Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2019, Qupperneq 23

Skessuhorn - 03.04.2019, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 3. ApRÍl 2019 23 Vísnahorn Á þeim svonefndu kalár- um var töluvert alvarlegt ástand víða á landinu og meðal annars var skipuð kalnefnd sem átti að afla sér upplýsinga um ástandið og gera tillög- ur til úrbóta. Ekki gleymdu menn þó alveg að gera sér glaðan dag og héldu Dalamenn sínar Nesoddakappreiðar þessi ár sem önnur. Eitt- hvert árið voru þeir staddir á Nesodda Ingvar Magnússon á Hofsstöðum og Jónas á Mel- um í Hrútafirði og ræddust við. Jónas bar sig heldur illa undan kali en hafði auk þess á orði að hann þyrfti að koma fyrir kalnefnd eftir helgina og vissi varla hvað hann ætti að segja. Í því ganga þeir framhjá manni sem var að kasta af sér vatni en hafði þó tæpan uppistöðumátt í hnjánum, hafði opnað buxnaklaufina og tek- ið út skyrtuna en vökvinn fór hindrunarlaust í buxurnar svo Ingvar segir, „Ja, þú getur þó allavega sagt þetta:“ Hart að sækja harðindin, hrekkur varla af ljánum sést því margur maðurinn mígandi á hnjánum. Ef einhver kann þessa sögu betur eða gleggri væri gaman að frétta af því en þegar bændur á Grænavatni í Mývatnssveit klæddu þök útihúsa sinna bárujárni orti Þura í Garði: Framsókn mörgum gerir grikk; glampar í augun stinga. Allt er komið undir blikk íhald Grænvetninga. lengi hafa verið kjarabaráttur hérlendis sem og erlendis og alltaf hefur í orði kveðnu verið barist fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu. Og álíka lengi hafa atvinnuvegirnir ekki borið meiri álögur og ofboðið þessi frekja í fólkinu. Í einhverjum kjarasamningaundir- búningi komu fulltrúar atvinnurekenda með nákvæmlega uppsett útgjöld verkamannafjöl- skyldu. Kjötið kostaði þetta, mjólkin þetta og fiskurinn þetta; ,,og hvað ætlið þið svo sem að gera við meiri peninga?“ Þegar hrökk upp úr einhverjum verkamanninum að þeim gæti kannske dottið í hug að kaupa sér einhver húsgögn sagði atvinnurekandi dolfallinn af undrun: ,,Hvað ætla verkamenn að gera með lænestóla?“ En eftirfarandi vísa er úr Odds rímu sterka eftir Örn Arnarson: Snauður, þjáður bað um brauð, brauði ráða hróðug gauð, gauð sem dáðu aðeins auð auð sem smáði þjóðar nauð. Valdemar K. Benónýsson var í vegavinnu og kvað um einn vinnufélaga sinn og hans holdafar: Þá allt er reitt og rakið greitt, rannsókn beitt í haginn, á Pétri feitt er aðeins eitt og er það steyttur maginn. Dwight D. Eisenhower varð forseti Banda- ríkjanna nokkru eftir stríðið og kom meðal annars allavega einu sinni til Íslands. Ríkisút- varpið gerði mikið úr þessari komu hans og tíundaði grandvarlega hvenær flugvél forset- ans kæmi inn í lofthelgi landsins, hvenær sæist til hennar og hvenær hún hæfi aðflug og loks að nú væri vélin að lenda. Þá hrökk út úr Jóni M. péturssyni frá Hafnardal: Ýmsar plágur ennþá henda okkar smáu þjóð. Eisenhower er að lenda, ekki er spáin góð. Ætli við grípum svo ekki næst niður í Æs- inháis rímum sterka eftir Kristján Bersa Ólafsson og er þetta upphaf mansöngs fyrstu rímu: Út á hálan held eg ís, hróður ber ég konum. Stuðlamála dyra dís, dugðu mér á honum. Funa veitir faldagná. Fljóðin teit við kjósum. Greppar leita gleði hjá gæfum, feitum drósum. Vænlig fljóðin vilja óð vísnasjóði heyra. Yndið góða ástin rjóð, yrkjum ljóð - og fleira . Hins vegar man ég ekki í svipinn hver orti þessa: Erindi heldur Eisenhower útum flestar koppagrundir. Það er verst hvað hæsin háir honum nú um þessar mundir. Þótt það