Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÉG ÁTTI UPPI Á
HÁALOFTI HEIMA
HEILAN BUNKA AF GÖMLUM
NATIONAL GEOGRAPHIC
BLÖÐUM SEM PABBI VAR
ÁSKRIFANDI AÐ Í GAMLA DAGA.
Einn daginn var ég í heim-sókn hjá vinkonu minni Söru Riel og uppi á vegg heima hjá henni hangir ein mynd eftir Sigríði Níelsdóttur, sem er einn-
ig þekkt sem Amma Lo-Fi. Þegar ég
kom auga á hana þá small eitthvað
hjá mér og ég fékk hálfgerða upp-
ljómun. Ég átti uppi á háalofti heima
heilan bunka af gömlum National
Geographic blöðum sem pabbi var
áskrifandi að í gamla daga. Ég fann
loksins tíma til að byrja að vinna í
þessu,“ segir Valdís Thor, ljósmynd-
ari og listakona.
Tekur ofan fyrir Sigríði
Þegar Valdís var komin með ágætis
magn af myndum ákvað hún að
heyra í aðstandendum 12 tóna og
sjá hvort áhugi væri fyrir hendi af
þeirra hálfu á að hún setti upp sýn-
ingu hjá þeim.
„Staðsetningin varð fyrir valinu
vegna þess að Sigríður sýndi oft hjá
12 tónum. Þessi sýning er því bæði
innblásin af henni og með því að
sýna þarna langar mig að senda
henni smá kveðju og taka ofan fyrir
henni,“ segir hún.
Valdís er menntaður ljósmyndari
og starfaði sem slíkur um nokkurt
skeið.
„Þó ég hafi ekki starfað sem ljós-
myndari í dálítinn tíma þá var þetta
rosalega góð leið fyrir mig til að
halda áfram að þjálfa augað. Maður
þarf að horfa í mynduppbyggingu
og reyna að láta myndirnar segja
einhverja smá sögu til að þær gangi
upp,“ segir Valdís.
Heldur ótrauð áfram
Hún segist reyna eftir fremsta megni
að láta viðfangsefni myndanna tala
saman, ef svo mætti að orði komast.
„Þær eru margar sem ég er rosa
ánægð með. Ég vinn dálítið með
dýr á móti mönnum. Svo getur þetta
verið smá ádeila líka. Það snýst auð-
vitað um hvað þér finnst myndin
segja. Fólk getur lesið mismunandi
út úr þeim. Það er ein mynd sem ég
gerði með kengúrum, hún var gerð
þegar umræðan um skógareldana
í Ástralíu var í brennidepli. Þar
situr kengúra á steini við brimið. Sú
mynd finnst mér mjög táknræn.“
Hún segist ætla halda áfram í
klippimyndagerðinni á meðan hún
hefur ánægju af.
„Á meðan ég hef gaman af þessu
þá held ég ótrauð áfram. Það væri
skemmtilegt að vinna með annan
efnivið eða aðra gerð af tímaritum,
nú og jafnvel blanda saman áferð-
um, klippimyndum og málverki. En
það kemur í ljós. Svo hef alltaf haft
ljósmyndunina á hliðarlínunni hjá
mér. Ég nota hana meira í sköpun en
vinnu,“ segir hún.
Hjálp frá fjölskyldu og vinum
Hún vinnur nú hörðum höndum að
því að gera fleiri myndir til að setja
upp, þannig að gera má ráð fyrir að
sýningin sé breytileg, eða í stöðugri
þróun.
„Í augnablikinu er ég að vinna að
því að gera fleiri myndir til að setja
upp í 12 tónum, opnunin síðast-
liðinn laugardag gekk vel og flestar
myndirnar seldust. Það væri gaman
að gera nokkrar í viðbót og setja upp
því sýningin verður opin út janúar,“
segir Valdís.
Hún segist alltaf hafa dáðst að
þeim sem leggja allt sitt í að lifa á því
sem þau elska að gera, hvort sem það
er myndlist eða eitthvað annað.
„Ætli ég hafi ekki alltaf viljað
prófa að láta svoleiðis draum ganga
upp. Ég horfi stundum á Where the
wild men are með Ben Fogle og það
er enginn smá innblástur fólginn í
því að sjá hvað einstaklingar leggja
á sig til að finna sína eigin hamingju.
Annars hefði sýningin aldrei verið
möguleg nema með hjálp fjölskyldu
minnar og vina. Svo er ekkert betra
en að sýna þriggja ára dóttur minni
mynd og fá að sjá hversu einlæg við-
brögð hennar eru. Hún er harðasti
gagnrýnandinn.“
Sýningin er í 12 tónum við Skóla-
vörðustíg 15 og stendur út janúar.
steingerdur@frettabladid.is
Dóttirin er harðasti
gagnrýnandinn
Valdís opnaði sýningu á klippimyndum í 12 tónum um helgina.
Fékk innblástur frá mynd eftir Sigríði Níelsdóttur sem hún sá hjá
vinkonu sinni. Hún reynir að láta myndirnar segja einhverja sögu.
Valdís varð fyrir hugljómun þegar hún sá mynd eftir Ömmu Lo-Fi hjá vinkonu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Valdís reynir að blanda saman heimi dýra og manna í klippimyndunum.
FRÉTTABLAÐIÐ.IS
frettabladid.is
er með þér
á EM!
frettabladid.is færir
landsmönnum fréttir daglega
frá EM í handbolta!
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
2 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð