Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 14
Margir stjórnendur kannast við það álag sem fylgir skiladags- etningum bókhalds eins og vegna virðisaukaskatts og ársuppgjörs. Tímaskortur vegna mikils álags í starfi, veikindi lykilstarfsmanna, breytingar á skattareglum og skilafrestir geta aukið á þessar áhyggjur. Útvistun bókhalds er því góður kostur til að létta af sér álagi og skapa aukinn tíma fyrir stjórnendur. „PwC Bókhald & laun kynnir nú nýjar rafrænar lausnir við færslu bókhalds,“ segir Vilborg Jóns- dóttir, sviðsstjóri PwC Bókhalds & launa. „Þar er bókhaldinu sinnt á einfaldan og öruggan hátt á meðan stjórnendur geta einbeitt sér að rekstrinum og fengið góða yfirsýn yfir stöðuna.“ Víðtæk reynsla PwC „Hjá PwC á Íslandi starfa um 120 manns við endurskoðun, bók- hald, fyrirtækja- og skattaráð- gjöf. Bókhald & laun er vaxandi þáttur í starfsemi PwC og nú starfa um 30 starfsmenn við bókhald og launavinnslur á skrifstofum okkar víða um land,“ segir Vil- borg. „Þessi hópur býr yfir langri og fjölbreyttri reynslu af bók- haldi, launavinnslu, uppgjöri og skattskilum. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á nálægð við viðskipta- vini og þjónustunni er sinnt á starfsstöðvum PwC í Reykjavík, Selfossi, Hvolsvelli, Vestmanna- eyjum, Reykjanesbæ, Akureyri og Húsavík. Þjónustan er auk þess persónu- leg, þar sem hver viðskiptavinur fær úthlutað sínum bókara,“ segir Vilborg. „Með því byggist upp þekking og reynsla á starfsemi við- skiptavinarins, þjónustan verður persónulegri og hún er löguð að þörfum hvers og eins.“ Rafræn bókhaldsþjónusta „PwC Bókhald & laun kynna nú nýja leið í bókhaldsþjónustu sem byggir á rafrænum lausnum og pappírslausu bókhaldi,“ segir Vilborg. „Við erum gríðarlega spennt fyrir þessari nýju þjónustu, sem mun opna ýmsa möguleika á aukinni þjónustu við viðskipta- vini okkar. Þjónustan felst í færslu fjár- hags-, viðskiptamanna- og lánar- drottnabókhalds,“ segir Vilborg. „Í grunninn byggir þjónustan á móttöku og sendingu rafrænna reikninga, innlestri reikninga og gagna á tölvutæku formi ásamt rafrænu samþykktarkerfi og bankalausnum. Stefnan er sett á pappírslaust bókhald, en gögn og reikningar á rafrænu formi eru um og yfir 90% allra færslna í bókhaldi í dag. Möppurnar heyra því sögunni til,“ segir Vilborg. „Þessi nýja þjónusta okkar býður upp á færslu bókhalds í rauntíma í stað bókunar á tveggja mánaða fresti í kringum virðis- aukaskattsskil eins og algengt er. Stjórnendur fá því betri yfirsýn og tækifæri til að bregðast hratt við þeim frávikum sem kunna að koma fram. Kerfið er hýst í skýjalausn og því aðgengilegt fyrir viðskipta- vini okkar hvar sem er í gegnum örugga innskráningu,“ útskýrir Vilborg. „Í þjónustunni felst einnig að skjalaskipti milli viðskiptavina og bókara verða einföld, þægileg og örugg. Mikilvægt er fyrir rekstraraðila að hafa góða yfirsýn yfir rekstur- inn á hverjum tíma og stjórnend- um býðst að hafa mælaborð með lykilupplýsingum úr rekstrinum sem hægt er að laga að þörfum hvers viðskiptavinar og uppfærist reglulega,“ bætir Vilborg við. Nánari upplýsingar um þjónust- una má finna á pwc.is/bokhald. Launavinnsla og uppgjör „Viðskiptavinahópur PwC Bók- halds & launa er mjög fjölbreyttur og verkefnin margbreytileg,“ segir Vilborg. „Auk þess að sinna bók- haldi sjáum við um útreikning launa og innsendingu skilagreina til skattyfirvalda og lífeyrissjóða fyrir fjölda fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Enn fremur sinnum við sér- fræðiþjónustu á sviði uppgjörs- mála, hvort sem um er að ræða gerð ársreikninga eða árshluta- reikninga,“ segir Vilborg. „Í tengslum við gerð ársreikninga bjóðum við upp á gerð skattfram- tala og skil á öllum þeim skýrslum sem skattyfirvöld óska eftir frá lögaðilum. Í stuttu máli má segja að við bjóðum upp á alla þjónustu til viðskiptavina sem þeir þurfa varðandi bókhald, laun, uppgjör og skattskil,“ útskýrir Vilborg. Ávinningur viðskiptavina „Það eru spennandi tímar fram undan hjá okkur með nýju raf- rænu lausninni,“ segir Vilborg. „Okkar ávinningur er að geta bætt þjónustu við viðskiptavini, minnkað kolefnisspor með papp- írslausu bókhaldi og að geta nýtt öflugan hóp okkar og þekkingu og reynslu starfsfólks óháð stað- setningu þess. Ávinningur viðskiptavina er margvíslegur, hann fær stöðu bókhaldsins uppfærða með reglubundnum hætti, tryggt er að gögnum sé skilað á réttum tíma, minni tími fer í utanumhald gagna og hann hefur tækifæri til að hafa betri yfirsýn yfir stöðu rekstursins á hverjum tíma,“ segir Vilborg. „Þannig léttum við álagi af við- skiptavinum okkar. Að lokum vil ég segja líkt og kynningarorð okkar um þjónust- una hljóma: Taktu skrefið inn í framtíðina með okkur, útvistaðu bókhaldinu og njóttu þess að hafa meiri tíma fyrir þig.“ Hjá PwC á Íslandi starfa um 120 manns við endurskoðun, bókhald og fyrirtækja- og skattaráðgjöf. Þar af starfa um 30 starfsmenn við bókhald og launavinnslu á skrifstofum PwC víða um land. Þau búa yfir langri og fjölbreyttri reynslu af bókhaldi, launavinnslu, uppgjöri og skattskilum og veita persónulega þjónustu sem er löguð að þörfum hvers og eins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PwC Bókhald & laun kynna nú nýja leið í bókhalds­ þjónustu sem byggir á rafrænum lausnum og pappírslausu bókhaldi. Við erum gríðarlega spennt fyrir þessari nýju þjónustu, sem mun opna ýmsa möguleika á auk­ inni þjónustu við við­ skiptavini okkar. Ávinningur viðskiptavina er margvíslegur, hann fær stöðu bókhaldsins uppfærða með reglu­ bundnum hætti, tryggt er að gögnum sé skilað á réttum tíma, minni tími fer í utanumhald gagna og hann hefur tækifæri til að hafa betri yfirsýn yfir stöðu rekstursins á hverjum tíma. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . JA N ÚA R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.