Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 6
Aðeins sjö þúsund Danir eru eftir í Slésvík-Holtseta- landi. Starfsfólk óskast við forprófun PISA rannsóknarinnar Menntamálastofnun leitar að starfsfólki við alþjóðlega menntarannsókn OECD sem nefnist PISA (Programme for International Student Assessment). Um er að ræða verktöku í mars og apríl 2020 og felst verkefnið í fyrirlögn prófsins í 10. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og kóðun á opnum svörum nemenda. Starfið krefst reynslu af starfi með unglingum, góðrar tölvu- og enskukunnáttu og skipulags- og samstarfshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Umsóknir skulu sendar á netfangið svanhildur.steinarsdottir@mms.is. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Svanhildi í síma 514-7500 eða með tölvupósti. Starfsfólk óskast við forprófun PISA rannsóknarinnar Menntamálastofnun leitar að starfsfólki við alþjóðlega menntarannsókn OECD sem nefnist PISA (Programme for International Student Assessment). Um er að ræða verktöku í mars og apríl 2020 og felst verk- efnið í fyrirlögn prófsins í 10. bekk grunnskóla á höfuðborg- arsvæðinu og kóðun á opnum svörum nemenda. Sta fið krefst reynslu af starfi með unglingum, góðrar tölvu- og enskukunnáttu og skipulags- og samstarfshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á háskólastigi. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Umsóknir skulu sendar á netfa gið svanhildur.steinars ottir@mms.is. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Svanhildi í síma 514-7500 eða með tölvupósti. DANMÖRK Martin Henriksen, þing- maður Danska þjóðarf lokksins í Kaupmannahöfn, hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir ummæli sín um Suður-Slésvík. Hann vonast til þess að Danmörk fái héraðið aftur frá Þjóðverjum. „Ég vona að Suður-Slésvík komi einn daginn aftur heim til Dan- merkur. Það eru enn margir Danir í Þýskalandi. Við Danir erum börn Danmerkur og börn eiga heima hjá foreldrum sínum,“ sagði Henriksen á samfélagsmiðlum. Tilefni færslunnar var að 100 ár eru síðan þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin í Slésvík, sem leiddi til þess að norðurhlutanum var skilað til Danmerkur en suðurhlutinn varð áfram þýskur. „Þetta var fal- legur og sögulegur atburður fyrir allt landið,“ sagði Henriksen en viðurkenndi jafnframt að ólíklegt væri að af þessu yrði. Danir misstu þýsku héruðin Slés- vík, Holtsetaland og Lauenburg þegar Prússaher, undir stjórn Otto von Bismarck, réðst inn í héruðin árið 1864. Var það hluti af samein- ingarstríðum Þýskalands. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna. Suður-Slésvík er í dag hluti af f ylkinu Slésvík-Holtsetalandi. Aðeins eru rúmlega sjö þúsund Danir eftir í héruðunum, af tæplega þremur milljónum íbúa. Uppátæki Henriksen er ekki eins- dæmi. Fyrir tveimur árum talaði Sören Espersen, þingmaður Danska þjóðarflokksins, um að Danir ættu að sækja Suður-Slésvík. „Ég er orðlaus,“ sagði Ejler Schutt, leiðtogi f lokksins í Norður-Slésvík, og benti á að samskipti yfir landa- mærin væru mjög góð, bæði menn- ingarleg og viðskiptaleg. „Það ætti að segja Henriksen og Espersen til syndanna,“ sagði hann. – khg Þingmaður Þjóðarflokksins vill innlima Suður-Slésvík Henriksen var harðlega gagnrýndur eftir ummælin. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA NOREGUR Framfaraf lokkurinn í Noregi gekk í gær úr ríkisstjórn landsins. Siv Jensen, formaður flokksins, sagði á blaðamannafundi að ekki hefði tekist að ná fram nógu mörgum af stefnumálum flokksins til að það réttlætti stjórnarsetuna. Þar með lýkur rúmlega sex ára stjórnarsetu Framfaraflokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá Framfaraflokknum var mál norsk- pakistanskrar konu sem var f lutt til Noregs ásamt tveimur börnum sínum úr f lóttamannabúðum í Sýrlandi. Hefur konan tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Erna Solberg mun sitja áfram sem fors tisráðherra en mun nú leiða minnihlutastjórn. Auk Hægri flokks Ernu eiga Kristilegi þjóðarflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn Ven- stre sæti í stjórninni. Carl I. Hagen, sem var formaður Framfaraf lok ksins 1978-2006, sagði í samtali við NRK að Erna Sol- berg hefði stungið flokkinn í bakið. Forsætisráðherrann hefði hallað sér meira að hinum stjórnarflokk- unum. Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, sagðist ótt- ast að Framfaraf lokkurinn fengi meiri völd með því að ganga úr ríkis- stjórninni. Flokkurinn verði áfram í lykilstöðu þar sem ríkisstjórnin þurfi að treysta á stuðning hans. – sar Framfaraflokkurinn úr stjórninni HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir birti í gær klínískar leiðbeiningar um meðferð fullorðinna einstaklinga með offitu. Þær voru unnar af FFO, Félagi fagfólks um offitu, og að komu læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, næringarfræðingar og hreyfistjórar innan heilsugæslunn- ar, Landspítalans, Reykjalundar og Heilsuborgar. Í leiðbeiningunum er offita skil- greind sem langvinnur efnaskipta- sjúkdómur. Þegar hafa verið gefnar út leiðbeiningar vegna offitu barna og unglinga. Fyrr í mánuðinum ræddi Frétta- blaðið við Sólveigu Sigurðardóttur, forseta evrópsku sjúklingasam- takanna fyrir offitu, EASO-ECPO. Kom þar meðal annars fram að mál tengd offitu þokuðust hægt innan íslenska heilbrigðiskerfisins, meðal annars vegna skorts á leiðbeining- unum en þær hafa verið þrjú ár í vinnslu. – khg Klínískar leiðbeiningar um offitu birtar Offita er skilgreind sem langvinnur efnaskiptasjúkdómur. MYND/GETTY Í leiðbeiningunum er offita skilgreind sem lang- vinnur efnaskiptasjúk- dómur. K JARAMÁL Samninganefnd Ef l- ingar mun ekki eiga f leiri fundi með samninganefnd Reykjavíkur- borgar nema þá fundi sem krafist er af Ríkissáttasemjara. Í bréfi sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi á Dag B. Eggertsson borgarstjóra segir að ástæðan sé trúnaðarbrot samninganefndar borgarinnar. Um sé að ræða brot sem varðar sektum og skaðabótum. Brotið meinta er frétt Spegilsins á Rás 1 síðastliðinn föstudag þar sem segir að Ef ling fari fram á desem- beruppbót upp á tæpar 400 þúsund krónur ásamt launahækkunum sem gangi mun lengra en samið var um í lífskjarasamningunum í fyrra. Út þessa viku stendur y f ir atkvæðagreiðsla innan Ef lingar um verkföll rúmlega 1.800 starfs- manna stéttarfélagsins hjá borg- inni. Ótímabundið verkfall mun svo taka við eftir 17. febrúar ef ekki tekst að semja. Telur Sólveig Anna skynsamlegt að samningaviðræður fari hér eftir fram fyrir opnum tjöldum og með beinni aðkomu borgarstjóra. Hefur hann verið boðaður á opinn fund á morgun í Iðnó. Er einnig farið fram á að Dagur axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndarinnar. „Við erum hér. Við erum á leið- inni í verkfall. Við munum berjast þangað til við höfum verið viður- kennd og okkur tryggt mannsæm- andi viðurværi,“ segir Sólveig Anna. „Borgin er í okkar höndum!“ Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur- borgar, kannast ekki við að upplýs- ingum hafi verið lekið í Spegilinn. „Kröfur Eflingar má lesa á vefsíðu þeirra. Ég veit ekki í hvaða heim- ildarmann er verið að vísa, sá gæti hafa lesið þessar kröfur á heimasíðu þeirra,“ segir hún. Harpa, sem gegndi starfi for- stöðumanns kjaramálasviðs Efling- ar í 15 ár, var ekki búin að lesa bréfið þegar Fréttablaðið hafði samband við hana. Hún segir hins vegar auð- velt fyrir hvern sem er að reikna út krónutölur úr kröfum Eflingar. „Mér þykir leitt að umræðan sé komin á þetta stig. Ég bíð bara við símann eftir að Ríkissáttasemjari boði til fundar,“ segir Harpa. „Við vinnum eftir skýrum leikreglum. Við erum á fullu að hitta viðsemj- endur og Ef ling er bara einn af þeim.“ arib@frettabladid.is Efling boðar borgarstjóra á opinn samningafund í Iðnó Efling vill að samningaviðræður sínar við borgina fari hér eftir fram fyrir opnum tjöldum og að borgar- stjóri komi að málum. Formaður samninganefndar borgarinnar hafnar ásökunum um trúnaðarbrot. Atkvæðagreiðsla um verkföll Eflingarfólks hjá borginni stendur en aðgerðir gætu hafist í byrjun febrúar. Eflingarbíllinn verður á ferðinni í vikunni en þar verður hægt að greiða atkvæði um verkföll. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég veit ekki í hvaða heimildarmann er verið að vísa, sá gæti hafa lesið þessar kröfur á heima- síðu þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samn- inganefndar Reykjavíkurborgar Siv Jensen og flokksfélagar ræða við blaðamenn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 2 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.