sé gaman að yrkja dýrt er alltaf ákveðin hætta á að rímorðin fari að ráða of miklu. Stundum reyndar getur það farið bara vel en ekki alveg sjálfgert samt. Anna M Sig- urðardóttir hafði þetta að segja um málið: Oft er rándýrt stirt og stuðlað, stundum sakna ég hins, saman rímið keyrt og kuðlað á kostnað efnisins. Oft er það með gamlar bókmenntir að þær má túlka með ýmsum hætti og lesa eitt og annað út úr orðanna hljóðan. Ekki síst ef búið er að þýða nokkrum sinnum milli tungumála og menningarsvæða. Allsherjargoðinn sálugi orti svo um löngu látinn trúarleiðtoga sem langar bækur hafa verið ritaðar um: Aldrei sást hann inná bar eða lék með konum en forðum þegar veislan var vínið kom frá honum. Það er ekki öruggt að þeir sem sjálfir hafa það best í lífinu séu endilega þeir sem miðla mestri hlýju til smælingjanna. Magnús Sig- urðsson í Arnþórsholti orti eftirfarandi vísu um einhverja sem hann taldi sig standa í þakk- arskuld við þó ekki væri hennar eigið líf neitt ofhlaðið sælu: Auðargrundin gleði svipt græddi undir mínar. Gæti ég undir aðeins lyft amastundir þínar. Gaman væri nú ef einhver gæti upplýst mig um höfundinn að þessari: Ævin er týnd við töf og kák, tækifærin að baki; síðustu leikir í lífsins skák leiknir í tímahraki. Það var hinsvegar Ólafur Gunnarsson frá Borgum sem orti þessa á seinni árum sínum í Borgarnesi: Að mér sækir ellin fast, ennþá stend ég keikur, þó ég reyni að þverskallast það er enginn leikur. Gísli Jónsson menntaskólakennari sá lengi um þættina Íslenskt mál í Morgunblaðinu og birti gjarnan limrur eftir hin ýmsu stórskáld eins og Vilfríði Vestan og fleiri höfuðsnill- inga. Eitt sinn er hann var að ganga frá þætti barst honum skeyti frá Salómon Sunnan: Gefðu Hlymreki Handan nú frí svo hann megi rólega í- huga sitt leir- hnoð. Ekki meir af endemis ótæti því! Eigum svo ekki að enda þetta á vísu eftir Eyjólf Jónasson í Sólheimum. Alltaf gott að hugsa til vorsins: Löngum er mér létt um spor lífsins kenndir vaka. Svona er þegar sól og vor saman höndum taka. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Síðustu leikir í lífsins skák - leiknir í tímahraki Í byrjun desember á liðnu ári var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Bændasamtaka Íslands og um- hverfis- og auðlindaráðuneytis þess efnis að könnuð verði tækifæri í samþættingu landbúnaðar og nátt- úrverndar. Verkefnið er fjármagn- að af umhverfisráðuneytinu sem hefur gert samning við Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins ehf. um að vinna verkefnið. Markmið og tilgangur verkefnisins er að kanna möguleika á samþættingu landbún- aðar og náttúruverndar auk þess að greina tækifæri, hindranir, sam- legðaráhrif og mögulegan ávinning af náttúruverndaraðgerðum á land- búnaðarsvæðum. Vinnufundur í Lyngbrekku „Stór hluti verkefnisins er að leita eftir hugmyndum frá bændum og kanna viðhorf þeirra til náttúru- verndar. Ákveðið var að setja fók- usinn á Vesturland og Norðaustur- land og hafa Mýrar í Borgarbyggð og Bárðardalur í Þingeyjarsveit orðið fyrir valinu sem sérstök rýni- svæði. Boðað hefur verið til funda á svæðunum þar sem kynna á verk- efnið, en einnig kalla eftir stað- bundinni þekkingu og viðhorfum íbúa til náttúruverndar. Fundurinn á Mýrum verður haldin í félags- heimilinu lyngbrekku miðviku- daginn 10. apríl og hefst kl. 12:00 og reiknað er með að hann standi til kl. 15:00,“ segir í tilkynningu. Undanfari fundanna er spurn- ingakönnun sem hefur nú þegar verið send út til bænda til að greina þekkingu