Skessuhorn - 30.01.2019, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 201922
Skagastúlkurnar og frænk-
urnar Rósa Kristín Hafsteins-
dóttir og Demi van den Berg
dönsuðu til verðlauna ásamt
dansfélögum sínum á Reykja-
vík International Games um
helgina. Rósa Kristín og Aron
Logi Hrannarsson, sem dansa
fyrir Dansíþróttafélag Hafnar-
fjarðar, sigruðu í latindönsum
í flokki unglinga II - meistara-
flokki og þau Demi og Aldas
Zgirskis úr Dansfélagi Bílds-
höfða, höfnuðu þar í öðru
sæti. Demi og Aldas kepptu
einnig í standarddönsum þar
sem þau höfnuðu í öðru sæti
og stóðu uppi sem stigahæstu
dansarar mótsins.
kgk/ Ljósm. aðsendar.
Dönsuðu til sigurs á
Reykjavíkurleikunum
Skagastúlkan Rósa Kristín og Aron Logi
sigruðu í latin dönsum í unglingaflokki
II - meistaraflokki.
Demi van den Berg og Aldas Zgirskis höfnuðu í öðru sæti í latin og standard
í flokki unglinga II - meistaraflokki og stóðu uppi sem stigahæstu dansarar
mótsins.
Á föstudagskvöld fengu Snæfell-
ingar loks leikinn sem þeir hafa
beðið eftir í allan vetur, þegar þeir
tóku á móti Sindra í 1. deild karla
í körfuknattleik. Hólmarar léku
afar vel og höfðu heldur yfirhönd-
ina þó leikurinn hafi verið mjög jafn
og spennandi á löngum köflum.
Að lokum fór svo að Snæfellingar
höfðu betur með 89 stigum gegn
79 og kræktu þar með í fyrstu stig
vetrarins.
Jafnræði var með liðunum í upp-
hafi leiks. Snæfellingar náðu undir-
tökunum um miðjan fyrsta leikhluta
og leiddu með fimm stigum að hon-
um loknum, 25-20. Gestirnir svör-
uðu fyrir sig í öðrum fjórðungi og
jöfnuðu metin. Eftir það var leikur-
inn æsispennandi allt þar til flautað
var til hálfleiks. Liðin skiptust á að
leiða með örfáum stigum en það var
Sindri sem var yfir í hléinu, 38-43.
Snæfellingar voru mjög öflug-
ir í upphafi síðari hálfleiks og voru
fljótir að gera forystu gestanna að
engu. Þeir léku áfram vel, komust
yfir og góður endasprettur skilaði
þeim tíu stiga forskoti fyrir loka-
fjórðunginn, 70-60. Tilraunir gest-
anna til að minnka muninn í loka-
fjórðungnum báru ekki árangur.
Snæfellingar svöruðu hverri körfu,
héldu gestunum í skefjum og unnu
að lokum langþráðan sigur, 89-79.
Dominykas Zupkauskas átti stór-
leik fyrir Snæfell, skoraði 36 stig,
tók sex fráköst og gaf fimm stoð-
sendingar. Ísak Örn Baldursson
skoraði 23 stig, Aron Ingi Hinriks-
son skoraði 14 stig og reynslubolt-
inn Darrel Flake skoraði tíu stig og
tók 13 fráköst.
Matic Macek skoraði 15 stig, tók
fimm fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar í liði Sindra. Gísli Þórarinn
Hallsson skoraði 15 stig einnig,
Árni Birgir Þorvarðarson var með
13 stig og átta fráköst, Hallmar
Hallsson skoraði tólf stig og þeir
Ivan Kekic og Nikolas Susa skor-
uðu tíu stig hvor.
Snæfell og Sindri hafa tvö stig
hvort lið á botni deildarinnar, en
Snæfell á þó leik til góða á Horn-
firðinga. Næst leika Snæfellingar
föstudaginn 1. febrúar næstkom-
andi, þegar þeir mæta liði Vestra á
Ísafirði. kgk
Fyrsti sigur Snæfells í höfn
Hinn ungi og efnilegi
Ísak Örn Baldursson átti
skínandi fínan leik í fyrsta
sigri Snæfells í vetur.
Ljóms. sá.
Snæfellskonur þurftu að játa sig
sigraðar eftir æsispennandi fram-
lengdan leik gegn Stjörnunni í
Domino‘s deild kvenna á mið-
vikudagskvöld, 88-87. Leikið var í
Garðabæ.
Stjarnan hafði undirtökin í fyrsta
leikhluta og níu stiga forskot að
honum loknum, 22-13. Snæfells-
konur byrjuðu annan fjórðung-
inn af miklum krafti og minnkuðu
muninn í eitt stig áður en hann var
hálfnaður, 26-25. Þá tók Stjarnan
góða rispu sem skilaði átta stiga
forskoti í hléinu, 38-30.
Snæfellskonur mættu inn í síð-
ari hálfleikinn af miklum krafti og
höfðu minnkað í tvö stig þegar leik-
hlutinn var hálfnaður. Þeim tókst
þó ekki að taka forystuna í leiknum
og Stjarnan leiddi með fimm stig-
um fyrir lokafjórðunginn. Þar lék
Snæfell vel og þjarmaði verulega að
Stjörnunni. Hólmarar náðu góðum
kafla seint í leiknum, komust yfir og
leiddu með sex stigum þegar rúm
mínúta lifði leiks. Stjarnan minnk-
aði muninn í eitt stig, sendi Snæ-
fell á vítalínuna og munurinn þrjú
stig með tíu sekúndur á klukkunni.
