Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Side 2

Skessuhorn - 03.04.2019, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 20192 Kostnaður Reykjavíkurborgar og Akraneskaupstaðar vegna ferjusigl- inga milli Akraness og Reykjavíkur árið 2017 nam átta þúsund krónum á hvern farþega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram fyrirspurn í borgarráði í febrú- ar og óskuðu eftir upplýsingum um fjölda farþega sem sigldi með ferj- unni á meðan Flóasiglingum stóð. Í svari frá skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar Reykjavíkurborgar kemur fram að samtals sigldu 3.652 farþegar með ferjunni frá júní og fram í nóvember 2017, þegar sigl- ingum var hætt. Sem kunnugt er sömdu Akranes- kaupstaður og Reykjavíkurborg um siglingarnar við Sæferðir ehf. Um var að ræða tilraunaverkefni til hálfs árs sem fól í sér að sveitarfélögin tvö studdu verkefnið um samtals 30 milljónir króna. Sé litið til fjölda far- þega var kostnaður sveitarfélaganna vegna siglinganna rúmar átta þús- und krónur á hvern farþega. Almenn ánægja var með sigling- arnar meðal notenda ferjunnar á sínum tíma, sem og hjá stjórnend- um Akraneskaupstaðar og Sæferða. Vonir stóðu til að geta haldið sigl- ingum áfram en ekkert varð hins vegar af því. Ferjan sem notuð var fékk ekki leyfi til áframhaldandi sigl- inga og ekki hafa verið áætlanasigl- ingar yfir Faxaflóann síðan. kgk Reynir Hauksson gítarleik- ari heldur Flamencotónleika víða um Vesturland næstu daga. Reynir býr í Granada á Spáni þar sem hann starfar sem Flamencogítarleikari. Á morgun er spáð sunnanátt 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda verður af og til, einkum á Vesturlandi, en bjartviðri á Norður- og Aust- urlandi. Hiti 0-5 stig en vægt frost austanlands. Á föstu- dag er gert ráð fyrir hæg- ari austlægri eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum um landið norð- austanvert. Hiti breytist lítið. Frá laugardegi til mánudags er spáð fremur hægari aust- lægri átti. Skýjað og yfirleitt þurrt á Austurlandi en ann- ars bjart og léttskýjað. Hiti 0-5 stig að deginum. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort lesendur séu ánægðir í vinnunni. 47% eru oftast ánægðir en 23% er alltaf ánægðir. Samtals gerir það 70% þeirra 620 sem þátt tóku. 15% eru ekki ánægðir í vinnunni og 14% svarenda eru ekki í vinnu. Í næstu viku er spurt: Telur þú að koma hefði átt rekstri WOW air til bjargar? Borgnesingurinn Kristín Sif Björgvinsdóttir vann til silf- urverðlauna á Norðurlanda- móti í hnefaleikum um liðna helgi. Þetta er annað árið í röð sem Kristín Sif vinn- ur silfrið á þessu sama móti. Kristín Sif er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Framhalds- skólaball VESTURLAND: Mennta- skóli Borgarfjarðar heldur skólaball fyrir framhaldsskóla- nema í Hjálmakletti í Borg- arnesi fimmtudaginn 4. apríl. Þangað er auk nemenda skól- ans boðið að mæta nemendum í FVA, Fjölbrautaskóla Mos- fellsbæjar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. -mm Í nefið þeir áfram taka VESTURLAND: Ekkert rof verður á framboði á ís- lensku neftóbaki vegna bruna í framleiðsluhúsnæði ÁTVR á Stuðlahálsi aðfararnótt mánu- dags. Bruninn reyndis apríl- gabb á fréttavef Skessuhorns á mánudaginn og geta unnend- ur íslensks neftóbaks því andað léttar – allavega hvað það snert- ir. