Fréttablaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG GÆTI EKKI VERIÐ ÁNÆGÐARI MEÐ ÚTKOMUNA OG VERKEFNIÐ. MIKILVÆGAST AF ÖLLU ER AUÐVITAÐ AÐ LEGGJA ÞESSUM GÓÐU SAMTÖKUM LIÐ. Tryggðu þér áskrift Í KVÖLD KL. 21:30 Í BEINNI FRÁ ÖLVER 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Ég er að rækta listamann-inn í mér. Hann er allt öðruvísi en fótbolta-maðurinn í mér,“ segir Rúrík og hlær.Fyrir einu og hálfu ári höfðu Barnaþorp SOS samband við Rúrik og báðu hann um að gerast velgjörðarsendiherra fyrir sam- tökin. Hann þurfti ekki hugsa sig tvisvar um. „Samtökin eru gríðarstór um allan heim en á Íslandi finnst mér vanta að ýta undir sýnileika þeirra og að fólk þekki til þeirra, enda vinna þau svo ótrúlega mikilvægt starf. Mig langaði svo mikið að leggja mitt af mörkum, ekki bara monta mig af því að vera velgjörðar- sendiherra og gera svo ekki rassgat. Mig langaði að gera eitthvað sem myndi vekja athygli á samtökun- um. Þá fékk ég þessa hugmynd, að hanna bol og selja til styrktar sam- tökunum,“ segir Rúrik. Lengi haft áhuga á hönnun Hann segist ekki hafa hannað áður, en hafa lengi haft mikinn áhuga á tísku. „Ég segi það bara hreint út. Það að hanna, það er algjörlega eitthvað sem mig langar að gera meira af. Ég geri mér samt grein fyrir því að ég hafi kannski ekki tæknina sem til þarf alveg á hreinu, ég þyrfti alltaf hand- leiðslu einhvers faglærðs. Svo er það líka þannig að framleiðsla á svona f lík og hönnunarferlið, þetta er mjög flókið dæmi. Þannig að ég sá ekki fyrir mér að geta gert þetta einn. Ég hef unnið náið með 66°Norður í gegnum tíðina. Eða þú veist, farið í nokkrar myndatökur. Ekkert meira en það í rauninni,“ segir hann og hlær. En sam- starfið hafi þó gengið farsællega og því ákvað Rúrik að hafa samband við fatamerkið. „Þau tóku svo ótrúlega vel í þetta og fannst þetta frábær hugmynd. Á fyrsta fundi útskýrði ég fyrir þeim nákvæmlega hvernig ég vildi hafa bolinn. Okkur langaði að hanna hann þannig að hann myndi höfða til sem f lestra. Svo voru nokkur smáatriði sem mig langaði að koma að í hönnun hans. Síðan fórum við í myndabók SOS og skoðuð- um hvaða l ó g ó s a m - tökin hafa verið að vinna með. Þar var þetta blóm sem höfðaði mest til okkar og okkur langaði að hafa villt og galið um allan bolinn, sem mér finnst koma mjög vel út. Ég er mjög stoltur af útkomunni.“ Allt útpælt Rúrik segir það ekki svo einfalt að einhverjir hvítir einfaldir bolir hafi verið dregnir af lager og blómunum hent á. „Nei. Ég vildi hafa síddina svona, víddina nákvæma, litinn akkúrat og hálsmálið í ákveðnum stíl. Ég vissi alveg nákvæmlega hvernig ég vildi hafa efnið, ég var í raun alveg búinn að sjá þetta fyrir mér. Hönn- unarferlið var í sjálfu sér ekki það langt því ég vissi alveg hvernig ég vildi hafa þetta. Síðan koma sýnis- horn til landsins og það var ýmis- legt sem þurfti að laga. Ég var með svo ótrúlega skýra hugmynd um hvernig ég vildi hafa bolinn, hvert einasta smáatriði var útpælt,“ segir Rúrik. Hann segir vissulega nokkuð til í því að hann hafi verið að hanna sinn draumabol, bol sem hann myndi sjálfur kaupa. „Ég hef svo oft í gegnum tíðina keypt mér hvíta boli og hugsað: „Vá hvað ég væri til í að þetta væri svona eða öðruvísi.“ Þess vegna tók framleiðsluferlið sjálft lengri tíma því við gerðum alveg nýjan bol frá grunni. Mér finnst þetta nefnilega ekki bara f lottur bolur heldur er ákveðið „statement“ að ganga í honum,“ segir Rúrik. Bolurinn fæst í verslunum 66°Norður og rennur allur ágóði af sölu hans til SOS Barnaþorpa. steingerdur@frettabladid.is Rúrik hannaði bol fyrir góðan málstað Fótboltakappinn landsþekkti Rúrik Gíslason rær á ný mið og hannar bol með 66°Norður, ágóði af sölu hans rennur til SOS Barnaþorpa. Rúrík hefur lengi haft áhuga á hönnun og tísku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.