Fréttablaðið - 20.12.2019, Page 2
Veður
Áframhaldandi norðaustanátt
í dag, víða 10-15 m/s, en 15-20
norðvestan til á landinu og einnig á
Suðausturlandi um kvöldið. Slydda
eða snjókoma norðan- og austan-
lands, en yfirleitt þurrt sunnan
heiða. Hiti nálægt frostmarki, en
hiti að 6 stigum sunnanlands.
SJÁ SÍÐU 20
Íþróttafólk Reykjavíkur 2019
SAMFÉLAG „Ég var búinn að vera
að prófa mig áfram í þessu í tvö ár
en sagði svo upp í maí,“ segir Gísli
Rafn Guðmundsson. Hann er með
BS-gráðu í umhvefisskipulagi og
meistaragráðu í arkitektúr og starf-
aði sem borgarhönnuður í fimm ár
þar til hann ákvað að breyta til nú í
vor og elta sína nýju köllun. Andleg
málefni eiga nú hug hans allan.
„Ég fann einhvern veginn að
ég var farinn að missa áhugann á
faginu sem ég hafði haft svo mikla
ástríðu fyrir og þrátt fyrir að vera
í góðu starfi með fín laun þá varð
ég að fylgja hjartanu,“ segir hann.
„Það var stór ákvörðun fyrir mig
að hætta og mér fannst það skrítið
en á sama tíma hafði ég ekki val
því þetta kallaði það mikið á mig,“
bætir hann við.
„Þegar ég ákvað að gera þetta vissi
ég ekkert hvernig það myndi enda.
Ég hugsaði með mér að kannski yrði
þetta hræðilegt og kannski draumi
líkast og þetta er eiginlega eins og
draumur. Ég vissi ekki að lífið gæti
verið svona ótrúlega mikið ævin-
týri,“ segir hann og bætir við að þrátt
fyrir að hann vinni mikið sé hann
sjaldnast þreyttur og honum líði eins
og hann sé að leika sér en ekki vinna.
Gísli leiðir bæði hugleiðslur og
kakóathafnir. „Ég er með þrjár
gerðir af hóptímum, allt í samstarfi
við aðra aðila. Á þriðjudögum er
ég með Athvarf fyrir hugann sem
eru hugleiðslutímar, á mánu- og
fimmtudögum er ég með svokallaða
KAP-tíma og annan hvern miðviku-
dag er ég með möntrukakó, þar sem
við drekkum hreint kakó og kyrjum
möntrur.“
Aðspurður að því hvort breyt-
ingarnar í lífi hans hafi haft ein-
Sagði upp vinnunni og
stundar nú hugleiðslu
Gísli Rafn Guðmundsson er lærður landslagsarkitekt og borgarhönnuður.
Hann tók snarpa beygju í lífinu þegar hann sagði upp vinnunni og einbeitir
hann sér nú að andlegum málefnum og stundar hugleiðslu af fullum krafti.
hverjar fórnir í för með sér segir
Gísli að svo sé en að þær séu þess
virði. „Ég vissi að það myndu fylgja
þessu fórnir en þetta snýst líka um
fjárhagslegt frelsi og það er mikið
frelsi í því að vera með innkomu úr
ólíkum áttum. Ég átti engan vara-
sjóð og hafði ekkert sparað en ég
hafði komið mér þannig fyrir að ég
fæ inn leigutekjur og svo þegar mig
vantar pening get ég keyrt leigubíl.
Sonur minn býr hjá mér aðra hverja
viku svo að hina vikuna get ég nýtt
tímann í það að keyra til dæmis,“
segir hann.
„Þetta var stressandi en ég hugs-
aði með mér að það væri betra fyrir
okkur að ég sýni syni mínum að
maður geti elt draumana og eigi
ekki að láta neitt stoppa sig. Þetta
er mín köllun og ég þurfti að fylgja
henni. Kannski er þetta líka inn-
blástur fyrir fólk til að finna leið til
að lifa af því sem nærir það,“ segir
Gísli. birnadrofn@frettabladid.is
Gísli leiðir bæði hugleiðslu og möntrukakó. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þetta er mín köllun
og ég þurfti að
fylgja henni.
Gísli Rafn Guðmundsson
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
STJÓRNSÝSLA Kolbrún Halldórs-
dóttir, borgar f u llt r úi Flok k s
fólksins, telur að skoða þurfi hvort
óþarfa hindranir og bönn séu
við lýði þegar kemur að aðgengi
að borgarfulltrúum. Á borgar-
stjórnarfundi í vikunni var lagt
fram bréf Pawels Bartoszek, forseta
borgarstjórnar, þar sem hann gerði
athugasemd við að borgarfulltrúar
væru myndaðir án þeirra vitneskju
við athafnir daglegs lífs.
Þar var vísað í mynd Fréttablaðs-
ins í tengslum við fréttaflutning af
kostnaði við fundi borgarstjórnar.
Umrædd mynd sýndi Kolbrúnu
gæða sér á andalæri í matsal Ráð-
hússins en myndin var tekin í
gegnum glugga á byggingunni. Áður
hafði ljósmyndara blaðsins verið
meinað að taka myndir af borgar-
fulltrúum í mötuneytinu.
Kolbrún lagði fram bókun vegna
málsins á fundi borgarstjórnar.
Segir hún að það hafi verið ákveðin
reynsla að vera mynduð úr slíku
launsátri og að myndin hafi látið
hana líta illa út. Hún telur þó að
skaðlaust hefði verið að leyfa
myndatöku í sjálfum matsalnum
enda vakti málið mikla athygli í
fjölmiðlum.
Nefnir hún annað dæmi um áhorf-
endur sem sátu borgarstjórnarfund
nýlega og klöppuðu á einum tíma-
punkti á meðan á fundinum stóð.
Segir Kolbrún að fólkið hafi verið
ávítt og hótað brottvísun ef klappið
myndi endurtaka sig. Í bókun sinni
benti Kolbrún á að markmið borg-
arstjórnar ætti að vera að tryggja
gegnsæi og aðgengi. – bþ
Skoða óþarfa
boð og bönn
Kolbrún Baldurs
dóttir, borgar
fulltrúi.
Kraftlyftingamaðurinn Julian Jóhann Karl Jóhannsson og knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir voru í gær valin íþróttafólk Reykjavíkur.
Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur frá árinu 1979 valið íþróttamann og -lið Reykjavíkur og var hátíðin nú haldin í fertugasta og fyrsta
sinn. Körfuknattleikslið kvenna hjá Val og karla hjá KR voru valin íþróttalið Reykjavíkur. Verðlaunin voru veitt í Ráðhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið
dæmt til að greiða fyrrverandi
starfsmanni Hag stofu Ís lands tæpar
fimm milljónir króna auk dráttar-
vaxta vegna ó lög mætrar upp sagnar.
Hag stofan bar við að nauð syn-
legt hefði verið að ráðast í skipu-
lags breytingar til þess að bæta við
þekkingu.
Þetta taldi starfsmaðurinn vera
á virðingu um að hann væri ekki
talinn starfi sínu vaxinn. Sem
opin berum starfs manni hefði Hag-
stofunni borið skylda til að veita
honum á minningu áður en til upp-
sagnarinnar kom.
Nánar á frettabladid.is. – gis
Íslenska ríkið
dæmt bótaskylt
Uppsögn var dæmd ólögmæt.
2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð