Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Almenningur
á Íslandi
vantreystir
allt of mörg-
um stofn-
unum sam-
félagsins.
Staða forseta-
embættisins
sýnir okkur
hins vegar að
svona þurfa
hlutirnir ekki
að vera.
Brýnt er að
huga að
forvörnum í
víðu sam-
hengi því
betra er heilt
en vel gróið.
Þessa viku stendur yfir ráðstefna Læknafélags Íslands, Læknadagar. Meðal annars er athygli beint að sykursýki 2 og offitu. Fjallað er um
sjúkdóminn offitu á breiðum grunni og nýjar leið-
beiningar um meðferð kynntar. Íslendingar eru
þyngstir allra Evrópuþjóða en 27% fullorðinna voru
með líkamsþyngdarstuðul 30 eða hærri árið 2017
samanborið við 12% árið 2002. Þá voru 20% 15 ára
unglinga of þungir árið 2014. Umfjöllunarefnið er
því afar mikilvægt en samtímis þarf öll umfjöllun
um holdafar að vera nærgætin og án fordóma.
Brýnt er að huga að forvörnum í víðu samhengi
því betra er heilt en vel gróið. Ekki síst er mikilvægt
að hver og einn hugi að því sem hægt er að gera fyrir
eigin heilsu. Því verður á Læknadögum boðið upp á
málþing ætlað almenningi og ber það yfirskriftina
Mín heilsa, mín jörð, mín ábyrgð. Þar verður fjallað
um samspil næringar og heilsu. Einnig verður fjallað
um áhrif mismunandi mataræðis á vistkerfi jarðar
en loftslagsbreytingarnar eru ógn við heilsu og heil-
brigðisþjónustu.
Á málþinginu munu sérfræðingar flytja erindi um
áhrif mismunandi mataræðis og hvaða mataræði er
líklegast til að hjálpa okkur að halda heilsu og um
leið að hugsa vel um jörðina. Rætt verður hvernig
umhverfi og markaðsöfl geta haft áhrif á val okkar
á næringu, ekki alltaf til góðs og hvernig við getum
breytt venjum. Skoðað verður af hverju ekki eitt
mataræði hentar öllum og sjónum beint að þeim
flóknu kerfum og öflum sem stýra þyngd, m.a.
streitu, svefni og þarmaflóru. Loks verður fjallað um
hvernig hægt er að gera breytingar til góðs á skyn-
saman hátt.
Málþingið verður haldið í Hörpu, sal Silfurbergi,
miðvikudaginn 22. janúar kl. 20-22. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Kæru landsmenn, hlúum að eigin heilsu, það er
hagur okkar og samfélagsins alls!
Næring, heilsa, umhverfi:
Málþing fyrir almenning
Alma D. Möller,
landlæknirNý tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
Kóngur á Bessastaði?
Það virðist fátt koma í veg fyrir
að Guðni Th. Jóhannesson
verði endurkjörinn forseti
Íslands. Það er samt lúmskt
gaman að máta hinn og þennan
í embættið. Stefán Ólafsson
Ef lingarprófessor nefndi til
sögunnar Kristján Berg Fiski
kóng. „Fulltrúi glaðværðar og
hollustu og nálægur á hverjum
degi í auglýsingatímum Ríkis
útvarpsins. Hann yrði án efa
sterkur frambjóðandi,“ hefur
hringbraut.is eftir Stefáni. Þetta
var greinilega ekki svo langsótt
en Fiskikóngurinn sjálfur segir í
athugasemd: „Hvernig spurðist
þetta út svona snemma?“
Góðu ráðin
Það er mjög sniðugt hjá Ef lingu
að boða borgarstjóra á opinn
fund um kjaraviðræðurnar.
Ekki nóg með að slíkt veiti
smá innsýn í kjaraviðræður
heldur stoppar það stjórnmála
mennina af við að fela sig á bak
við nafnlausa embættismenn í
svona óþægilegum málum eins
og hvað starfsmenn leikskóla
eiga skilið að lifa á miklu á mán
uði. Samkvæmt tekjublöðunum
tókst borgarstjóra að hækka
laun sín um meira en eina millj
ón króna á mánuði á fjórum
árum. Það er um að gera fyrir
Ef lingarfólkið að spyrja hann,
og meira að segja aðstoðarmann
hans, um einhver góð ráð við að
hækka laun.
arib@frettabladid.is
Fyrsta kjörtímabili Guðna Th. Jóhannes-sonar í embætti forseta Íslands lýkur nú í sumar. Enn sem komið er hefur enginn stigið fram og lýst yfir mótframboði en frestur til þess rennur út síðari hluta maí-mánaðar. Það er því enn nægur tími til
stefnu en sjálfur tilkynnti Guðni um sitt framboð í
byrjun maí fyrir fjórum árum.
Ný könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið er ekki beint til þess fallin að hvetja
mögulega mótframbjóðendur til dáða. Samkvæmt
könnuninni eru 80 prósent landsmanna ánægð
með störf Guðna sem forseta Íslands, þar af eru 57
prósent mjög ánægð. Aðeins um 6,5 prósent eru
óánægð með Guðna.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við mælingar
sem MMR hefur gert. Strax við embættistöku fyrir
fjórum árum mældist ánægja með störf Guðna tæp
70 prósent. Slíkar tölur sáust aldrei hjá forvera hans
á Bessastöðum. Ánægja með störf Guðna fór síðan
vaxandi og hefur síðustu þrjú árin verið á bilinu 75
til 85 prósent.
Guðni nýtur mikils trausts hjá nánast öllum
hópum þjóðfélagsins. Þannig mælist ánægja með
störf hans 70 prósent eða meira bæði hjá körlum og
konum, hjá öllum aldurshópum og hjá íbúum lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðis. Það sama má segja
um mismunandi tekjuhópa og greint eftir menntun.
Eini hópurinn sem virðist óánægður með störf
forsetans er stuðningsfólk Miðf lokksins. Þar eru 37
prósent óánægð en 34 prósent ánægð. Hér er freist-
andi að draga þá ályktun að Miðf lokksfólk sé ósátt
við að Guðni hafi ekki vísað þriðja orkupakkanum
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt hefði að vísu ekki
verið mögulegt samkvæmt stjórnarskrá þar sem um
þingsályktun var að ræða en ekki lög frá Alþingi.
Almenningur á Íslandi vantreystir allt of mörgum
stofnunum samfélagsins. Staða forsetaembættis-
ins sýnir okkur hins vegar að svona þurfa hlutirnir
ekki að vera. Sérstaklega er staða Alþingis slæm
og ekki útlit fyrir miklar breytingar á því í bráð.
Vissulega eru verkefni þings og forseta um margt
ólík og lengst af höfum við Íslendingar vanist því
að forseti sé hafinn yfir pólitískt þras. Hollt væri
þingmönnum hins vegar að minnast varnaðarorða
forseta við setningu Alþingis síðasta haust. Þar
vísaði hann í gamla visku þar sem varað er við því
að gera fólk eða f lokka á öndverðum meiði óðara að
svörnum óvinum.
Viðbrögð Guðna við þessum mikla stuðningi
meðal þjóðarinnar voru hógvær og auðmjúk eins
og von var á. Guðna hefur á þessu þremur og hálfa
ári sem hann hefur setið á Bessastöðum tekist að
skapa sátt um embættið. Þetta mikla traust sem
hann nýtur meðal þjóðarinnar er ekki sjálfgefið og
er merkilegt í ljósi þess að hann var kjörinn forseti
með tæpum 40 prósentum atkvæða. Spurningin nú
er bara hvort einhver þori í slaginn.
Hver þorir?
2 1 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN