Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Qupperneq 11

Skessuhorn - 03.04.2019, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 2019 11 Hótel Varmaland, Stafholtstungum í Borgarbyggð, leitar að öflugum og drífandi liðsmönnum til ýmissa starfa í lifandi og alþjóðlegu umhverfi. Hótel Varmaland er nýtt 3 hótel sem opnar þann 1. júní nk. Í nýuppgerðri byggingu þar sem áður var Húsmæðraskóli Borgfirðinga. Við leitum að liðsmönnum í eftirfarandi störf: Móttöku á dag- og næturvaktir Matreiðslu Þjónustu í sal Þernur Önnur störf Hæfniskröfur: Íslenskukunnátta æskileg, góð enskukunnátta skilyrði. • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni. • Stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð. • Reynsla af þjónustustörfum / störfum í ferðaþjónustu æskileg.• ATVINNA Umsóknir sendist á info@hotelvarmaland.is fyrir 12. apríl 2019 www.hotelvarmaland.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög SK ES SU H O R N 2 01 9 Dalaveitur Lagning ljósleiðara 2019 Dalaveitur ehf. óska eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara í dreifbýli Dalabyggðar. Leggja skal ljósleiðaralagnir, ganga frá þeim inn fyrir vegg á tengistöðum og ganga frá yfirborði og brunnum. Verkið er lokaáfangi ljósleiðaravæðingar í Dalabyggð. Áætlað magn plægingar á stofn- og heimtaugum er 60 km og verklok eru 30. september 2019. Útboðsgögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is. Gögnin verða tilbúin til afhendingar föstudaginn 5. apríl og skulu fyrirspurnir berast í síðasta lagi föstudaginn 12. apríl. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir kl. 11 þriðjudaginn 23. apríl nk., en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. María Júlía Jónsdóttir, 1. vara- maður Samfylkingarinnar í sveit- arstjórn Borgarbyggðar, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum í sveitar- stjórn. Afsagnarbréf hennar var kynnt á fundi byggðarráðs síðast- liðinn fimmtundag, en sveitar- tjórn á eftir að staðfesta úrsögn. María Júlía hefur á þessu kjörtíma- bili verið varaformaður umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar og fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Faxaflóahafna. Hún staðfestir í samtali við Skessuhorn að ástæða uppsagnarinnar sé samskiptavandi hennar og oddvita listans, sveitar- stjórnarmannsins Magnúsar Smára Snorrasonar. „Við höfum ólíka sýn á stefnu og mál og samskipti okk- ar á milli hafa verið meið þeim hætti að ljóst var að annað hvort okkar yrði að víkja. Þetta er því niðurstaða mín að vel at- huguðu máli. Ég brenn hins vegar fyrir mál- efni sveitarfélagsins og mun vafalít- ið láta til mín taka á þeim vettvangi síðar,“ segir hún. Næstur á lista Samfylkingarinnar er logi Sig- urðsson, bústjóri á Hesti og verður hann varamaður í sveitarstjórn. mm Segir af sér trúnaðarstörfum í sveitarstjórn María Júlía Jónsdóttir. Síðastliðið fimmtudagskvöld hélt Borgarbyggð íbúafund í Hjálma- kletti um framtíð Brákareyjar. Yfir fimmtíu manns mættu og líflegar umræður sköpuðust. Fulltrúar frá Teiknistofunni landslagi, starfs- fólk á umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og íbúar unnu sam- an í hópum og ræddu um framtíð- armöguleika eyjarinnar. Margar og fjölbreyttar tillögur komu fram, en þátttakendur voru flestir sam- mála um að fyrsta skrefið væri að ráðast í allsherjar tiltekt í eyjunni. „Brákarey hefur mátt muna sinn fífil fegurri og nú er kominn tími til að skipuleggja þetta svæði og rammaskipulag er bara fyrsti liður í því ferli. Rammaskipulag er í raun undirbúningur fyrir deiliskipulag, þar sem kallað er eftir hugmyndum íbúa um hvað það er sem þeir vilja sjá á þessu svæði. Þetta er lýðræð- islegi hluti ferlisins í skipulagningu svæðisins,“ segir Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Í lok fundarins var rætt um að halda opinn dag í Brákarey á vor- dögum þar sem fólki gæfist kostur á að skoða húseignir Borgarbyggð- ar og kynna sér starfsemina sem þar er í gangi. Búið er að gera úttekt á ástandi einstakra bygginga í eyj- unni til að skýra heildarmyndina og opna fyrir möguleika á raunhæfu kostnaðarmati. Tillögur sem fram komu á fimmtudaginn mun starfs- fólk Teiknistofunnar landslags nýta í áframhaldandi skipulagsvinnu fyr- ir svæðið. Drög að rammaskipulagi frá teiknistofunni verða kynntar fyrir íbúum á vormánuðum. mm/só Vel mætt á íbúafund um framtíð Brákareyjar Framtíð Brákareyjar og starfsemi þar er nú til umræðu.Hér má sjá hluta fundargesta. Ljósm. gaj.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.