Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201918
Þegar blaðamaður kíkti í heimsókn
til eftirlitskisunnar Bellu var hún
nýkomin heim úr hefðbundinni eft-
irlitsferð um Akranes. Bella flutti til
Líneyjar Hendrikku Harðardóttur
og fjölskyldu við Eyrarflöt á Akra-
nesi fyrir rétt tæpum þremur árum.
Hún var fljót að aðlagast nýja heim-
ilinu og lagði strax mikla áherslu á
að gefa af sér til samfélagsins. Bella
tók því að sér það mikilvæga starf
að verða eftirlitskisa Akraness og
sér hún um allt hefðbundið eftir-
lit um allan bæ. Rætt var við hana
undir lok síðustu viku.
„Ég legg mikla áherslu á eftirlit
með öllu skólahaldi enda eru skól-
ar hornsteinn hvers samfélags og
það er mikilvægt að gæta vel að öllu
því starfi sem fram fer innan veggja
skólanna,“ mjálmar Bella hreyk-
in. Hún fer reglulega og tekur þátt
í kennarafundum í Grundaskóla
auk þess sem hún kíkir reglulega í
Brekkubæjarskóla. „Það er dálítið
langt að fara alla leið í Brekkubæj-
arskóla svo ég kíki sjaldnar þangað.
Þá þykir mér líka gott að einkabíl-
stjórinn sækir mig á bílnum þegar
ég er búin,“ mjálmar Bella. Hún
sinnir einnig reglulegu eftirliti í
leikskólum bæjarins auk þess sem
hún kemur stundum við í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. „Það er
ekki létt verk að sinna þessu eftir-
liti í bæ með svona marga skóla.
Það má ekki heldur gleyma því að
hafa eftirlit með bæði heimilum og
öðrum fyrirtækjum. En mér þykir
alltaf gott að koma í leikskólana,
börnin kunna best af öllum að meta
mig.“
Tekur öllum vel
Bella er orðið þekkt andlit á Akra-
nesi enda vita íbúar vel hversu gott
og fórnfúst starf hún hefur unn-
ið í þágu samfélagsins. „Ég er
mjög fræg, fólk horfir og bendir á
mig út um allan bæ. Það er stund-
um óþægilegt og ég myndi frek-
ar vilja að fólk kæmi bara og gæfi
mér klapp og jafnvel smá nammi.
Ég elska klapp og nammi og ég á
það alveg skilið fyrir alla þá vinnu
sem ég legg á mig í þágu bæjarbúa.
Ég er eina eftirlitskisan á Akranesi
og því fylgir mikil ábyrgð og mikil
vinna,“ mjálmar hún og sleikir aðra
framloppuna og strýkur henni yfir
eyrun. Beðin um að lýsa Bellu seg-
ir Líney hana vera sjálfstæða kisu
sem elskar allt fólk og þykir rosa-
lega gott að kúra. Hún segir hana
einnig vera mjög sérstakan karakt-
er, málglaða og athyglissjúka en
Bella gefur lítið fyrir þær lýsingar.
„Fólk hefur bara mikinn áhuga á
mér og það vilja allir hitta mig, það
sést best á því hversu vinsæl ég er
í Facebook hópi fyrir íbúa á Akra-
nesi. Þar er fólk að setja inn mynd-
ir af mér og gefa upp staðsetningu
mína hverju sinni. Það er gert svo
fólk geti komið til mín því það búa
margir á Akranesi og ég er bara ein
kisa og kemst aldrei yfir að fara og
hitta alla. Ég tek fólki samt alltaf
vel sem hefur fyrir því að koma og
hitta mig. Ég spjalla og jafnvel gef
mér tíma til að borða með þeim,“
mjálmar hún kát.
Íhugar önnur störf
Aðspurð segist Bella alveg hafa íhug-
að að finna sér aðeins rólegra starf,
enda núverandi starf mjög krefj-
andi. „Ég hef alveg skoðað mögu-
leikana og fór núna fyrir stuttu og
kannaði möguleika mína í Húsa-
smiðjunni. Ég fékk ekkert frábær-
ar móttökur til að byrja með og leið
pínulítið eins og það væru kannski
smá kattafordómar. Ég byrjaði á að
skoða mig aðeins um og taka versl-
unina út en svo allt í einu var mér
hent út og fékk engar skýringar
fyrir því. Ég ætlaði nú ekki að láta
ganga svona yfir mig svo ég fór aft-
ur inn eins og ekkert hefði í skorist.
