Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 18
Ef neglur eru inn- grónar þarf að leita til fótaaðgerðasérfræð- ings. Sömuleiðis ef sveppasýning hefur komist í nögl og hún þykknað. Margir venja sig á að ganga mikið berfættir, sérstak-lega í góðu veðri á sólar- strönd. Það getur krafist heilmik- illar umhirðu. Fótsnyrting er ekki dekur heldur nauðsynleg til að fjarlægja harða og sprungna húð og þurr naglabönd. Einnig þarf að klippa neglurnar reglulega. Það er mjög gott að fara annað slagið til fótasérfræðings og gæta svo vel að umhirðunni þess á milli. Þegar fótsnyrtingin hefst byrjar hún á góðu fótabaði með mýkjandi sápu. Fæturnir eru í baði í tíu mínútur áður en snyrtingin hefst. Baðið mýkir húðina. Ef góð sápa er sett í vatnið hefur hún mjög góð áhrif á harða húð en mjög gott ráð er að setja líka smávegis af ólífu- eða kókosolíu út í vatnið. Eftir baðið þarf að fjarlægja alla harða húð en gæta verður þess að fjarlægja ekki of mikið svo ekki myndist sár. Vinna þarf á sprunginni og harðri húð með mjúkum höndum. Ekki er gott að vera of harðhentur. Til að laga naglaböndin er hægt að nota þurrt handklæði og nudda vel yfir neglurnar. Einnig er hægt að nota sérstök naglabandaskæri. Loks Huga þarf að tánum í vetrarkulda Þegar kólnar í veðri þarf að gæta vel að húðinni. Andlitið er viðkvæmt fyrir frosti en fæturnir þurfa ekki síð- ur umhirðu. Þeir verða oft þurrir eða sprungnir. Þá getur fagfólk bjargað. Það getur verið afslappandi og þægilegt að leggjast í stólinn hjá fótaaðgerðar- fræðingi eða snyrtifræðingi í fótadekur. MYND/GETTY Fæturnir verða mjög mjúkir og fínir eftir heimsókn til fótaaðgerðafræðings sem kann réttu tökin við umhirðuna. þarf að klippa fallega allar neglur en ekki má klippa þær of stuttar. Það getur verið sársaukafullt ef klippt er ofan í skinnið. Klippið neglurnar beint yfir en ekki í boga. Ef neglur eru inngrónar þarf að leita til fótaaðgerðasérfræðings. Sömuleiðis ef sveppasýning hefur komist í nögl og hún þykknað. Best er að sýna húðlækni sveppa- sýkingu því mikilvægt getur verið að fara á sérstakan lyfjakúr til að koma í veg fyrir að sýkingin breiði úr sér. Þegar naglasnyrtingunni er lokið þarf að nudda fæturna með góðu fótakremi þannig að þeir verði mjúkir. Kókosolía er góð á fæturna. Fallegt naglalakk setur endapunktinn á fótsnyrtinguna. Þá er rétt að minna á að eftir hverja sturtu þarf að þurrka vel á milli tána. Margir ganga alltaf berfættir heima hjá sér. Það er miklu þægi- legra að ganga þannig um þegar maður veit að fæturnir eru vel hirtir og neglurnar fallega lakk- aðar. Það á auðvitað líka við í sundi, leikfimi eða á sólarströnd. DAG HVERN LESA 96.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP APR-JÚN 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 FRÉTTABLAÐIÐ - MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.