Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 21

Skessuhorn - 30.01.2019, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 21 Borgarbyggð - miðvikudagur 30. janúar Skallagrímskonur taka á móti Stjörnunni í Domino‘s deildinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Grundarfjörður - miðvikudagur 30. janúar Grundfirðingar mæta Haukum B í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 20:15 í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Borgarbyggð - fimmtudagur 31. janúar Borgarnes borðar saman, í Landnámssetrinu kl. 18:00. Borgnesingar hittast og borða góðan mat í góðum félagsskap. Á matseðlinum er kjúklingabaunapottréttur, grísapottrétur, salat og brauð. Dótahornið verður á sínum stað - því fleiri börn því skemmtilegra. Viðburðurinn er fyrst og fremst hugsaður til að auðvelda barnafjölskyldum lífið, sem tækifæri til að gera sér dagamun í skammdeginu og deila máltíð með fólki sem annars myndi ekki hittast. Mikilvægt er að senda tölvupóst á borgarnesbordarsaman@ gmail.com til að vita um það bil hversu margir ætla að mæta. Akranes - fimmtudagur 31. janúar ÍA mætir Ármanni í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu frá kl. 20:30. Borgarbyggð - föstudagur 1. febrúar Skallagrímur tekur á móti Breiðabliki í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Dalabyggð - föstudagur 1. febrúar Keppt verður í Smala í Nesoddahöllinni kl. 20:00. Að Smalanum loknum fer fram keppni í skemmtitölti. Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki, sameinuðum unglinga- og ungmennaflokki og opnum flokki. Brautin verður tilbúin kl. 17:00 á mótsdag svo að keppendur geti prófað hana fyrir sjálfa keppnina. Upplýsingar um skráningu og fleira tengt keppninni má nálgast á heimasíðu Hestamannafélagsins Glaðs, www.gladur.is. Borgarbyggð - föstudagur 1. febrúar „Farðu á þinn stað“ á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Teddi lögga tekur sjálfan sig til kostanna í sjáfsævilegum einleik þar sem ferðast er frá Kínahverfinu í Borgarnesi og alveg út á Ystu Nöf, þar sem hann á heima. Höfundurinn, Theodór Kristinn Þórðarson, betur þekktur sem Teddi lögga, rekur í máli og myndum ýmis atvik í samskiptum sínum við samferðafólk sitt, allt frá barnæsku og fram til vorra daga. Miðasala á www. landnam.is. Miðaverð kr. 3.000. Snæfellsbær - föstudagur 1. febrúar Hljómsveitin Valdimar blæs til tónleika í Frystiklefanum í Rifi kl. 20:00. Miðasala og nánari upplýsingar á www.tix.is. Borgarbyggð - föstudagur 1. febrúar Þorrablót í Lyngbrekku. Húsið opnar 20:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 21:00. Að venju verða heimatilbúin skemmtiatriði að hætti Mýramanna. Hljómsveitin Meginstreymi leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Hvalfjarðarsveit - laugardagur 2. febrúar Þorrablót í Fannahlíð. Húsið opnar kl. 20:00. Þorramatur frá Galito. Hljómsveitin Durtarnir leikur fyrir dansi. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu viðburðarins. Borgarbyggð - laugardagur 2. febrúar Auður Djúpúðga - Sagan öll laugardaginn 2. febrúar kl. 20:00 og sunnudaginn 3. febrúar kl. 16:00. Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem stígur á stokk á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og segir söguna alla af konunni sem á enga sína líka í landnámssögunni. Vilborg lauk þríleik sínum um Auði djúpúðgu síðasta haust með bókinni Blóðug jörð og hafa gagnrýnendur og lesendur hlaðið verkið lofi. Miðaverð kr. 3.500 og miðasala er á www. landnam.is. Borgarbyggð - sunnudagur 3. febrúar Þjóðahátíð í Borgarnesi. Félag nýrra Íslendinga gengst árlega fyrir þjóðahátíð sem að þessu sinni verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 14:00 til 17:00. Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - mánudagur 4. febrúar Tolkien og íslenskar miðaldabókmenntir. Námskeið í Snorrastofu í Reykholti kl. 20:00 til 22:00. Fjórða kvöldið af sex. Efni námskeiðsins að þessu sinni er; Tolkien og draugar - Grettissaga og Bjólfskviða. Leiðbeinandi er dr. Ármann Jakobsson. Stykishólmur - miðvikudagur 6. janúar Vesturlandsslagur í körfunni! Snæfell tekur á móti Skallagrími í Domino‘s deild kvenna. Leikið verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi frá kl. 19:15. Borgarbyggð - fimmtudagur 7. febrúar Alzheimerkaffi í Borgarbyggð. Berglind Indriðadóttir hjá Farsæl Öldrun-þekkingarmiðstöð kemur og fjallar um mikilvægi virkni í daglegu lífi með heilabilun. Kaffiveitingar, söngur og gleði. Vonumst til að sjá sem flesta. Guðný & Ólöf tenglar Alzheimersamtakanna í Borgarbyggð Kaffigjald 500 kr. Allir velkomnir. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 23. janúar. Drengur. Þyngd: 4.340 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Hekla Haraldsdóttir og Ómar Logi Þorbjörnsson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 25. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.068 gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar: Ingibjörg Ólafsdóttir og Valdimar Hjaltason, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. Brúarás leitar að starfsfólki Brúarás leitar að matráið eða vönum manni/konuí eldhús og starfsmanni í sal frá 1. maí til 31. október 2019. Brúarás er veitinga- og kaffihús í glæsilegu umhverfi í uppsveitum Borgarfjarðar. Áhugasamir hafi í síma 435-1270 eða á bruaras@ geocenter.is. Íbúð í Borgarnesi Par leitar að íbúð til leigu í eða kringum Borgarnes í sumar, frá ca. 1. júlí til 1. ágúst. Erum 35 ára par með einn tæplega tveggja ára gutta. Ef einhver vill hafa tekjur af íbúðinni sinni endilega hafið samband, Árni og Harpa. arnikristjans.arkandi@gmail. com. Markaðstorg Vesturlands AtvinnA í boði 27. janúar. Drengur. Þyngd: 3.262 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Ásta Sæunn Ingólfsdóttir og Ásgeir Örn Arnarson, Akranesi. Ljósmóðir: Jenný Inga Eiðsdóttir. LEiGUMARKAðUR

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.