Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 201914 Á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi var á laugardaginn frum- sýndur einleikurinn Farðu á þinn stað, minningar Theodórs Kristins Þórðarsonar, í leikstjórn Geirs Kon- ráðs Theodórssonar. Sjálfur kynnir höfundurinn og eini leikarinn í sýn- ingunni verkið sem sjálfsævisögu- legan einleik þar sem ferðast er allt frá Kínahverfinu í Borgarnesi og fram á Ystu Nöf þar sem hann nú býr ásamt Maríu Erlu Geirsdóttur eiginkonu sinni. Verk þetta byggir á minningum Tedda allt frá uppvaxt- arárunum í Borgarnesi; forfeðrun- um og frændgarðinum gerð góð skil með sýnilegri væntumþykju. Bland- að er inn í nokkra söguhringi þátt- um úr starfi og leik, kryddað með frásögnum af litríkum samferða- mönnum og drepið jafnvel á óupp- lýst (saka)mál í heimabænum. „Þeg- ar við hættum að taka eftir skrítnu kvistunum sem lita samfélagið sem við búum í, er það vegna þess að við erum sjálfir orðnir hluti af þeim,“ sagði Theodór þegar hann vitnaði í samtal sem hann átti eitt sinn við Einar Ingimundarson málara. Handrit og uppsetning þessarar sýningar er útpælt og aldrei í tæp- lega tveggja tíma sýningu leiddist áhorfendum. Þvert á móti var mik- ið hlegið og oft fór ánægjukliður um salinn þegar ljósmyndir af gengnum vinum birtust á skjánum. Teddi hef- ur alla tíð verið liðtækur ljósmyndari og myndirnar sem hann hefur tínt til krydda frásögnina lífi og hjálpa mik- ið við að færa áhorfendur til baka í huganum. Lífshlaup Theodórs er fjölbreytt og af mörgu að taka hjá manni sem ætíð hefur ræktað sagnalistina. Hann sem pjakkur ólst upp í litríku sam- félagi sem var allt í kringum bæinn Dal, lærði rennismíði á yngri árum en gekk síðar í lögregluskólann og gerði að ævistarfi. En þau voru fjöl- mörg aukaverkin sem hann hefur tekið að sér. Var meðal annars frétta- ritari Moggans, dyravörður á hótel- inu, liðtækur í leikstarfi, gerði út bát og stofnaði flugklúbb. Teddi hefur því sífellt verið á ferð og flugi og í áranna rás safnað aldeilis ótrúlegu magni af minningum sem í verkinu eru dregnar fram þannig að úr verð- ur mögnuð frásögn, skemmtileg, laus við tilgerð og sem engan meið- ir. Vænst af öllu þótti mér um hversu hlýlega hann sagði frá vinum sínum Sveini M Eiðssyni og Júlíusi Axels- syni, fólkinu á Grjóti, Steina Jóru og mörgum fleirum. Fólki sem fetaði ekki endilega sömu slóðir og aðrir, en bjó yfir hæfileikum sem gerðu það ódauðlegt í minningunni. Farðu á þinn stað, í flutningi Tedda löggu, er tvímælalaust eitt heilsteyptasta og skemmtilegasta verk sem sett hefur verið á fjalirn- ar í seinni tíð. Að mínu áliti er það beinlínis skylda allra sem eiga rætur í Borgarnesi og héraðinu öllu að sjá þessa mögnuðu sýningu. Því er að mínu viti hófstillt áætlun Tedda um alls fimm sýningar á verkinu, þegar fokin út í veður og vind. Magnús Magnússon Þær tóku daginn snemma konurnar í Kvenfélagi Ólafsvíkur síðasta þriðjudag. Þá bökuðu þær 2.070 sólarpönnukökur, ýmist með sykri eða rjóma. Hófust þær handa við að baka um hálf fimm leytið um morg- uninn en deigið höfðu þær útbú- ið daginn áður að hluta til. Fyrir- tæki og stofnanir sem höfðu pantað pönnukökur ýmist sóttu eða fengu þær keyrðar til sín og var byrjað að keyra út fyrir klukkan átta um morguninn. Bakstrinum og frá- gangi var svo lokið um klukkan ell- efu. Í Kvenfélagi Ólafsvíkur eru 37 félagskonur og mættu allar sem vettlingi gátu valdið í þetta verk- efni en bakstur á sólarpönnukökum er ein af aðal fjáröflunum félags- ins. Vildu kvenfélagskonurnar fá að koma á framfæri kæru þakklæti fyr- ir þær góðu viðtökur sem þær ætíð fá við þessu verkefni sínu. þa Bökuðu sólarpönnukökur fyrir íbúa Snæfellsbæjar Kvenfélagskonur sælar og glaðar eftir baksturinn. Íbúar Grundarfjarðar tóku fagn- andi á móti fyrstu sólargeislum ársins þegar hún sendi geisla nið- ur í byggðina í örskamma stund mánudaginn 28. janúar. Vafalaust hafa einhverjir íbúar dregið fram pönnukökupönnur og þeytt rjóma í tilefni dagsins. Dagarnir verða nú sífellt lengri með hverjum degin- um og eflaust eiga sólargeislarn- ir eftir að ylja bæjarbúum oftar á næstu misserum. tfk Sólin lét sjá sig í Grundarfirði Sólin gyllir Kirkjufellið skömmu eftir hádegið síðasta mánudag. Þarðu á þinn stað - frumsýning á Söguloftinu Þórir Þorvarðarson var fenginn í hlutverk statista þegar Teddi sýndi gestum þegar hann var rotaður í ærslum hjá þeim Kletts- bræðrum. Eggert læknir sagði hann hafa fengið heilahristing og fyrirskipaði viku frí frá skóla. María Erla, Theodór og Geir Konráð að frumsýningu lokinni. Kjartan og Sirrý í Landnámssetrinu voru í skýjunum með nýjustu sýninguna á Söguloftinu. Meðal fastra liða í fjáröflun So- roptimistaklúbbs Akraness er gríð- armikill pönnukökubakstur daginn fyrir bóndadag. Fyrirtæki kaupa þá rjómapönnsur eða sykraðar og fá ekið heim að dyrum að morgni bóndadags. Klúbbkonur höfðu því í nægu að snúast á fimmtudaginn og bökuðu á fimmta þúsund ilm- andi pönnukökur. Þær smökkuð- ust með ágætum - það getur rit- stjórn Skessuhorns staðfest. mm/ Ljósm. als. Pönnukökur víða á borðum á bóndadaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.