Fréttablaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 14
Planið var að fjölskyldan myndi flytja út til mín en þegar það lá fyrir að það myndi ekki ganga upp ákvað ég að snúa aftur til Íslands. 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð mun betur en talið var að hann myndi gera og það gleður mig mikið að sjá hann vera kominn aftur í sitt besta form eftir erfiðan tíma. Ég er viss um að hann muni standa sig vel á Evrópumótinu ef hann verður val- inn í hópinn sem fer þangað. Elvar Örn Jónsson hefur svo átt frábæra leiki inn á milli en eins og eðlilegt er skortir hann stöðugleika. Það tekur ávallt fjóra til sex mánuði að venjast því að spila í sterkari deild og ég er þess fullviss að Elvar Örn mun pluma sig vel eftir áramót. Ég vona að hann verði í stóru hlutverki með landsliðinu í Evrópumótinu og komi með blússandi sjálfstraust til okkar í lok janúar,“ segir Patrekur um stöðu mála hjá Skjern.   „Nú ætla ég bara að koma heim, hitta fjölskyldu og vini og eiga nota- lega stund með þeim. Þar mun ég hlaða batteríin fyrir seinni hluta tímabilsins í Danmörku og svo er markmiðið að skilja við Skjern á sem bestan hátt. Það verður erfitt að keppa við Álaborg sem er í ákveðn- um sérflokki í deildinni. Við erum hins vegar með lið sem getur lagt öll lið í deildinni að velli að mínu mati og erum ekki ákjósanlegur kostur sem andstæðingur í úrslitakeppni takist okkur að tryggja okkur sæti þar. Það hefur verið ákveðið að aðstoðarþjálfari minn taki við af mér í vor og hann mun þar af leið- andi fá aukið hlutverki á komandi mánuðum. Samvinna okkar hefur verið góð og hann hefur fengið að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. Það verða því engin viðbrigði fyrir leikmennina að rödd hans heyrist meira og meira eftir því sem líður á tímabilið,“ segir þjálfarinn um næstu skref hjá sér og liði sínu. „Það hafa engin félög haft sam- band við mig og það er algerlega óráðið hvað tekur við hjá mér. Ég hef áhuga á að starfa áfram við eitthvað tengt handboltanum og ég hef fjár- fest töluvert í mínum þjálfaraferli. Það kemur samt ýmislegt annað en meistaraflokksþjálfun til greina Ég hafði til að mynda mjög gaman af því að starfa í akademíunni hjá Selfossi og það að vinna í því að þróa feril ungra og efnilegra leik- manna gaf mér afar mikið. Ég er opinn fyrir öllum góðum hugmyndum en ég er þannig þenkj- andi að ef ég tek starf að mér vil ég gera það af heilum hug en ekki hafa það sem hlutastarf,“ segir hann um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is SPORT KATLA FUND Société d’Investissement à Capital Variable 9, boulevard Prince Henri - L-1724 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 - (the “SICAV”) NOTICE TO THE SHAREHOLDERS Shareholders are informed that the board of directors has decided following changes: - amendment of the settlement cycle applicable to subscriptions and redemptions of the the sub-fund KATLA FUND – Global Value Previous methodology New methodology Subscriptions and redemptions must be fully paid up within 3 full bank business days in Luxembourg following the applicable Valuation Day. Subscriptions and redemptions must be fully paid up within 2 full bank business days in Luxembourg following the applicable Valuation Day. These changes will take effect on 20 December 2019. Shareholders are further informed that as from the date of this publication and unless required otherwise by the applicable legislation, notices to shareholders will no longer be published in the media but will be communicated via letter addressed to the registered shareholders. An updated prospectus is available on request at the registered office of the SICAV and on www.conventum.lu. Luxembourg, 20 December 2019 The Board of Directors HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson mun flytja til Íslands næsta sumar en hann mun láta af störfum sem þjálfari karlaliðs Skjern í hand- bolta þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Skjern situr í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í hand- bolta karla með 19 stig en deildin er einkar jöfn á þessu keppnistíma- bili og hart barist um sætin átta í úrslitakeppninni. „Planið var að fjölskyldan myndi flytja út til mín á næsta ári en þegar það lá fyrir að það myndi ekki ganga upp ákvað ég að snúa aftur til Íslands. Þó svo að það sé leiðinlegt að ná ekki að halda áfram með það verkefni sem við vorum byrjaðir á hérna í Skjern þá var ákvörðunin ekki erfið. Fjölskyldan er ávallt í for- gangi í öllum mínum ákvörðunum og ég gat ekki ímyndað mér að búa lengur fjarri þeim. Forráðamenn liðsins voru svekktir með þessa ákvörðun en þetta var gert í miklu bróðerni,“ segir Patrekur í samtali við Fréttablaðið um fyrrgreinda niðurstöðu. „Ég er þannig þjálfari að milli mín og leikmanna myndast mikil tengsl og það verður vissulega erfitt að rjúfa þau bönd eftir einungis eins árs samvinnu. Gengi liðsins hefur verið undir væntingum en samt fann ég aldrei fyrir því að það hefði áhrif á samband mitt við leikmenn- ina. Þetta er gríðarlega sterk deild og allir leikir mjög erfiðir þannig að þú getur ekki gengið að neinum stigum vísum. Það kom mér á óvart að sjá hversu tæknilega góðir leik- menn eru í þessari deild og hversu hraðinn er mikill í leikjunum,“ segir hann um kynni sín af Skjern og dönsku úrvalsdeildinni. Jákvæðir hlutir þrátt fyrir vonbrigði með stigasöfnun „Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið á þann veg sem búist var við og staðan í deildinni sé ekki sú sem sérfræðingar spáðu þá er margt jákvætt sem hægt er að taka úr fyrri hluta leiktíðarinnar. Björgvin Páll Gústavsson hefur til dæmis leikið Ekki með neitt tilboð í höndunum Tilkynnt var í gær að Patrekur Jóhannesson myndi hætta störfum sem þjálfari karlaliðs danska úrvalsdeildarfélagsins Skjern í hand- bolta næsta sumar. Ráðgert hafði verið að fjölskylda Patreks myndi flytja til Danmerkur á næsta ári en þau áform gengu ekki upp.    Patrekur Jóhannesson á hliðarlínunni í leik með danska úrvalsdeildarliðinu Skjern en hann mun yfirgefa herbúðir liðsins næsta sumar. MYND/SKJERN FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar hafa verið að fjalla um fjárhagsvandræði Aston Villa en samkvæmt þeim gæti félagið orðið annað félagið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að brjóta Financial Fair Play, eða fjár- málareglur UEFA. Manchester City var sektað um 49 milljónir punda árið 2014 fyrir að brjóta reglurnar og aftur núna fyrir skömmu en Villa gæti þurft að selja leikmenn til að rétta bókhaldið af. Liðið keypti leikmenn fyrir 130 milljónir punda fyrir tímabilið og þarf að skera verulega af launa- kostnaði. Eru miðlar í Bretlandi sann- færðir um að einn dáðasti sonur Birmingham, Jack Grealish, gæti bjargað félaginu frá sektum eða jafnvel því sem verra væri, að félagið missti stig, með því að vera seldur. Grealish hefur verið frábær með liðinu og það yrði einfaldasta lausnin að selja fyrirliðann. Sumir segja að Aston Villa þurfi að spara 32 milljónir punda og er ljóst að Grealish myndi fara langt með og jafnvel fylla upp í það gat en nægur áhugi er á pilti. – bb Fyrirliðinn gæti bjargað félaginu Jack Grealish hefur skorað fjögur mörk í deildinni í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY HVER VANN? Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.