Skessuhorn - 03.04.2019, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 20198
Stungið af frá tjóni
VESTURLAND: Að kvöldi
miðvikudagsins 27. mars var til-
kynnt um tjón á bíl við Ennisbraut
í Ólafsvík. Eigandi bifreiðarinnar
hafði farið í sund milli kl. 16 og
18 og lagt bíl sínum á bílastæðinu
norðan sundlaugarinnar á meðan.
Þegar hann kom úr lauginni tók
hann eftir því að ekið hafði ver-
ið á bílinn, en sá sem olli tjón-
inu var hvergi sjáanlegur og eng-
in vitni að atvikinu. Sambærilegt
atvik átti sér stað á Vestfjarðavegi
við Króksfjarðarnes á föstudag.
Þar sem tveir bílar mættust skullu
speglar þeirra saman og brotnuðu
af. Annar ökumaðurinn stöðvaði
hins vegar ekki för sína, heldur ók
ótrauður áfram. lögregla minnir
á að það er óheiðarlegt að stinga
af frá tjóni. Sé það gert situr eig-
andi bílsins sem verður fyrir tjóni
uppi með allan viðgerðarkostn-
að. Þá má einnig geta þess að ef
stungið er af frá vettvangi um-
ferðaróhapps eða slyss getur slíkt
varðað við lög, ef vitni kunna að
gefa sig fram eða lögregla finnur
þann sem gerðist uppvís að slíku,
eins og áður hefur verið sagt frá
í Skessuhorni. Við slíkri háttsemi
liggja fjársektir. -kgk
Tilkynni strax
um óhöpp
VESTURLAND: Aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá lögreglunni á
Vesturlandi kom að umferðaró-
happi á mánudag. Þar hafði bíll
farið út af undir Hafnarfjalli og
var heppinn að velta ekki. Öku-
maður bílsins var erlendur ferða-
maður, einn á ferð. lögreglu-
þjónninn veitti því athygli að
margir óku framhjá vettvangin-
um. Hann segir töluvert um að
tilkynningar um óhöpp berist
lögreglu seint. lögregla vill því
íreka við fólk að það tilkynni lög-
reglu strax ef það verður vitni að
óhappi og athugi hvort þeir sem
lenda í því séu heilir á húfi. Ekki
sé hægt að gefa sér að fólk sé
heilt á húfi. Vegfarendur eru því
hvattir til að tilkynna strax um
slys og óhöpp og veita aðstoð ef
þess er nokkur kostur. -kgk
Íbúðalánasjóði
skipt upp
LANDIÐ: Ríkisstjórnin sam-
þykkti á fundi sínum í liðinni
viku tillögu Ásmundar Einars
Daðasonar, félags- og barna-
málaráðherra, um að Íbúða-
lánasjóði verði skipt upp. Í því
felst að sá hluti sem snýr að fjár-
málaumsýslu vegna eldra lána-
safns sjóðsins verði skilinn frá
meginstarfsemi hans. legið
hefur fyrir frá árinu 2012, þegar
almennum lánveitingum sjóðs-
ins til almennings vegna hús-
næðiskaupa var að mestu hætt,
að bregðast þyrfti við áhrifum
þess á Íbúðalánasjóð. Þeim var
hætt í kjölfar úrskurðar Eftir-
litsstofnunar EFTA (ESA) um
að lánin stönguðust á við regl-
ur EES-samningsins. Starfs-
hópur, sem skipaður var í sept-
ember síðastliðnum, hefur ver-
ið með breytta stöðu sjóðsins til
umfjöllunar og var niðurstaða
hópsins að leggja til við ráð-
herra að fara þessa leið. Á sama
fundi ríkisstjórnarinnar kynnti
ráðherra að til greina komi að
sameina Mannvirkjastofnun við
húsnæðisstofnunarhluta Íbúða-
lánasjóðs. Hyggst ráðherrann
skipa starfshóp á næstu dögum
sem ætlað er að skoða ítarlega
kosti þess og galla. -mm
Klippt af fimm bílum
AKRANES: lögreglan á Vest-
urlandi klippti númeraplötur af
fimm bílum á Akranesi föstudag-
inn 29. mars. Slíkt er gert þegar
eigendur ökutækja vanrækja að
fara með bifreiðar sínar til aðal-
skoðunar. Verði lögregla var við
slíkt við almennt umferðareftir-
lit er þeim flett upp í skráningar-
kerfinu. Ef bílarnir reynast vera
ótryggðir þá eru skráningarnúm-
erin klippt af þeim. -kgk
Of mikið D-vít-
amín í hundafóðri
LANDIÐ: Matvælastofnun varar
hundaeigendur við Hill‘s hunda-
fóðri vegna of mikils magns D-
vítamíns. Fyrirtækið Visitor hef-
ur innkallað eina framleiðslulotu
af blautfóðrinu af markaði í sam-
ráði við stofnunina. Einungis hef-
ur verið hægt að kaupa fóðrið á
dýralæknastofum. Innköllunin á
aðeins við um eina framleiðslulotu
á 360 g pakkingum Hill‘s hunda-
fóðurs. Vöruheitið er prescriptio
diet canine i/d 360. lotunúmerið
er 09 2020 /27. Fóðrið hefur ver-
ið fáanlegt hjá Dýraspítalanum í
Garðabæ, Dýraspítalanum í Mos-
fellsbæ, Dýralæknamiðstöðinni í
Grafarholti, Dýralæknastofu Dag-
finns, Dýralæknastofu Reykjavíkur
og hjá Visitor hundafóðri. Of mik-
il neysla D-vítamíns getur leitt til
eitrunar. Einkenni D-vítamíneitr-
unar í hundum geta verið minnk-
uð matarlist og þyngdartap, auk-
inn þorsti, slef og þvaglát. Í alvar-
legum tilvikum getur eitrunin leitt
til nýrabilunar. „Hundaeigend-
ur eru hvattir til að hafa samband
við dýralækninn sinn ef hundur
þeirra hefur neytt blautfóðurs frá
Hill‘s pet Nutrition og sýnir ein-
kenni D-vítamíneitrunar,“ segir í
tilkynningu MAST. -kgk
Frítekjumark
hækkar
LANDIÐ: Frítekjumark náms-
manna hækkar um 43% sam-
kvæmt nýjum úthlutunarreglum
lánasjóðs íslenskra námsmanna
fyrir næsta námsár, 2019-2020.
Frítekjumarkið verður 1.330
þús. krónur í stað 930 þús. áður.
„Hækkun þessi kemur til móts við
óskir námsmanna sem bent hafa á
að frítekjumarkið hafi ekki verið
hækkað í takt við verðlagsbreyt-
ingar og launahækkanir síðan árið
2014,“ segir í tillögu frá mennta-
og menningarmálaráðuneytinu.
Breytingar á fyrirkomulagi lÍN
eru í farvatninu, en til stendur að
leggja nýtt frumvarp um sjóðinn
fram á Alþingi næsta haust. Breyt-
ingarnar felast m.a. í því að náms-
styrkur ríkissins verði gegnsærri
og meira jafnræði verði með-
al námsmanna. Mun nýju kerfi
þannig svipa meira til norrænna
námsstyrkjakerfa. Stefnt er að því
að nýja kerfið taki gildi frá og með
haustinu 2020. „Námsaðstoð-
in sem sjóðurinn mun veita verð-
ur áfram í formi lána á hagstæð-
um kjörum og til viðbótar verða
beinar styrkjagreiðslur vegna
framfærslu barna og 30% niður-
felling á hluta af námslánum við
lok prófgráðu innan skilgreinds
tíma,“ segir í tilkynningunni. Enn
fremur er stefnt að að bæta fjár-
hagsstöðu nemenda, sérstaklega
þeirra sem hafa börn á framfæri
og hvetja nemendur til að ljúka
námi á tilsettum tíma. „Í því felst
ávinningur fyrir námsmenn sem
og þjóðhagslegur ávinningur fyr-
ir samfélagið allt sem útreikning-
ar gera ráð fyrir að geti numið allt
að 1,2 milljörðum kr. á ári.“ -kgk
Helgina 5.-7. apríl næstkomandi
munu lionsfélagar um land allt
selja Rauða fjöður til þess að safna
fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka,
sjónskerta og blinda. Markmiðið er
að safna að lágmarki fyrir tveimur
augnbotnamyndavélum sem stað-
settar verða á innkirtladeild land-
spítalans og á þjónustu- og þekking-
armiðstöð Blindrafélagsins. lions-
félagar verða á fjölförnum stöðum í
öllum stærstu sveitarfélögum lands-
ins, t.d. verslanamiðstöðvum, versl-
unum og víðar. „landsmenn eru
hvattir til þess að taka lionsfélög-
um vel og styrkja átakið. Þeir sem
vilja leggja málinu lið með öðrum
hætti er bent á heimasíðuna lions.
is og söfnunarsímanúmerin,“ segir í
tilkynningu. mm
Rauða fjöðrin seld til kaupa
á lækningatækjum
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
mótmælir harðlega áformum ríkis-
stjórnarinnar um skerðingu á fram-
lögum til Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga. Í fundargerð var lögð fram
bókun Sambands íslenskra sveitar-
félaga ásamt minnisblaði sem tek-
ið var saman um áhrif fyrirhugaðr-
ar skerðingar á einstök sveitarfélög.