þeirra og viðhorf til nátt- úruverndar. Anna Ragnarsdóttir pedersen nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ hefur séð um gerð og uppsetningu könnunarinn- ar en verkefnið verður að hluta til mastersverkefni hennar. Anna mun halda stutta kynningu um verk- efnið sitt og segja frá greiningum úr könnuninni. „Allir þeir sem hafa fengið könnunina senda eru hvattir til að taka þátt og svara könnuninni. Í framhaldi af fundunum munu að- standendur verkefnisins óska eft- ir að hitta bændur og taka við þá stöðluð viðtöl sem verða notuð í greiningarvinnunni. Þeir sem ekki hafa lent í úrtakinu en vilja taka þátt í könnuninni geta haft samband við Önnu Ragnarsdóttur pedersen í gegnum netfangið arp13@hi.is. „Mýramenn og Borgfirðingar, sem áhuga hafa á málefninu, eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í verkefninu. Til að áætla fjölda er fólk beðið um að skrá sig á fundinn en skráning fer fram á heimasíðu RMl. www.rml.is Boðið verður upp á súpu og brauð í há- deginu og eru allir velkomnir,“ seg- ir í tilkynningu. mm Kynningarfundur um landbúnað og náttúruvernd Ráðherra og þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands handsöluðu í byrjun desember samkomulag um að könnuð verði tækifæri í samþættingu landbúnaðar og náttúrverndar. F.v. Sindri Sigurgeirsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Kýr á meltunni. Ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson. Ný listsýning verður opnuð í Hall- steinssal í Safnahúsi Borgarfjarð- ar laugardaginn 13. apríl næstkom- andi. Nefnist hún Vefnaður, þæfing og bókverk og listakonan er Snjó- laug Guðmundsdóttir. Snjólaug er fædd og uppalin á Ísafirði en hef- ur lengi búið á Brúarlandi í Hraun- hreppi á Mýrum. Hún er með vefn- aðarkennarapróf frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands og hefur kennt vefnað og mynd- og hand- mennt ásamt því að vinna við hand- íðir og hönnun í allmörg ár. Við þá iðju notar hún margs konar hráefni, svo sem ull, skeljar, bein og fleira. Hún hefur sótt ýmis námskeið auk þess að halda sjálf námskeið, eink- um í þæfingu. Snjólaug hefur bæði haldið einka- og samsýningar. Á sýningunni nýtir hún band, ull og pappír sem hún hefur lengi átt, en bætir nýju við eftir þörfum. Blómaplatta gerir hún með því að vefja ullarkembu um þæfðar af- klippur og þæfa með þæfingarnál. Blautþæfð verk eru heft á viðar- plötur og í þau ofnu er blandað saman nýju og gömlu. ljóð, sem lengi voru límd á kort, eru komin í bók. Hugmyndir sínar fær Snjó- laug gjarnan frá náttúrunni, ljóðum og ljóðahendingum, myndum og því sem hugurinn fangar og leiðir til hugmynda að verkum. Núverandi verkefni í Hallsteins- sal er sýning Josefinu Morell og hefur hún hlotið afar góða aðsókn. Íbúar og gestir Borgarfjarðar hafa gegnum tíðina verið duglegir að sækja listsýningar í Safnahúsi og margir listamenn í héraðinu hafa sýnt þar. Salurinn er kenndur við listvininn Hallstein Sveinsson sem gaf Borgnesingum umfangsmik- ið og merkilegt listasafn sitt árið 1971. Í Safnahúsi er unnið sam- kvæmt hugsjónum hans. Þess má geta að næsta verkefni í Hallsteins- sal er fræðslusýning úr sjálfu safni Hallsteins og verður hún opnuð 18. maí. Sýning Snjólaugar verður opin kl. 13.00-16.00 á opnunardaginn og eftir það 13.00-18.00 alla virka daga fram að 1. maí en eftir það alla daga samkvæmt sumaropnunartíma Safnahúss. -fréttatilkynning Sýning Snjólaugar opnuð í Safnahúsi 13. apríl Snjólaug Guðmundsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.