Fréttablaðið - 07.01.2020, Síða 40
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
Hauks Arnar
Birgissonar
BAKÞANKAR
Skúbb ísgerð
Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík
Ístertur
Opið til 16:00 í dag
Samkvæmt niðurstöðum afar óvísindalegrar rannsóknar minnar á samfélagsmiðlun-
um, er konum umhugað um útlit
vinkvenna sinna. Ég efast ekki
um að karlar hugsi líka um útlitið
en það ber minna á því.
Í hvert sinn sem stúlka á aldr-
inum 20-50 ára setur inn mynd
af sér á samfélagsmiðil keppast
vinkonurnar við að hæla útlitinu.
„Fallegust“, „sæta mín“ og „sæta,
sæta“ sést gjarnan við þessi til-
efni. Þetta er hið besta mál og
sprottið af velvilja einum saman.
Það vekur hins vegar athygli
mína að strákar gera þetta ekki.
Hvorki gagnvart vinum sínum né
vinkonum. „Þú ert sætastur“ eða
„fallegi vinur minn“ eru athuga-
semdir sem ég hef aldrei séð á
Facebook-veggjum vina minna og
eru þeir þó langt frá því að vera
allir ljótir. Yfirlýsingin „f lottur!“
er eins langt og nokkur gaur
er tilbúinn að ganga í þessum
efnum.
Reglulega birtast fréttir þess
efnis að líkamsmynd stúlkna fari
versnandi. Það er alls ekki gott
að heyra og mikilvægt að sporna
gegn því. Orsakirnar eru lík-
legast margvíslegar en þær stafa
ekki síður frá konum en körlum.
Konur gera glæsilegt útlit annarra
kvenna að umtalsefni, ekki síður
en karlar. Jafnvel oftar.
Á sama tíma og fullyrt er að
útlit kvenna eigi ekki að skipta
máli keppast konur við að hrósa
hver annarri fyrir útlitið. Af
hverju er það? Þótt um hrós sé að
ræða, getur verið að fókusinn á
fegurðina eigi sinn þátt í versn-
andi sjálfsmynd? Og hvað gerist
þegar hrósin eru ekki nógu mörg
eða þau hætta að berast? Það
kann að vera óþægilegt að horfast
í augu við það en líklegast erum
við lent í vítahring.
Sætust