Samkvæmt minnisblaðinu mun
tekjur Stykkishólmsbæjar drag-
ast saman um rúmlega 30 millj-
ónir króna. Í bókun sambands-
ins segir að aðgerð þessi feli í sér
árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjár-
hagslegt sjálfstæði sveitarfélaga.
Hún muni veikja rekstrargrundvöll
margra þeirra og eigi sér ekki for-
dæmi í samskiptum ríkis og sveit-
arfélaga. „Á sama tíma er fjárhags-
legur grundvöllur sveitarfélaga víða
í uppnámi vegna utanaðkomandi
aðstæðna. Í bókun sinni mótmæl-
ir stjórn sambandsins harðlega um-
ræddum áformum og krefst þess
að boðuð áform um tekjuskreð-
ingu gangvart sveitarfélögum verði
dregin til baka svo skapaður verði á
ný jarðvegur fyrir eðlileg samskipti
ríkis og sveitarfélaga,“ segir í fund-
argerð.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
tekur undir bókun stjórnar Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. „Bæj-
arstjórnin mótmælir harðlega fyrir-
huguðum áformum og bendir á að
skerðingin muni koma harðast nið-
ur á sveitarfélögum á landsbyggð-
inni, þ.m.t. Stykkishólmsbæ, sem
reiða sig m.a. á framlög Jöfnunar-
sjóðs. Þeim tilmælum er beint til
ríkisins að leita annarra leiða til að
ná jafnvægi í ríkisfjármálum,“ segir
í bókun bæjarstjórnar.
Þá tekur bæjarstjórn einnig und-
ir samþykkt landsþings SÍS gegn
áformum um skerðingu á fram-
lögum til Jöfnunarsjóðs, þar sem
segir m.a. að vinnubrögð fjármála-
og efnahagsráðuneytisins hafi verið
með öllu óásættanleg, enda sé verið
að skapa fordæmi þess að ríkisvald-
ið grípi einhliða inn í lögbundna
tekjustofna sveitarfélaga.
Bókun bæjarstjórnar hefur ver-
ið send Sigurði Inga Jóhannssyni,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, Bjarna Benediktssyni, efna-
hags- og fjármálaráðherra, fjár-
laganefnd Alþingis og öllum þing-
mönnum Norðvesturkjördæmis.
kgk
Hólmarar mótmæla skerðingu
til Jöfnunarsjóðs
Kemur verst við sveitarfélög á landsbyggðinni
Frá Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá.
Rekstur Dalabyggðar á árinu 2018
var jákvæður um 49,4 milljón-
ir króna. Ársreikningurinn var til
fyrri umræðu á fundi sveitarstjórn-
ar 14. mars síðastliðinn, þar sem
honum var vísað til síðari umræðu.
Rekstratekjur samstæðu A og B
hluta sveitarsjóðs voru 930,5 millj-
ónir króna en rekstrargjöld 828,6
milljónir. Rekstrarniðurstaða án
fjármunatekna og -gjalda var já-
kvæð um 68,6 milljónir. Fjármagns-
gjöld umfram fjármunatekjur námu
19,8 milljónum og niðurstaðan því
jákvæð um 49,4 milljónir, sem fyrr
segir. Rekstratekjur A hluta voru
774 milljónir, rekstrargjöld 675,6
milljónir og fjármunatekjur um
fram fjármagsgjöld 2,5 milljónir.
Niðurstaða A hluta sveitarsjóðs var
því jákvæð um 81 milljón króna.
Fastafjármunir samstæðu A og
B hluta voru 1.176,3 milljónir í
árslok 2018, veltufjármunir 224,2
milljónir og eignir alls um 1.400,5
milljónir. langtímaskuldir sveitar-
félagsins námu 367,6 milljónum,
skammtímaskuldir 182,7 milljón-
um og skuldir og skuldbindingar
alls 644,5 milljónum. Fyrir A hluta
var veltufé frá rekstri 112 milljónir
og handbært fé 36,5 milljónir.
Veltufé frá rekstri samstæðu A
og B hluta var 100,5 milljónir og
handbært fé 9,5 milljónir króna.
Veltufjárhlutfall A og B hluta
var 1,23, eiginfjárhlutfall 0,54,
skuldahlutfall 69,3% og skulda-
viðmið 32%. Fjárfesting í varan-
legum rekstrarfjármunum nam
131,5 milljónum króna. Á síðasta
ári voru tekin ný langtímalán að
verðmæti 132,1 milljón króna, þar
af 82,1 milljón vegna uppgjörs við
Brú lífeyrissjóð. Handbært fé sveit-
arfélagsins var 141,8 milljón króna
í byrjun árs 2018 en 135,8 milljónir
króna í lok árs.
kgk/ Ljósm. úr safni.
Jákvæður rekstur Dalabyggðar