Þá voru móttökurnar öllu betri. Ég
fylgdist vel með starfsmanni verð-
merkja, prófaði garðstóla og svona
eitt og annað en svo kom Líney
og sótti mig. Hún þurfti þá eitt-
hvað á mér að halda og ég auðvi-
tað sinnti því. Ég kíkti svo bara aft-
ur við í Húsasmiðjuna daginn eftir
og var svona ljómandi ánægð með
móttökurnar. Ég hef ekkert útilok-
að að sækja þar um starf en ég þyrfti
fyrst að finna einhvern í minn stað
í eftirlitinu,“ mjálmar hún og bæt-
ir því við að hún sé í aukavinnu í
Krambúðinni á Akranesi. „Ég vinn
stundum á skrifstofunni þar en það
er bara smá aukavinna sem gefur
mér nú fyrst og fremst bara hvíld frá
hinni vinnunni,“ mjálmar hún.
Hremmingar Bellu
Líney segir lífið ekki alltaf hafa verið
dans á rósum fyrir Bellu og að hún
hafi nú lent í ýmsum hremmingum.
Bella virðist lítið vilja ræða það en
segir að stundum séu kisur í bæn-
um öfundsjúkar út í hana og ráð-
ist stundum að henni. Þá segist hún
einnig hafa eina sögu sem hún eigi
erfitt með að segja frá en reynir þó:
„Ég eignaðist góða vini hér í bænum
sem ég kíkti oft í heimsóknir til og
fékk stundum að gista og svona. En
svo einn daginn fóru þessir svoköll-
uðu vinir mínir með mig í bíltúr, ég
elska að fara í bíltúra, en þau keyrðu
mig beint í Kattholt og skildu mig
eftir þar. Sem betur fer er ég góð
kisa sem hafði ekkert gert af mér svo
yndislega konan í Kattholti hringdi
í Líneyju og sagði henni frá þessum
raunum mínum svo hún sótti mig,“
mjálmar Bella sem augljóslega á erf-
itt með að hugsa til þessa tíma.
Þekktasta kisa Akraness
Hvernig er það að búa með frægri
kisu eins og Bellu? „Það er yndislegt
að búa með Bellu. Hún er svo ljúf
og góð kisa en stundum er skrýtið
að fólk sem ég þekki ekkert veit hver
ég er því ég á Bellu,“ svarar Líney
og hlær. „Síminn minn stoppar varla
því það er fólk að senda mér skila-
boð eða merkja mig í innleggjum
á Facebook sem snúa að Bellu. Svo
hringir fólk í mig eða jafnvel stopp-
ar mig úti í búð til að segja mér frá
Bellu. Þetta er stundum skrýtið en
samt líka mjög skemmtilegt en Bella
er örugglega þekktasta kisa Akra-
ness. Bella elskar fjölskylduna sína
og þó hún sé mikið á ferðinni kík-
ir hún alltaf reglulega hingað heim
og er oftast heima á næturnar. Hún
elskar að kúra og skríður alveg upp
í háls á manni og liggur þar. Hún
er skemmtileg kisa sem elskar alla,“
bætir Líney við og brosir til Bellu
sem kinkar kolli til samþykkis.
arg/ Ljósm. úr einkasafni
Það er erfitt að vera eina eftirlitskisan
í stórum bæ svo Bella leggur mikla
áherslu á góðan svefn.
„Ég er mjög fræg, fólk horfir og bendir
á mig út um allan bæ“
Rætt við eftirlitskisuna Bellu á Akranesi
Bella fylgist náið með leikvöllum Akraness.
Bella með Líneyju sambýliskonu sinni.
Stundum er mikið ónæði að vera fræg
og hér var Bella orðin þreytt á ljós-
myndurum.