Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Síða 6

Skessuhorn - 03.04.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 20196 Lagt öfugum megin AKRANES: lögregla sektaði ökumann bifreiðar sem lagt hafði bíl sínum á röngum vegarhelmingi og þar að auki við gangbraut á Akranesi á fimmtudag- inn. lögregla kveðst langt því frá ánægð með svona bifreiðastöður. Þær skapi hættu fyrir gangandi veg- farendur og þá ekki síst börn, sem sjá illa út á göt- una ef þau ætla yfir og þar að auki sjá ökumenn þau illa á bakvið bílana ef þeim er lagt við gangbrautina. lögregla minnir einnig á að fjársekt við broti sem þessu nemur 20 þús. krón- um. -kgk Víma, ölvun og fleira AKRANES: lögregla hafði afskipti af ökumanni í Borgarnesi seint á föstu- dagskvöld. Sá reyndist vera ölvaður undir stýri. Um miðjan dag á mánudag var annar ökumaður stöðvað- ur og reyndist hann aka án ökuréttinda og undir áhrif- um ávana- og fíkniefna. Tilkynnt var um lausa hesta á Snæfellsnesvegi við Kol- beinsstaði í vikunni. Þrem- ur gaskútum var stolið við Hreðavatn um fjögurleytið á mánudaginn. Málið er til rannsóknar. Tilkynnt var um vélsleða sem ekið var á miklum hraða upp og nið- ur götu á Akranesi í vik- unni sem leið. Ökumaður sleðans fannst ekki en lög- regla minnir á að óheimilt er að aka vélsleða í þéttbýli og slíkt getur skapað hættu. Að lokum má geta þess að lögregla var með skólaeft- irlit við bæði Brekkubæj- arskóla og Grundaskóla á Akranesi í vikunni sem leið. -kgk Ekið of geyst VESTURLAND: Tölu- vert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Allnokkrir voru stöðvaðir á hraða á bilinu 110-118 km/klst., lang- flestir á Vesturlandsvegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók var tekinn á 124 km/klst. Þar voru á ferðinni erlend- ir ferðamenn sem þurftu að greiða sektina á staðnum. lögregla segir þetta allt of mikinn hraða og hraðakst- ur hafi verið allt of tíður í vikunni sem leið, sérstak- lega í ljósi þess að færið hafi ekki verið nógu gott und- anfarið. lögregla minnir á að umferðareftirlit í um- dæminu er stöðugt, ekki aðeins með hraðamynda- vélum heldur einnig á bæði merktum og ómerktum lögreglubifreiðum. Mark- miðið með umferðareft- irliti lögreglu er að halda ökuhraðanum niðri. -kgk Ekið á bíl í basli HOLTAV.H: Umferðaró- happ varð á Holtavörðuheiði aðfaranótt þriðjudags. Hringt var eftir aðstöð lögreglu vegna bifreiðar á norðurleið sem hafði fests í snjó og hálku í brekku. Fimm voru í bíln- um. Ökumaður reyndi að losa bílinn og snúa við en á með- an var lögregla í sambandi við farþega bílsins símleiðis. Á meðan á þessu stendur heyr- ir lögreglumaður hróp og köll í símanum. Flutningabif- reið hafði verið ekið á bílinn þar sem hann þveraði veg- inn. Ökumaður flutningabif- reiðarinnar sá ekki bílinn fyrr en of seint og gat ekki numið staðar, með fyrrgreindum af- leiðingum. Hálka og ísing var á svæðinu þegar slysið varð. Allir reyndust með meðvit- und en blæddi úr höfði eins. Sjúkrabíll var sendur á stað- inn og viðbragðsaðilar fluttu alla fimm farþega bifreiðar- innar sem ekið var á í Borg- arnes þar sem þeir fengu læknishjálp. Bifreiðin reynd- ist óökuhæf eftir slysið. Öku- maður flutningabílsins var ómeiddur og gat haldið för sinni áfram. -kgk Fastir í snjó SNÆFELLSNES: leið- indaveður var á Snæfellsnesi á fimmtudag og gerði það ferðamönnum erfitt fyrir á ferðalögum sínum um lands- hlutann. Ferðamenn sátu fastir í snjó á Jökulhálsleið um hádegisbilið og seinna sama dag barst lögreglu til- kynning um ferðamenn sem sátu fastir í Kolgrafafirði. Í báðum tilfellum var haft sam- band við bílaleigurnar sem sendu þjónustuaðila á staðinn að hjálpa fólkinu. lögregla og viðbragðsaðilar aðstoða ekki fasta ferðalanga nema í neyð. Fleiri atvik sem þessi komu upp í vikunni sem leið, enda færðin ekki eins og best verður á kosið. -kgk Heilbrigðisráðuneytið hefur nú svar- að beiðni hjúkrunar- og dvalarheim- ilisins Höfða frá 24. október 2017, sem ítrekað var í janúar síðastliðin- um, þar sem farið var fram á að fjölga dagdvalarrýmum á Höfða um fimm og að breyta tíu almennum dagdval- arrýmum í fimm sérhæfð dagdvalar- rými fyrir fólk með heilabilun. Í svari ráðuneytisins er orðið við beiðni um fjölgun fimm dagdvalarrýma á Höfða en fjölgunin er gerð með þeim hætti að fimm ónýttar rekstrarheimild- ir til dagdvalarrýma verða færðar frá öðrum stöðum innan heilbrigð- isumdæmis Vesturlands þangað sem þörfin er mest, þ.e. á Höfða. Um er að ræða tvær rekstrarheimildir dag- dvalarrýma á Jaðri í Ólafsvík, tvær í Barmahlíð á Reykhólum og eina í Fellaskjóli í Grundarfirði. mm Fimm dagdvalarrými færð að Höfða frá öðrum á Vesturlandi Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur komið upp nýju hundagerði í Borg- arnesi. Gerðið er staðsett við þjóð- veginn á milli leikskólans Kletta- borgar og tjaldsvæðisins við Borg- arvog. Hundaeigendur geta nýtt gerðið til að leyfa hundunum sín- um að hlaupa um og leika sér. Þá eru eigendur beðnir um að hreinsa upp eftir hundana sína og ganga vel um gerðið. Við hliðið inn í gerðið er ruslatunna sem ætti að auðvelda eigendum að halda gerðinu hreinu. arg Hundagerði sett upp í Borgarnesi Nýtt hundagerði í Borgarnesi. Á hliðinu að gerðinu er skilti með reglum um umgengni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.