Stjarnan stillti upp í þriggja stiga
skot til að jafna leikinn og ofan í fór
það. Staðan 73-73 eftir venjulegan
leiktíma og því varð að framlengja.
Stjarnan náði forystunni snemma
í framlengingunni og hafði þriggja
stiga forskot á lokasekúndum leiks-
ins. Þær brutu síðan á Kristen
McCarthy í þriggja stiga skoti með
eina sekúndu á klukkunni. Fyrsta
vítaskot hennar geigaði hins veg-
ar og úrslitin þar með ráðin. Hún
setti næstu tvö niður
og lokatölur því eins
stigs tap Snæfells eft-
ir mikinn spennuleik,
88-87.
Kristen McCarthy
átti stórleik fyr-
ir Snæfell, skoraði
37 stig og reif niður
22 fráköst. Angelika
Kowalska var með
14 stig, Gunnhildur
Gunnarsdóttir 13 og
Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir skoraði ell-
efu stig og gaf fimm
stoðsendingar.
Danielle Rodrigu-
ez setti upp mynd-
arlega þrennu í liði
Stjörnunnar, skoraði
25 stig, tók tólf frá-
köst og gaf tólf stoð-
sendingar. Ragna
Margrét Brynjars-
dóttir var með 15 stig
og níu fráköst, Auður
Íris Ólafsdóttir skor-
aði 14 stig, Bríet Sif
Hinriksdóttir skoraði
tólf stig og tók sex
fráköst og Ragnheið-
ur Benónísdóttir var
með tíu stig og ellefu
fráköst.
Snæfell situr í
þriðja sæti deildar-
innar með 22 stig,
jafn mörg og Valur í
sætinu fyrir neðan en tveimur stig-
um á eftir KR og fjórum stigum
á eftir toppliði Keflavíkur. Næsti
leikur Snæfells er stórleikur gegn
KR á útivelli í kvöld, miðvikudag-
inn 30. janúar. kgk
Eins stigs tap í dramatískum leik
Kristen McCarthy átti stórleik fyrir Snæfell. Ljósm. sá.
Á föstudagskvöld fengu Snæfelling-
ar loks leikinn sem þeir hafa beðið
eftir í allan vetur, þegar þeir tóku á
móti Sindra í 1. deild karla í körfu-
knattleik. Hólmarar léku afar vel og
höfðu heldur yfirhöndina þó leikur-
inn hafi verið mjög jafn og spenn-
andi á löngum köflum. Að lokum
fór svo að Snæfellingar höfðu betur
með 89 stigum gegn 79 og kræktu
þar með í fyrstu stig vetrarins.
Jafnræði var með liðunum í upp-
hafi leiks. Snæfellingar náðu und-
irtökunum um miðjan fyrsta leik-
hluta og leiddu með fimm stigum
að honum loknum, 25-20. Gestirn-
ir svöruðu fyrir sig í öðrum fjórð-
ungi og jöfnuðu metin. Eftir það
var leikurinn æsispennandi allt þar
til flautað var til hálfleiks. Liðin
skiptust á að leiða með örfáum stig-
um en það var Sindri sem var yfir í
hléinu, 38-43.
Snæfellingar voru mjög öflugir
í upphafi síðari hálfleiks og voru
fljótir að gera forystu gestanna að
engu. Þeir léku áfram vel, komust
yfir og góður endasprettur skilaði
þeim tíu stiga forskoti fyrir loka-
fjórðunginn, 70-60. Tilraunir gest-
anna til að minnka muninn í loka-
fjórðungnum báru ekki árangur.
Snæfellingar svöruðu hverri körfu,
héldu gestunum í skefjum og unnu
að lokum langþráðan sigur, 89-79.
Dominykas Zupkauskas átti stór-
leik fyrir Snæfell, skoraði 36 stig,
tók sex fráköst og gaf fimm stoð-
sendingar. Ísak Örn Baldursson
skoraði 23 stig, Aron Ingi Hinriks-
son skoraði 14 stig og reynslubolt-
inn Darrel Flake skoraði tíu stig og
tók 13 fráköst.
Matic Macek skoraði 15 stig, tók
fimm fráköst og gaf fimm stoð-
sendingar í liði Sindra. Gísli Þórar-
inn Hallsson skoraði 15 stig einnig,
Árni Birgir Þorvarðarson var með
13 stig og átta fráköst, Hallmar
Hallsson skoraði tólf stig og þeir
Ivan Kekic og Nikolas Susa skor-
uðu tíu stig hvor.
Snæfell og Sindri hafa tvö stig
hvort lið á botni deildarinnar, en
Snæfell á þó leik til góða á Horn-
firðinga. Næst leika Snæfellingar
föstudaginn 1. febrúar næstkom-
andi, þegar þeir mæta liði Vestra á
Ísafirði.
kgk
Fyrsti sigur Snæfells í höfn
Hinn ungi og efnilegi Ísak Örn Baldursson átti skínandi fínan leik í fyrsta sigri
Snæfells í vetur. Ljóms. sá.