Fréttablaðið - 20.12.2019, Qupperneq 18
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Hjartans þakkir fyrir vináttu,
stuðning og hlýhug við fráfall
eiginmanns míns og besta vinar,
föður okkar og sonar,
Páls Heimis Pálssonar
Bryndís Skaftadóttir
Unnur Aníta
Stefán Birgir
Benedikt Arnar
Hrafn Jökull
Regína Gréta
Páll Jökull
Páll Friðriksson
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma
Ólína Hólmfríður
Halldórsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
sunnudaginn 15. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ingvi Á. Hjörleifsson
Halldór Ingvason Hjördís Ólafsdóttir
Hjördís Ingvadóttir Ómar Kristjánsson
Árni Ingvason Magnea Bjartmarz
Gróa B. Ingvadóttir Brynjólfur Yngvason
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn,
Jóhann Eyfells
myndlistarmaður og prófessor,
lést á hjúkrunarheimili í
Fredericksburg í Texas þann
3. desember síðastliðinn.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni
27. desember klukkan 15.00.
Ingólfur Eyfells og aðrir aðstandendur.
Elskulegi eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Sigurður Eiríksson
vörubifreiðastjóri,
Garðafelli, Eyrarbakka,
lést að kvöldi 14. desember.
Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 28. desember kl. 13.
Guðfinna Sveinsdóttir
Trausti Sigurðsson Sigríður Sæmundsdóttir
Viðar Sigurðsson Guðbjörg Bjarnadóttir
Soffía Jóhannsdóttir
Dísa Sigurðardóttir
Eygló Alda Sigurðardóttir Sigvard Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Dýrunn Ragnheiður
Steindórsdóttir
(Día)
lést í Reykjavík 9. desember.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 27. desember kl. 13.
Sverrir Haukur Halldórsson
Anna Rut Sverrisdóttir Birgir Þórarinsson
Eydís Dóra Sverrisdóttir
og barnabörn.
Það er alltaf svolítið skrítið að koma heim úr erfiðum aðstæðum, það tekur smá tíma að aðlagast, ekki síst í jólaandanum. En ég fæ góðan stuðning bæði frá
fjölskyldunni og Rauða krossinum á
Íslandi,“ segir Ívar Schram, sem kom
heim úr hjálparstörfum á Bahamaeyjum
í byrjun vikunnar.
Það var 1. september sem fimmta
stigs fellibylurinn Dorian reið fyrst yfir
Bahamaeyjar og olli þar manntjóni og
miklum skaða. Ívar fór út 13. nóvember
og hefur verið þar við endurreisnar-
starf síðan. „Ég var hluti af „þriðju hjálp“
Rauða krossins og gekk inn í skipulagt
starf að mestu. Þegar ég kom var fjöldi
fólks snúinn aftur til heimila sinna. Enn
voru þó margir í neyðarskýlum, fjölda-
hjálparstöðvum eða húsnæði ættingja
og ég fór á þessi svæði sem fólkið dvaldi
á. Mitt hlutverk fólst í að koma á sam-
bandi og samvinnu við það því lögð
er áhersla á að hafa þolendur ham-
faranna með í ráðum og miðla upp-
lýsingum.“
Ívar segir Bahameyinga sem urðu
fyrir mestum áföllum skiptast í efn-
aða Kana á eftirlaunum sem eigi þar sitt
annað heimili, verkafólk sem einkum
vinni kringum túrisma og óskráða inn-
flytjendur frá Haítí. Þeir síðastnefndu
hafi gert það að verkum að tölur voru á
reiki um fjölda þeirra sem misstu heim-
ili sín. „Fólk missti ekki bara heimili sín
og ástvini heldur hrundi allur iðnaður
og þar með atvinnan,“ tekur hann fram.
Fellibylurinn olli mestum skemmdum
á eyjunum Apaco og Grand Bahama, að
sögn Ívars. „Fólkið sem ég hitti á Grand
Bahama sagði mér að það hefði verið
búið undir fellibylinn en ekki flóðin sem
fylgdu í kjölfarið. Hann segir Alþjóða
Rauða krossinn veita þeim sem misstu
hús sín og möguleika til að af la lífs-
viðurværis fjárhagsaðstoð til að mæta
grunnþörfum. „Í dag erum við búin að
styðja við 1.700 heimili með Visa-kort-
um og/ eða greiðslu á leigu. Á svæðum
sem urðu fyrir mestum skemmdum eru
fiskisamfélög þar sem bátarnir og veið-
arfærin töpuðust. Við þurfum að hjálpa
til við að endurreisa tvö slík samfélög.“
Þú segir „við“, býstu við að fara aftur
út? spyr ég. „Það kemur til greina en er
ekki alveg komið á hreint. Verkefnin
eru ærin. Landsfélag Rauða krossins á
Bahamaeyjum eru auðvitað hjálparsam-
tökin sem voru í landinu fyrir, og eru
þar núna og verða þar alltaf en Alþjóða-
samband Rauða krossins er með neyðar-
beiðni og hún nær til ársins 2020. Það
kemur vel til greina að Rauði krossinn
á Íslandi styðji áfram við þessar neyð-
araðgerðir.“ gun@frettabladid.is
Við þurfum að hjálpa til
Ívar Schram er nýkominn heim frá Bahamaeyjum eftir að hafa sinnt þar hjálparstörf-
um í rúman mánuð á vegum Rauða krossins, vegna afleiðinga fellibyls í september.
„Fólk missti ekki bara heimili sín og ástvini heldur hrundi allur iðnaður og þar með atvinnan,“ segir Ívar Schram.
Eyðileggingin var mikil á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian gekk yfir þær.
Ívar útskýrir næstu skref fyrir íbúum.
2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT