Skessuhorn - 30.01.2019, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 13
rekstur Hlégarðs og Gamla kaup-
félagsins undir Veislum og við-
burðum ehf.,“ segir hann. „Þetta
er rosalega erfiður bissniss, veit-
ingarekstur og skemmtanir. Það
eru engar fastar tekjur, þetta þarf
að rekast á manninum sem kaupir
sér hamborgara, bjórglas eða miða
á tónleika. Það var svo komið að
við hluthafar Hlégarðs sáum fram
á of mikið tap í hverjum mánuði og
að fara að skulda fólki. Það er ekk-
ert verra en að skulda, þá er mað-
ur búinn að missa tökin. En síðan
sameinum við Hlégarð og Gamla
Kaupfélagið undir Veislur og við-
burði og bingó! Allt í einu ganga
báðir staðirnir mjög vel,“ segir Ís-
ólfur.
„Ótrúlegir hlutir á
stuttum tíma“
„Stundum þarf maður að leita út
fyrir boxið eftir lausnum, velta fyr-
ir sér öllu sem mögulega er hægt að
gera til að hlutirnir gangi upp. Eftir
á að hyggja held ég að hvorki Hlé-
garður né Gamla Kaupfélagið hefði
getað rekið sig í sitthvoru lagi. En
saman þá gengur dæmið upp. Ég
og Gunni keyptum hina hluthafana
út úr Hlégarði og áttum helmings-
hlut hvor í Veislum og viðburð-
um. Hluthafar þess félags eru núna
orðnir fjórir og reksturinn gengur
vel. Við erum búin að gera ótrúlega
hluti á merkilega stuttum tíma. Það
er ótrúlegt að segja frá því en þetta
félag hefur verið rekið með hagn-
aði frá upphafi og það sem meira
er, hluthafarnir hafa getað greitt
sér laun frá byrjun. Það er alls ekk-
ert sjálfgefið að það sé hægt fyrstu
árin,“ segir hann. „Hluthafarnir
hafa aftur á móti sannarlega fengið
að vinna fyrir hverri krónu og frá-
bært starfsfólk hefur lagt tíma sinn
og vinnu í þetta með okkur. Til
að svona sé hægt þarf stemningin
í hópnum að vera góð, því stund-
um lendir margt á einum manni og
þá er ég ekki að tala um mig,“ bæt-
ir hann við og hlær. „Þarna þurfa
allir að leggjast á eitt sem standa
að baki rekstrinum og það sem er
enn mikilvægara, að hafa geysilega
öflugt starfsfólk. Í öllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur hef ég verið
með svakalega gott fólk í kringum
mig, bæði meðeigendur og starfs-
fólk. Öðruvísi ganga hlutirnir ekki
upp.“
Fjölskyldan að byggja
upp saman
En það er ekki bara í vinnunni
sem skiptir máli að hafa gott fólk í
kringum sig. Ísólfur segir enn mik-
ilvægara að eiga góða fjölskyldu.
„Ég hef alla tíð í öllu mínu brasi
fengið gríðarlega góðan stuðn-
ing heima fyrir. Við höfum verið
saman í þessu og Aldís hefur alltaf
staðið þétt við bakið á mér. Það er
ómetanlegt,“ segir hann. „Hvern-
ig þér líður heima hjá þér endur-
speglar rosalega mikið bara hvern-
ig þér líður almennt. Ef þér líður
vel þá verður meira til. Það er allt-
af mikilvægt að hafa það í huga,“
segir Ísólfur en því fylgja vitanlega
fórnir. „Ég var að rifja upp með Al-
dísi um daginn hvað þetta var mik-
ill rússíbani fyrstu árin og það er
ekki allt frábært við þetta. Yngsta
barnið okkar er nánast algjörlega
alið upp af móður sinni, sem er
mikil synd, því þetta er það sem
skiptir máli í lífinu. En á móti kem-
ur að við erum saman í að byggja
eitthvað upp, öll fjölskyldan,“ seg-
ir Ísólfur.
„Ég hélt reyndar þegar ég var
yngri að ég myndi ekki ná að verða
fertugur. Ég veit ekki af hverju, ég
hélt það bara. Maður er búinn að
lenda í mörgu, missa vini og lífið
á okkur félögunum var ekkert allt-
af það besta. Þegar maður er ung-
ur og hugsar um sig fertugan þá
sér maður bara fyrir sér einhvern
gamlan karl. Svo vaknar maður eft-
ir nokkrar vikur, orðinn fertugur
en ennþá sami gaurinn, bara með
örlítið meiri reynslu,“ segir Ísólfur.
„En maður tekur því bara vel, þetta
er líka spurning um attitjút. Maður
verður að vera jákvæður fyrir líf-
inu. Þó að neikvæðnin sé nauðsyn-
leg með og inn á milli þá má hún
aldrei taka stjórnina. Maður verður
að vera á tánum og opinn fyrir öllu.
Hliðarverkefnin sem maður tekur
að sér eru oft skemmtilegust og
nauðsynleg til að krydda tilveruna
og halda manni við efnið.“
Báran brugghús að
komast á rekspöl
Eitt slíkra hliðarverkefna er Báran
Brugghús, sem er einmitt að kom-
ast á rekspöl um þessar mundir.
Brugghúsið er komið með rekstrar-
leyfi og fyrstu bjórarnir voru seldir
á Þorrablóti Skagamanna um liðna
helgi, tvær tegundir. Þá er bjór frá
Bárunni einnig kominn á krana
á Gamla Kaupfélaginu. „Að Bár-
unni stendur stór hópur, tíu hlut-
hafar, og þetta eru allt snillingar.
Í grunninn er þetta áhugamanna-
félag um bjór, menn sem hafa það
fyrir áhugamál að brugga. Þegar
aðrir kaupa sér nýja golfkylfu kaupa
þeir sér nýjan bjórkrana eða kút og
prófa aðra uppskrift,“ segir Ísólf-
ur. „Þetta er fyrsta löglega brugg-
húsið á Akranesi svo ég viti, þó hér
í bæ hafi auðvitað verið bruggað
alls konar landasull í gegnum tíð-
ina,“ segir hann og hlær við. „En
á Bárunni brugghúsi verður fram-
leiddur hágæðabjór. Í framtíð-
inni langar okkur að vera með smá
svona sögusetur um Akranes í Bár-
unni. Núna erum við að vinna að
því að koma vörunni okkar af stað
í sölu. Þá kemur fé inn í reksturinn
og með tíð og tíma getum við farið
að taka á móti fólki. Okkur langar
að hafa smá sögusetur um Akranes
í Bárunni, þar sem fólk getur kom-
ið, fræðst um bæinn og starfsemina
þar eftir að brugghúsið verður opn-
að formlega. Ég á von á því að fyrst
um sinn verði slík opnun bundin
við einstaka viðburði og skipulagð-
ar hópferðir. Vonandi rennur upp
sá dagur fyrr en síðar að hægt verði
að hafa reglulegan opnunartíma í
Bárunni brugghúsi. Þangað til ein-
beitum við okkur að því að koma
sölunni af stað,“ segir Ísólfur.
Viðburðaríkt ár að baki
Við erum komin nálægt núinu í
tíma og 2018 var stórt ár hjá Ísólfi.
Hann stóð fyrir endurkomutón-
leikum Írafárs með miklum bravúr
síðasta sumar, þar sem seldist upp í
Eldborgarsal Hörpu fyrir hádegi á
fyrsta degi miðasölunnar og nánast
varð uppselt á aukatónleikana sama
dag. En Ísólfur gerði ekki síður vel
í heimabænum vorið 2018, þeg-
ar hann tók að sér að halda Söng-
keppni framhaldsskólanna með að-
eins tveggja vikna fyrirvara. „Ég
viðurkenni að þá spurði ég mig
hvort ég væri endanlega orðinn
ruglaður,“ segir Ísólfur og hlær við.
„Það var hringt í mig þegar var far-
ið að nálgast miðnætti á miðviku-
degi og spurt hvort ég gæti hald-
ið keppnina. Ég svaraði bara ját-
andi og var ekkert búinn að hugsa
út í þetta meir,“ segir hann. Ísólf-
ur segist hafa hringt nokkur símtöl
og alls staðar hafi viðkvæðið verið
það sama. Hann var varaður við,
verkefnið væri ómögulegt á þessum
tíma. Búið hafi verið að fresta söng-
keppninni og síðan aflýsa henni.
