Skessuhorn - 03.04.2019, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 201910
Verslun Olís í Stykkishólmi var eins
og kunnugt er lokað í mars og rekst-
urinn seldur að kröfu Samkeppnis-
eftirlitsins í kjölfar þess að Olís og
Hagar runnu saman. Síðastliðinn
laugardag var ný verslun opnuð í
húsinu og nefnist hún því kunnug-
lega nafni Bensó. Eigandi Bensó er
Sigurður pálmi Sigurbjörnsson en
verslunarstjóri er Eva Guðbrands-
dóttir sem jafnframt var verslunar-
stjóri Olís áður en til breytinganna
kom. Í Bensó er rekið grill og versl-
un með ýmsar nauðsynjavörur til
heimilisins. Þá segir Eva að áfram
sé hægt að kaupa eldsneyti frá Olís,
í sjálfsafgreiðsludælum ÓB, og inni
eru olíuvörur seldar frá Olís. Opn-
unartími er klukkan 8-22 á virkum
dögum en kl. 10-22 um helgar.
mm
Bensó er nafn á nýrri verslun
í Stykkishólmi
Svipmynd úr nýju versluninni. Ljósm. sá
Guðmundur Sigurðsson á Hvann-
eyri hefur sökum aldurs látið af
störfum skógræktarráðgjafa Vest-
urlands eftir 18 ára starf sem slík-
ur. Hann kveðst í orðsendingu til
skógræktarfólks á Vesturlandi hafa
átt ánægulegt og fræðandi samstarf
með bændum sem hann sé þakklát-
ur fyrir. Segist hann vona að skóg-
ræktin dafni hjá öllu áhugafólki í
greininni á komandi árum. Valdi-
mar Reynisson tekur nú við starfi
Guðmundar og verður hann skóg-
ræktarráðgjafi á Snæfellsnesi og
sunnan Skrarðsheiðar. Valdimar
var áður skógarvörður á Vestur-
landi og Vestfjörðum með aðsetur
í Hvammi og er hokinn af reynslu í
skógræktinni. mm
Guðmundur lætur af starfi
skógræktarráðgjafa
Guðmundur Sigurðsson.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins hefur óskað eftir því að taka
á leigu um 400 fermetra húsnæði
fyrir Vínbúðina á Akranesi. Óskað
var eftir leiguhúsnæði í auglýsingu
í Skessuhorni í síðustu viku. Þar
með er ljóst að áður en langt um
líður mun húsnæði Vínbúðarinnar
í bænum um það bil tvöfaldast að
stærð, því núverandi húsnæði við
Þjóðbraut 12 er rétt innan við 200
fermetrar að stærð.
Ástæðan fyrir komandi stækkun
Vínbúðarinnar á Akranesi er ein-
föld. Núverandi húsnæði er of lítið,
að sögn Sveins Víkings Árnasonar,
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs.
„Undanfarin ár hefur skilvirkni
þess pláss sem er í Vínbúðinni á
Akranesi verið aukið eins mikið
og hægt er, bæði með breytingum
inni í versluninni og á lagernum.
Þannig höfum við náð að halda í
við þá miklu aukningu í sölu sem
verið hefur á Akranesi undanfarin
ár, samfara fjölgun íbúa og eflaust
auknum ferðamannafjölda að ein-
hverju leyti. Nú er hins vegar svo
komið að ef aukningin í sölu held-
ur áfram sem horfir þá lendum við
í vandræðum og erum satt best
að segja komin í hálfgerð vand-
ræði nú þegar. Það er orðið erfitt
að vinna í búðinni og mikið álag
á starfsfólkið, því eftir því sem
veltuhraðinn eykst í búðinni verð-
ur vinnuaðstaðan erfiðari og meira
krefjandi,“ segir Sveinn Víkingur í
samtali við Skessuhorn. „Því hefur
verið ákveðið að leita eftir nýju og
stærra húsnæði. Við flutning í nýtt
húsnæði reynum við að horfa vel
fram veginn og leitumst því eftir
að gera leigusamning til næstu átta
til tíu ára. Undanfarið hefur íbú-
um fjölgað hratt í bæjarfélögun-
um í kringum höfuðborgarsvæðið.