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi hlaupið apríl og hamstrað neftóbak í stórum stíl, en fyr- ir liggur að í nokkrum tilfell- um tóku hjörtu manna nokk- ur auka-aprílslög vegna stund- ar áhyggja af meintum skorti. -mm Þjófnaður í skóla AKRANES: lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynn- ing um þjófnað í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi í vikunni sem leið. Dýr úlpa í eigu nemanda hafði verið tek- in ófrjálsri hendi sem og de- betkort sem var í vasa úlp- unnar. Kortið fannst á leikvelli skammt frá en flíkin er ófund- in. Eftirlitsmyndavélar eru í fjölbrautaskólanum og málið er til rannsóknar. -kgk Óhöpp og slys HVALFJ.SV: Umferðarslys varð við Grundartanga síðdeg- is þriðjudaginn 26. mars þegar einu ökutæki var ekið í veg fyr- ir annað. Ökumenn reyndust lítið slasaðir en voru engu að síður fluttir á slysadeild til að- hlynningar. Vart varð við leka á olíu og bensíni á slysstað og þurfti að kalla til slökkvilið til að hreinsa vettvanginn. Bif- reiðarnar eru mikið skemmd- ar og þurfti að flytja þær á brott. Húsbíll fauk á hliðina við Rauðfeldsgjá skammt frá Arnarstapa á miðvikudaginn síðasta. Bíllinn var kyrrstæður á bílastæði og mannlaus þeg- ar óhappið varð. Ferðamönn- unum sem leigt höfðu bílinn var ekið að Arnarstapa. Bílvelta varð við Hraunfossa í Borgar- firði aðfararnótt sunnudags. Ökumaður kvaðst hafa feng- ið högg á annað framhjól bíls- ins með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum, fór út af veginum og valt. Eng- in slys urðu á fólki. Á mánu- daginn varð einnig bílvelta á Holtavörðuheiði. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku og fór tvær veltur. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir báðir ómeiddir. Þá var tilkynnt um minniháttar árekstur á Akra- fjallsvegi mánudaginn 1. apríl. -kgk HB Grandi, dótturfélag þess Norð- anfiskur, Íslenska gámafélagið og Samskip undirrituðu á fimmtudag umhverfisyfirlýsingu sem snýr að endurvinnslu og útflutningi á frauð- plasti. Verkefnið byggir á frauð- pressuvél sem staðsett er í Kistunni, sorpflokkunarstöð HB Granda á Akranesi. Með vélinni má minnka rúmtak fiskikassanna um 95%. Með því að pressa frauðplastið gefst tæki- færi til að flytja það til endurvinnslu erlendis. Síðastliðið vor komust HB Grandi og Íslenska Gámafélagið í kynni við kínverskt fyrirtæki sem hafði áhuga á að kaupa allt frauð- plast sem til fellur í starfsemi félags- ins. Með samtarfi HB Granda, Norðanfisks, Íslenska gámafélags- ins og Samskipa var fyrsti gámur- inn af pressuðu frauðplasti fluttur út til Malasíu á fimmtudaginn, samtals sjö tonn. Þar verður plastið notað til að framleiða meðal annars mynda- og speglaramma. „Með þessu verk- efni er lagður grunnur að raun- hæfri lausn til að endurnýta úrgang og skapa verðmæta. Markmið allra þriggja fyrirtækjanna er að vera leið- andi í umhverfismálum,“ segir í frétt á vef HB Granda. „Að mörgu er að hyggja í þessum efnum og mikilvægt að vera vakandi fyrir áhugaverðum tækifærum sem geta dregið úr kol- efnisfótspori fyrirtækja.“ kgk Stíga vistvæn skref og pressa frauðplast Frá undirritun samningsins. F.v. Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa, Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks og Jón Þórir Franzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins. Ljósm. HB Grandi. Greiddu átta þúsund með hverjum farþega Akranesferjan siglir inn í höfnina á Akranesi sumarið 2017. Ljósm. úr safni. Starfsmenn Ásbyrgis voru á ferðinni í Grundarfirði á laugardaginn og voru við hannyrðir hjá Togga í lavaland þann dag. Eftir að hafa smíðað hjá Togga fór hópurinn og kíkti á lista- manninn lúðvík Karlsson, eða li- ston, sem hefur aðstöðu á svæðinu. Allir höfðu mjög gaman að heimsókn- inni enda margt forvitnilegt að sjá þar. liston er duglegur og nóg að sjá á verkstæðinu hjá honum sem er nánast alltaf opið og heitt á könnunni. tfk Starfsmenn Ásbyrgis heimsóttu Liston Hópurinn stillti sér upp með Liston þegar ljósmyndari kíkti í heimsókn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.