Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201922 Lestrarbókin Gagn og gaman, 2. hefti, hefur verið endurútgefin, en bókin hefur verið ófáanleg um ára- tuga skeið. Það er Bókaútgáfan Sæ- mundur sem gefur út en áður hafði Sæmundur gefið 1. hefti Gagns og gamans út. „Hlaut sú útgáfa af- burða viðtökur lesenda,“ segir í til- kynningu frá útgáfunni. „Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var samvinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar sem fengu tryggva Magnússon listmál- ara til að gera teikningar. Bókin var þá enn í mótun og við endurskoðun hennar árið 1941 var henni skipt í tvö hefti. Með nýrri og breyttri útgáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit. Var það fyrsta skyldu- námsbók landsmanna sem var lit- prentuð. Þórdís dóttir tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð,“ segir í til- kynningunni. „Gagn og gaman var áhrifarík kennslubók. Hún var nær einráð við lestrarkennslu yngstu barna í hálfa öld. Bókin byggðist á hljóð- aðferð við lestrarkennslu sem þar með var innleidd í íslenskum skól- um. talið er að um 200 þúsund ein- tök hafi verið prentuð af fyrra hefti bókarinnar og 120 þúsund eintök af því síðara. Bækurnar voru ófáan- legar um rúmlega 30 ára skeið, en fyrra heftið kom aftur út haustið 2017. Gagn og gaman, 2. hefti, er framhaldslesbók þar sem áhersla er lögð á að æfa stafasambönd, saman- ber ábendingar neðanmáls. Nokk- ur þyngdarmunur er á heftunum og því voru börnin oft látin æfa sig á léttu lesefni áður en byrjað var á síðara heftinu. Gagn og gaman, 2. heftið, er hér gefið út til að vekja athygli á merkri lestrarkennslubók. Margt hefur breyst frá því bókin var al- mennt notuð og er hún því einnig skemmtilegur aldarspegill og góð heimild um veröld sem var.“ kgk Járngerðarhátíðin verður hald- in á Eiríksstöðum í Dölum dag- ana 30. ágúst til 1. september næst- komandi. Eiríksstaðir ásamt Hurs- twic bjóða gestum að koma á há- tíðina þar sem þeim gefst tækifæri til að kynnast lífi fólks á víkinga- öld með því að sjá, snerta, prófa og gera hluti á þann hátt sem fólk gerði fyrir þúsund árum. á hátíð- inni verða innlendir sem erlendir sérfræðingar sem þekkja vel til og hafa rannsakað járngerð og ætla að gera tilraunir til að endurgera ofn- ana sem notaðir voru, í því augna- miði að búa til járn, en búast má við sannkallaðri veislu í tilrauna- fornleifafræði að sögn skipuleggj- enda. ásamt tilraunastarfseminni þá verður á staðnum góð blanda af sérfróðum aðilum sem kynna handverk og matargerð sína ásamt því að kynna menningu víkinga. „á Eiríksstöðum gengur gesturinn inn í framandi heim fortíðar og fær að taka þátt í að skapa, elda, smíða og læra allt um víkingana,“ segir í til- kynningu frá skipuleggjendum há- tíðarinnar. Aðgangur að hátíðinni verður 1.200 krónur fyrir 12 ára og eldri en frítt verður fyrir yngri börnin. Aðganginum fylgir leiðsögn um langhúsið. Eins gildir miðinn sem einskonar gjaldmiðill sem hægt er að nota til að fá að taka þátt í því sem verður í boði á staðnum. Mat- ur og drykkur verður í boði á staðn- um og fyrirlestrar um sértæk um- fjöllunarefni tengd járngerð og til- rauna-fornleifafræði verða í boði á föstudags- og laugardagskvöldinu. glh. Ljósm/ aðsendar. Listahátíðin Plan-B Art Festival var haldin í þriðja sinn um síðustu helgi í Borgarnesi og gekk hátíðin vonum framar í ár að sögn skipu- leggjenda. Sýnt var á alls ellefu stöðum víðsvegar um bæjarpláss- ið og nágrenni og voru listamenn á um þriðja tug sem tók þátt í há- tíðinni. Fjölbreytt list Plan-B hófst með opnun samsýn- ingar í aðalsýningarrými hátíð- arinnar sem í ár var jarðhæð Ar- ion banka hússins við Digranes- götu 2. Í kjölfar opnunarinnar var innsetning í Borgarneskirkju þar sem Anna Kolfinna Kuran sýndi verk sitt „Yfirtaka“ og naut þar liðsinnis meðal annarra kvenna úr Borgarnesi á öllum aldri. Að auki voru smærri viðburðir og opnan- ir víðsvegar um bæinn. Snæfríður Rós Gunnarsdóttir sviðshöfund- ur sýndi innsetningu í Íþróttamið- stöð Borgarness sem vakti hrifn- ingu og umtal gesta og gangandi og listahópurinn IYFAC setti svip sinn á bæinn með litríkum flöggum sem voru hluti af gjörningi sem fór fram á laugardeginum. Hápunktur hátíðarinnar var svo á laugardags- kvöldinu í gamla fjósinu í Einars- nesi, sem hlotið hefur nafnið Space of Milk, þegar gjörningakvöld Plan-B fór fram. Gjörningakvöld- ið er orðinn fastur liður á hátíðinni og þar komu fram alls þrjú atriði eftir listatríóið útvarp Krísuvík, Hildi Elísu Jónsdóttur, sem einnig sýndi á Sögulofti Landnámsseturs- ins, og Þröstur Valgarðsson. Þröst- ur var jafnframt með sýningu í hús- næði Arion banka, en Þröstur ólst upp í Borgarnesi og var nú að sýna list sína á heimaslóðum. Útilistaverk hafa vakið athygli útilistaverk hátíðarinnar vöktu einnig athygli. Veglegt verk eftir Krot & Krass má nú sjá á húsnæði Borgarverks í Brákarey, en skipu- leggjendur hafa fengið símtöl frá ánægðum íbúum með verkið. Auk þess hefur verk tobia Zambotti vakið athygli í fjörunni við Mennta- skóla Borgarfjarðar. Metaðsókn var á alla viðburði að sögn skipulags- nefndar hátíðarinnar sem sér mikla fjölgun í aðsókn gesta en mikill fjöldi fólks utan Borgarness mætti og segja skipuleggjendur tækifæri fólgin í nálægð við höfuðborgar- svæðið vegna hátíðar sem þessarar. Fagleiki áberandi á hátíðinni „Við skipuleggjendur hátíðarinnar erum í sjöunda himni með hvern- ig gekk. Verkin voru af miklum gæðum og fagleiki þátttakenda var áberandi. Frágangi er næstum lok- ið en þó er starfi nefndarinnar ekki lokið. Við tekur vinna við upp- gjör, greiðslu reikninga og gerð lokaskýrslna. Vinna við þessa há- tíð hófst í janúar á þessu ári og ég áætla að henni ljúki í september, október, þannig hún er í huga okk- ar meirihlutann af árinu! Fátt kom okkur á óvart, enda hefur mótast gott handrit að hátíðinni frá fyrri árum,“ sagði Sigursteinn Sigurð- arson, arkitekt og einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar, nú eftir helgina. glh Verk eftir Tobia Zambotti í fjörunni við Menntaskóla Borgarfjarðar vakti athygli á hátíðinni. Ljósm. Tobia Zambotti. Listahátíðin Plan-B Art Festival gekk vonum framar Skipuleggjendur í skýjunum með vel heppnaða hátíð Sigursteinn er einn af skipuleggjendum Plan-B. Annað hefti Gagns og gamans í verslanir Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum um mánaðamótin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.