Búast má við því að sú þróun haldi
áfram og við þurfum að vera til-
búin til að þjónusta bæði það fólk
sem annars vegar býr þar fyrir og
síðan þá sem koma til með að flytja
þangað,“ bætir hann við.
Sveinn kveðst ekki geta sagt til
um hvernig ný verslun Vínbúðar-
innar á Akranesi kemur til með að
verða uppsett. Endanleg hönnun
ráðist af því húsnæði sem standa
mun til boða. Það kemur í ljós von
bráðar, því tilboð um leiguhús-
næði skulu hafa borist Ríkiskaup-
um í síðasta lagi að morgni föstu-
dagsins 5. apríl næstkomandi. „Ég
vonast bara til að okkur bjóðist
nokkrir góðir leigukostir og að við
getum valið úr. Mikil uppbygging
hefur verið á húsnæði á Skaganum
undanfarið og sömuleiðis er þar
nokkuð af eldra húsnæði sem kann
að vera á lausu. Ég er því bjartsýnn
á góð viðbrögð við eftirgrennslan
okkar um nýtt húsnæði og vongóð-
ur um að í því safni leynist góður
kostur fyrir verslun Vínbúðarinnar
á Akranesi,“ segir Sveinn Víkingur
að endingu. kgk
Vínbúðin á Akranesi verður stækkuð
Leitað að tvöfalt stærra húsnæði en hýsir núverandi verslun
Úr verslun Vínbúðarinnar á Akranesi. Rauðvín í hillum.
Opinn fagráðsfundur í sauðfjárrækt
var haldinn í Bændahöllinni fyrir
skemmstu. Þar voru meðal annars
veitt verðlaun til ræktenda þeirra
sæðingastöðvahrúta sem þykja hafa
skarað fram úr. Sæðingastöðvarnar
gefa verðlaunin en það er í hönd-
um faghóps Rannsóknarmiðstöðv-
ar landbúnaðarins að velja hrút-
ana út frá árangri þeirra. Hrúturinn
Mávur 15-990 frá Mávahlíð á Snæ-
fellsnesi valinn besti lambafaðirinn
árið 2018. Herdís leifsdóttir og
Emil Freyr Emilsson tóku við við-
urkenningunni fyrir hrútinn.
Við val á besta lambaföðurnum
er horft til þess hvaða sæðingahrút-
ur kom best út sem lambafaðir síð-
astiðið haust. Miðað er við ákveðin
lágmörk gagnvart kynbótamati og
þungaeinkunn, fullstiguð hrútlömb
þurfa að vera fleiri en eitt hundrað
og síðan er litið sérstaklega á niður-
stöður úr ómmælingum og stigun.
Mávur var fenginn til notkunar
á sæðingastöðvunum haustið 2017,
að aflokinni afkvæmarannsókn fyrir
úrvalshrúta á Snæfellsnesi. „Mávur
sýndi þar mjög skýra yfirburði sem
lambafaðir. Mávur hefur verið tvo
vetur í notkun á stöðvunum og bæði
árin verið meðal þeirra hrúta sem
bændur hafa sótt mikið í að nota,“
segir í umsögn faghópsins. „Af-
kvæmi Mávs eru ákaflega jafnvaxin
og sameina afar vel góða gerð, hóf-
lega fitu og ágætan vænleika. All-
mörg þeirra hafa erft hreinhvíta og
kostaríka ull föður síns og hann því
einnig öflugur kynbótahrútur hvað
ullargæði varðar. Mávur stendur
nú í 116 stigum í kynbótamati fyr-
ir gerð og 118 stigum fyrir fitu. Í
uppgjöri fjárræktarfélaganna 2018
fær hann 119 í fallþungaeinkunn
fyrir afkvæmi sín. Mávur er frábær
lambafaðir gagnvart öllum helstu
eiginleikum sem horft er til við líf-
lambaval.“
Besti reyndi kynbótahrúturinn
var valinn Dreki 13-953 frá Hriflu
í Þingeyjarsveit og tóku þau Vagn
Sigtryggsson og Margrét Snorra-
dóttir á móti verðlaunum fyrir
hann.
kgk
Mávur frá Mávahlíð
er lambafaðir ársins
Mávur frá Mávahlíð, lambafaðir ársins 2018. Ljósm. RML.