Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 2
Veður
Suðvestan 13-23 m/s, hvassast
um landið norðvestanvert. Víða
él, en yfirleitt skýjað með köflum
austanlands. Hiti kringum frost-
mark. SJÁ SÍÐU 14
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
SUMARDVÖL VIÐ GARDA
ÍTALÍA HEILLAR
GISTING Á 4* HÓTELI, GÖNGUFERÐIR
OG SKOÐUNARFERÐIR, VIÐ EITT
FALLEGASTA STÖÐUVATN ÍTALÍU
10. - 17. JÚNÍ
7 NÆTUR OG 8 DAGAR
Viðurkenning frá UNICEF
ÍÞRÓTTIR Óvenjulegar nágranna-
erjur skekja nú Faxafen 12 sem
leng i hef u r ver ið höf uðv íg i
íslenskrar skáklistar. Þar hafa Tafl-
félag Reykjavíkur og Skáksamband
Íslands verið til húsa í áratugi en að
auki hefur fjölbreytt atvinnustarf-
semi verið rekin í húsinu.
Skáklistin er iðja sem krefst mik-
illar einbeitingar og því eru skák-
menn mjög viðkvæmir fyrir hvers
kyns hávaða. Forsvarsmenn skák-
hreyfingarinnar hrósuðu því happi
þegar líkams- og hugræktarstöðin
Primal f lutti í næsta rými við aðal-
keppnissal Taflfélags Reykjavíkur.
Ástæðan var sú að sá kvittur
komst á kreik að stöðin hygðist
leggja áherslu á hugrækt og jóga,
sem í huga leikmanna ætti jú að
þýða ró og frið. Tvær grímur runnu
þó á skákmenn þegar í ljós kom
að um líkamsræktarstöð væri að
ræða þar sem hávær tónlist spilaði
stóra rullu. Botninn tók þó endan-
lega úr þegar dýrsleg öskur fóru að
berast úr salarkynnum nágrannans
á meðan mikilvægasta mót ársins
var í gangi.
Undanfarin misseri hafa for-
svarsmenn Taflfélags Reykjavíkur
og Primal reynt að höggva á hnút-
inn án þess að niðurstaða hafi feng-
ist. Eins og áður segir sauð í raun
upp úr í fjórðu umferð Skákþings
Reykjavíkur, elsta og virtasta móts
ársins í íslensku skáklífi, sem fram
fór í síðustu viku.
Á meðan tæplega sextíu skák-
menn á öllum aldri börðust til síð-
asta blóðdropa í huganum fór fram
tvöfaldur tími í því sem skákmenn
töldu að væri öskurjóga í salnum
við hliðina.
„Ég hef bara uppi efasemdir
um hvert við erum komin sem
samfélag,“ segir skákmeistarinn
Sigurbjörn Björnsson aðspurður
um hans upplifun af öskrunum.
Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjart-
ansson var beygður eftir umferð-
ina. „Þetta voru eins og óhljóð í
dýrum,“ segir Davíð.
Ríkharður Sveinsson, formaður
Taf lfélags Reykjavíkur, vildi þó
ekki gera mikið úr málinu og sagð-
ist bjartsýnn á að lausn fyndist.
Þór Guðnason, einn eigenda Pri-
mal, segir að forsvarsmenn líkams-
ræktarstöðvarinnar séu allir af vilja
gerðir til þess að leysa málið. „Ég
veit ekki hvaðan sá misskilningur
kom að við værum jógastöð. Það
eru vissulega kenndir jógatímar hjá
okkur en fyrst og fremst erum við
líkamsræktarstöð,“ segir Þór.
Hann segir að öskrin megi rekja
til námskeiðs í leikrænni tjáningu
sem hafi farið fram í salarkynnum
þeirra en því námskeiði sé lokið.
„Vandamálið er fyrst og fremst það
að salurinn sem við erum í var áður
í eigu taf lfélagsins. Þegar rýmið
var hólfað niður var ekki nægilega
vel gætt að hljóðeinangrun og því
er mjög hljóðbært á milli þessara
salarkynna. Það er eitthvað sem ég
vona að verði bætt úr,“ segir Þór.
bjornth@frettabladid.is
Skákmenn ósáttir við
hávært öskurnámskeið
Höfuðvígi skáklistarinnar í Faxafeni nötrar vegna háværrar tónlistar og öskra
frá fjölbreyttu námskeiðahaldi líkamsræktarstöðvarinnar Primal sem er í
sama húsi. Þetta voru eins og óhljóð í dýrum, segir bugaður skákmeistari.
Ég hef bara uppi efa-
semdir um hvert við
erum komin sem samfélag.
Sigurbjörn
Björnsson,
skákmeistari
Hávær öskur hafa sett strik í reikninginn hjá Taflfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VELFERÐARMÁL Þrjú smáhýsi fyrir
skjólststæðinga velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar mega standa á
horni Kjalarvogs og Kleppsmýrar-
vegar í hinni nýju Vogabyggð sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar Faxa-
flóahafna sem tók vel í erindi um að
breyta deiliskipulagi í þessu skyni.
„Svæðið sem um ræðir er tún
á borgarlandi og ekki í formlegri
notkun,“ segir í tillögu um breyt-
inguna á deiliskipulaginu. „Ekki er
gert ráð fyrir að búseta sé varanleg
notkun á lóðinni,“ segir þar enn-
fremur. – gar
Smáhýsi á túni
við Elliðavog
Horft yfir Elliðaárvoginn úr suðri.
SAMFÉLAG „Það hefur náðst alveg
ótrúlegur árangur í forvörnum á
Íslandi hjá unglingum. Þessi árang-
ur er orðinn heimsþekktur. Við
megum ekki sofna á verðinum og
glutra þessu niður,“ segir Ársæll Már
Arnarson, prófessor við menntavís-
indasvið Háskóla Íslands. Ársæll er
einn fyrirlesara á málþingi á vegum
IOGT sem haldið verður á Grand
Hóteli á morgun, aðgangur er frír
en skráningu lýkur í dag.
„Við höfum fylgst með þróuninni
frá því við byrjuðum að taka þátt í
Evrópsku vímuefnarannsókninni
árið 1995. Í fyrra var fyrsta árið
þar sem við sáum örlitla aukningu
í unglingadrykkju. Núna stöndum
við frammi fyrir þeirri áskorun að
glutra ekki niður okkar stórkostlega
árangri,“ segir Ársæll. Hvert ár sem
líður þar til unglingur fer að drekka
skiptir miklu fyrir heilsu út ævina.
Árni Guðmundsson, formaður
Foreldrasamtaka gegn áfengisaug-
lýsingum, heldur einnig erindi.
Hann segir áfengisframleiðendur
beina auglýsingum að ungmennum
í gegnum samfélagsmiðla.
„Þetta er heimur sem fullorðna
fólkið sér ekki mikið inn í. Ég efast
um að allir átti sig á því hversu
mikið er um þetta, það er ekki verið
að beina þessum auglýsingum að
fullorðnu fólki í sama mæli.“
Árni telur að vaxandi unglinga-
drykkju megi rekja til auglýsinga á
samfélagsmiðlum. „Við þurfum að
taka það mjög föstum tökum. Fíkn
er góð söluvara.“ – ab
Megum ekki
glutra niður
árangrinum
Í fyrra var fyrsta
árið þar sem við
sáum örlitla aukningu í
unglingadrykkju.
Ársæll Már Arnarson, prófessor
Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, voru í gær af hentar undirskriftir á tólfta þúsund Íslendinga úr of beldisvarnarátaki UNI-
CEF. Við sama tilefni af henti Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri samtakanna, Gísla Arnóri Víkingssyni, eiginmanni Guðrúnar Ögmundsdóttur
sem er nýlátin, viðurkenningu Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF, fyrir störf Guðrúnar í þágu barna heimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð