Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 24
ÉG ÓSKAÐI ÞESS MARGOFT AÐ ÉG HEFÐI FREKAR FENGIÐ AÐ HORFA Á FYRRI PARTINN AFTUR. LEIKHÚS Helgi Þór rofnar Tyrfingur Tyrfingsson Borgarleikhúsið Leikstjórn: Stefán Jónsson Leikarar: Hilmar Guðjónsson, Þur- íður Blær Jóhannsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Erlen Isabella Einars- dóttir og Kári Gíslason Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Tónlist: Magnús Jóhann Ragnars- son Myndband: Elmar Þórarinsson Leikgervi: Margrét Benedikts- dóttir Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson Fimmta leikrit Tyrfings Tyrfings- sonar í Borgarleikhúsinu hefst á notalegu atriði þar sem Hilmar Guðjónsson, í hlutverki Helga Þórs, er að farða lík á útfararstofu föður síns. En friðurinn er úti þegar Jón, faðir hans, kemur úr læknisskoðun í Hamraborginni, stútfullur af nýjum sjúkdómum og með áríð- andi forspá um framtíð sonar síns. Nú þarf útfararstjórinn ekki lengur að sækja djöfullega spádóma á mið- ilsfundum því til hagræðingar og sparnaðar birtast þeir honum nú endurgjaldslaust í eigin draumum. Og það er ekki lítið sem þarf að ótt- ast; bruni, dauði og afskorin tunga. Ráðning draumsins er augljós, feigð og skelfing vofa yfir Helga Þór nema hann starfi áfram sem þræll og þjónn föður síns, eina mannsins sem veitt getur honum fullnægjandi vernd gegn eigin spádómi. Tyrfingur leikur sér hér með ótrúlega lífseiga trú þjóðarinnar á hið yfirnáttúrulega og vekur upp réttmætar spurningar um hversu mikinn þátt við eigum sjálf í því að láta spádóma rætast. Verkinu er stillt upp líkt og grískum harmleik þar sem örlögin eru óumflýjanleg og allar tilraunir til að flýja dæmdar til þess eins að gera endalokin enn skelfilegri. Sterkur fyrri hluti Fyrir okkur sem ekki erum mjög upptekin af því að bjarga heim- inum og erum til í örstutt frí frá umræðunni um hlýnun jarðar er fyrri hluti handritsins nánast upp á fimm stjörnur. Gróft orðfæri, beitt hnyttni, þétt samtöl og næm ádeila höfundar á þau atriði sem sam- félagið hefur komið sér saman um að ekki megi lasta, líkt og til dæmis tíða tölvupósta frá hressa liðinu í foreldrafélaginu, hreinlega lyfta áhorfendum ítrekað upp úr sætum sínum og senda þá brosandi fram í hléi. Eftir hlé verða hins vegar mikil skil í verkinu, það er nánast eins og það sé skrifað og leikstýrt af einhverjum öðrum. Leikararnir bókstaf lega öskra línurnar sínar á löngum köflum á milli þess sem með óspennandi dramatísk ri hljóðmynd er gerð vonlaus til- raun til að færa einhverja spennu í framvinduna. Saga áhugaverðu einstaklinganna sem kynntir voru fyrir hlé raknar einhvern veginn upp og ég óskaði þess margoft að ég hefði frekar fengið að horfa á fyrri partinn aftur. Þó skal tekið fram að seinna söngatriði Hilmars Guðjóns- sonar í nútímalegu jarðarförinni var mjög flott. Misjafn leikur Þeir Hilmar Guðjónsson og Hjörtur Jóhann Jónsson halda áhorfendum á tánum með góðum leik og miklum frumleika í glæsilegri textameð- ferð sinni. Það er vart nokkuð sem kemur upp í hugann sem betur hefði mátt fara. Hjörtur leikur bak- ara sem er áhugasamur kynlífsiðk- andi án þess þó að vera mjög opin- skár eða öruggur um hvatir sínar og tilfinningar. Draumur bakarans er að innrétta bar í barnaherberginu og bjóða Helga Þór að búa með sér. Hirti tekst vel upp með að halda forvitni áhorfenda um hvort ást bakarans á Helga Þór sé sönn eða hvort annars konar hvatir búi að baki, eins og til dæmis að taka við drottnunarhlutverki Jóns útfarar- stjóra yfir syni sínum. Bergur Þór Ingólfsson leikur Jón útfararstjóra, föður Helga Þórs. Það var margt sem truflaði mig við túlk- unina, Bergur Þór lék af of miklum krafti, ekki síst raddlega, en með öskrinu fauk það vald sem hóflegri raddbeitingu hefði getað fylgt og hlutverkið kallaði eftir. Engin ógn stafaði heldur af líkamsbeitingu Bergs og bjánalegt gervið gerði svo út af við trúverðugleika hans. Þessu til viðbótar var fjarstæðu- kennt að ætla áhorfendum að trúa því að Bergur gæti haft Hjört undir í viðureign þeirra. Einnig var bak- grunnur Bergs frekar óskýr af hálfu höfundar. Þarna hefðu leikstjóri og höfundur verksins átt að fara aðrar leiðir og dýpri. Þuríður Blær Jóhannsdóttir leik- ur Katrínu sem átt hefur í einnar nætur kynnum við Helga Þór. Þau hittast aftur í byrjun verksins á útfararstofunni þar sem Helgi Þór er að farða föður Katrínar, glæpa- manninn sem þeir feðgar jarða síðar í sýningunni. Textameðferð Þuríðar var of hæg, tilbreytingar- laus og dramatísk í upphafi verks- ins en lifnaði þó svolítið þegar á leið. Þá var líkamsbeiting hennar of sterk og naumt skammtaður búningurinn bætti ekki það sem á skorti í kynþokka hennar á sviði en mátti hins vegar sjá í mjög flottum myndbandsbrotunum af henni og Hilmari. Það vantaði einfaldlega meiri viðkvæmni og varnarleysi í túlkunina líkt og texti Tyrfings gefur til kynna þegar Katrín veit ekki einu sinni sjálf hvernig henni líður. Þó ber að nefna að atriðin þar sem Helgi Þór og Katrín fantasera um smáborgaraháttinn sem þau þykjast fyrirlíta, en þrá framar öllu, voru tvímælalaust meðal hápunkta sýningarinnar og báðum leikurum til sóma. Leikmyndin Grétars Reynissonar þjónaði verkinu vel þó ég hefði frekar viljað sjá þykkari hurðir á ofnunum en tilgerðarlegan bjarma og reyk sem gjarnan hefði mátt fín- stilla betur. Bryndís Loftsdóttir NIÐURSTAÐA: Tyrfingur heldur stöðu sinni sem óþægur og frumlegur höfundur. Þétt og skemmtilegt verk framan af en missir flugið í seinni hluta. Drottnunarmáttur dulspekinnar Fyrri hluti handritsins er nánast upp á fimm stjörnur, segir gagnrýnandi um Helgi Þór rofnar. Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 21. JANÚAR 2020 Hvað? Má bjóða þér poka? Hvenær? 13.00-16.00 Hvar? Minjasafnið Akureyri Plastpokarnir tóku við hlut- verki innkaupanetanna og hafa fylgt okkur fram til þessa dags en verða nú hluti af því sem söfn geyma. Lesa má verslunar- og þjónustusögu Akureyrar að hluta til í plastpokum. Hvað? Tango milonga Hvenær? 20.30-22.30 Hvar? Iðnó Argentínskur tangó dunar. Dj er Daði og gestgjafi er Dísa. Hvað? Agnar Már Magnússon tríó Hvenær? 20.30 Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu 28 Með Agnari Má leika þeir Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hem- stock á trommur. Þeir f lytja nýjar útsetningar af þjóðlögum og rímum útfærðum fyrir píanótríó. Aðgangur er ókeypis. Hvað? Merkismenn í sögu staðar og lands Hvenær? 20.00 Hvar? Snorrastofa, Reykholti Borgarfirði Fyrirlestur sr. Geirs Waage sóknarprests í Reykholti fjallar um Reykholt á árunum 1569 til 1807, þegar staðurinn var setinn af svonefndum Reykhyltingum. Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. Séra Geir Waage heldur erindi um fyrirrennara sína í Reykholti á vegum Snorrastofu. 2 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.