mikilli bætingu þegar maður er kominn á þennan stað,“ segir Júlían. „Samtals lyfti ég 1.148 kílóum, en fyrir mótið var minn besti árangur 1.115 kíló, þannig að bætti ég mig um 33 kíló. Ég þakka árangurinn líka því marga góða fólki sem er í kringum mig og styður við bakið á mér, sem og því að ég hef hagað aðstæðum þannig að þetta sé númer eitt hjá mér,“ segir Júlían. Goðsagnakennd lyfta Júlían hefur tvíbætt heimsmetið í réttstöðulyftu. Fyrst í nóvember 2018, en þá hafði það verið óhreyft í 7-8 ár, og í nóvember síðastliðn- um bætti hann svo sitt eigið met. „Það var rosalega góð tilfinning. Það er búið að vera langtíma- draumur og markmið að snerta á þessum tölum,“ segir Júlían. „Þegar ég bætti mitt eigið heims- met fannst mér það til marks um að ég hefði komist í þetta heims- metaform, bætt metið og svo haldið mér í því formi, þannig að ég gef ekkert eftir og held áfram að bæta mig.“ Kraftlyftingar snúast um þrjár lyftur, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. „Af þeim finnst mér réttstöðu- lyftan skemmtilegust og hún hefur legið best fyrir mér. Í grunninn er þetta skemmtilega einföld lyfta, en hún er líka ansi margslungin,“ segir Júlían. „Í kraftaíþróttum á Íslandi hefur lyftan líka haft menningarlegt gildi og verið hálf goðsagnakennd, en margir Íslendingar hafa sett met í henni. Það hefur veitt mér innblástur og ég hef æft fyrir þetta met í átta ár að einhverju leyti, ég hef alltaf haft þetta í huga.“ Dýrmætt að finna sína ástríðu og ganga vel í lífinu Lyftingar hafa átt allan hug Júlíans síðan hann var 15 ára. „Það er dýrmætt að hafa fundið mína ástríðu í íþróttinni,“ segir Júlían. „Kraftlyftingar gefa mér rosa mikið. Þetta er heilbrigð hreyfing sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu og maður kynnist mörgu fólki við að vera við æfingar 12-18 tíma á viku í 10 ár. Það eru mörg góð áhrif af því að vera í íþróttastarfi og í svona einstaklingsíþrótt læri ég líka aga, að treysta á sjálfan mig og að taka ábyrgð á sjálfum mér. Stundum gengur vel og stundum ekki, eins og með allt í lífinu. Eftir góðar æfingar svífur maður um en eftir lélegar æfingar finnst manni allt glatað og maður er alveg búinn á því. Það sama gildir um mót og lélegt gengi þar getur dregið mann langt niður,“ segir Júlían. „En ég held að það sé hluti af þessu. Ef það gengi alltaf vel væri maður ekki svona lengi í þessu.“ Júlían hefur sagst vera ástfang- inn af því að æfa og keppa og er með góð ráð fyrir þá sem vilja eiga auðveldara með að finna löngun- ina til hreyfa sig. „Númer eitt er að fólk er mis- munandi og það eru ekki allir gefnir fyrir sömu íþróttirnar. Hver og einn þarf því að finna sína ástríðu og til þess þarf að prófa nóg af ólíkum íþróttum,“ segir hann. „Eftir að fólk hefur fundið sína íþrótt þarf líka að átta sig á að í íþróttum, eins og öllu öðru, ganga hlutirnir misjafnlega og ekkert er gefið. Ég hef líka uppgötvað hvað forgangsröðun er mikilvæg, því maður er alltaf að forgangsraða því sem mann langar mest í núna á móti því sem mann langar mest í, punktur,“ segir Júlían. „Þá verða fórnir hluti af þessu.“ Lyftingar, vinna, barn og nám Það er nóg fram undan hjá Júlían á nýju ári. Næsta stórmót er Evrópumeistaramótið í maí og Júlían stefnir á að koma heim með Evrópumeistaratitilinn. „Það verður ekkert gefið eftir og þetta ár fer í að tryggja mér farmiða á heimsleikana sem fara fram á næsta ári, en þeir eru haldnir fjórða hvert ár,“ segir Júlían. „Til þess þarf ég að stimpla inn góðan árangur á heimslista og tryggja mér sæti á heimsmeistara- mótinu í lok ársins. Ég er bjart- sýnn á að það gangi, en maður þarf að vinna fyrir þessu, mæta og gera sitt. Minn æðsti draumur er svo að verða heimsmeistari.“ En Júlían er ekki bara upptekinn við kraftlyftingarnar. Hann og Ellen Ýr, kærasta hans, eiga von á barni í mars, svo að föðurhlut- verkið heldur honum líka upp- teknum á nýju ári. „Það er rosalega spennandi. Við búum tvö saman núna og hlökk- um til að stækka fjölskylduna,“ segir hann. Þar fyrir utan vinnur Júlían hlutastörf sem hann púslar í kringum æfingarnar. Hann hefur lengi unnið á Listasafni Einars Jónssonar en nú er hann aðallega að vinna sem ráðgjafi á Stuðlum. „Það er hluti af þessu, ég get ekki verið atvinnumaður í þessari íþrótt. Það getur verið vinna að púsla þessum öllu saman en ég hef lært þetta, að forgangsraða og púsla saman tíma,“ segir Júlían. „Ég get ekki sagt að ég hafi tíma fyrir nein áhugamál en ég hef lagt stund á nám í sagnfræði við Háskóla Íslands, þó að ég hafi reyndar tekið hlé í aðdraganda HM. En mér finnst það mjög áhugavert og dropinn holar steininn.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . JA N ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.