Það eitt og sér ætti að vera nóg til
þess að segja honum að það væri al-
gert glapræði að taka verkefnið að
sér. En Ísólfur var hvergi banginn
og hefur raunar aldrei verið það.
„Mamma sagði einu sinni við mig;
„vandamálið við þig Ísólfur er að þú
ert ekki hræddur við neitt.“ Það er
margt til í því og það hefur margoft
komið mér í koll en líka fleytt mér
áfram,“ segir hann.
Algjör sælutilfinning
eftir söngkeppnina
„En þennan fimmtudag, daginn
eftir að fyrst var hringt í mig út
af söngkeppninni var ég búinn að
skipuleggja sjóvið í megindráttum.
Það gekk allt upp. Ég var kominn
tilboð í sjónvarpsútsendingu frá öll-
um sjónvarpsstöðvunum, búinn að
fá tónlistarmenn til að spila undir
þó það hafi reyndar klikkað seinna,
en heilt yfir þá gekk allt vel. Ég var
í samskiptum við 26 nemendafélög
og hvert og eitt atriði þurfti að vera
svona og svona, búinn að semja um
tækjabúnað og skipuleggja hvenær
fólk gæti komið. Allt ætlaði þetta að
ganga upp,“ segir hann. „Á meðan
á þessu stóð þá ætlaði ég alltaf að
stinga af og fara til Akureyrar ein-
mitt þessa helgi, því ég var búinn
að lofa konunni því,“ segir hann og
hristir hausinn. „Ég var bara harður
á því að fara í þessa ferð þangað til
Aldís stoppaði mig af, því ég hefði
aldrei svikið það. Mikið var ég samt
ánægður að hún gerði það. Ég var
búinn að ráða frábært fólk í þetta
með mér og auðvitað hefði þetta
allt gengið upp en ég hefði aldrei
vilja missa af þessu. Að sjá þetta allt
saman smella var ólýsanlega gam-
an. Eftir keppnina var eitt augna-
blik sem allir sem komu að þessu
stóðu bara grafkyrrir. Krakkarn-
ir, sjónvarpsfólkið frá RÚV, tækni-
mennirnir, dómnefndin og ég. All-
ir stoppuðu eitt augnablik, litu á
hvorn annan og trúðu ekki að þetta
hefði gengið upp. Algjör sælutil-
finning,“ segir hann.
„Það kemur allt
úr umhverfinu“
Ísólfur lítur ánægður til baka yfir
farinn veg og er fullur tilhlökk-
unar fyrir komandi tímum. „Árið
2018 var risastórt ár hjá okkur, við
erum komnir með félag sem get-
ur allt þegar kemur að veislum og
viðburðahaldi, ásamt bjórnum í
þokkabót þá getur þetta ekki klikk-
að – sjö, níu, þrettán,“ segir hann
og brosir. „En maður verður allt-
af að hafa í huga að stundum verð-
ur að horfa út fyrir boxið og taka
kannski tvö, þrjú hliðarskref til að
finna lausnina. Ef eitthvað klikk-
ar þá kemur alltaf eitthvað annað
í staðinn. Til að finna það verður
maður að tala við fólkið í kring-
um sig og fá það til að hjálpa sér
að leita að lausninni. Það er eng-
inn svo klár að hann geti gert allt
einn og að hugmyndirnar spretti
fram í tómarúmi. Það kemur allt úr
umhverfinu og frá fólkinu sem þú
ert með. Umfram allt verða menn
að reyna að hafa gaman af því sem
þeir gera og að vera með gott fólk
í kringum sig,“ segir Ísólfur Har-
aldsson að endingu.
kgk
Ásamt starfsfólki Veisla og viðburða ehf. í skemmtiferð í Reykjavík síðasta vor.
Ljósm. Gamla Kaupfélagið.
Á góðri stundu að syngja Kátir voru karlar baksviðs á Lopapeysunni 2018 með
Birgittu Haukdal, Jóni Jónssyni og Friðriki Dór Jónssyni. Ljósm. úr einkasafni.
Ísólfur og Lína langsokkur fyrir utan Hlégarð vorið 2015. Ljósm. úr einkasafni.
Ísólfur og Hallgrímur Ólafsson, Halli melló, í aðdraganda Lopapeysunnar á Írskum
dögum 2016, en Halli sá þá um skipulagningu hátíðarinnar. Ljósm. úr safni.