Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Orkustefnuleysi Íslands Mörg ár eru liðin síðan fyrst heyrðist nefnt að styrjaldir framtíðarinnar myndu snúast um neysluvatn. Ekki olíu, mat eða land, heldur blátært og drykkjarhæft vatn. Vatn er nú þegar af skornum skammti og mig minnir að í nýlegri frétt hafi verið sagt frá vatnsskorti og ráðstöfunum vegna þess í einum sautján stórborg- um erlendis. Sennilega hafa ekki orðið stríð enn sem komið er af þessum sök- um, en að því mun koma. Að þessu leyti sem öðru erum við Íslendingar í þokka- legustu málum í samanburði þjóða. Að vísu hafa þurrkar í sumar gengið nærri vestlenskum vatnsbólum, sem er bagalegt. Vatn er jú undirstaða alls lífs á jörð- inni. En ég hef ekki áhyggjur, þetta er tímabundið ástand, það mun rigna. Hins vegar er annað mál en vatnið sem menn eru farnir að deila um hér á landi, þótt ekki hafi enn verið mikið slegist og engar sprengjur sprungið, allavega ekki síðan deilurnar um Laxárvirkjun stóðu sem hæst 1970. Við stönd- um nú frammi fyrir þeirri staðreynd að margir sjá sóknarfæri í að beisla fallvötn og nú síðast sjálfan vindinn og framleiða rafmagn. Það er af hinu góða að við nýtum auðlindir okkar með sem allra skynsamlegustum hætti. Þó þarf að gæta að því að valda ekki óafturkræfum skemmdum á náttúru landsins, því í ósnertri náttúru felst okkar dýrmætasta auðlind. tækniframfarir hafa leitt til þess að ódýrara er að beisla vindorku en var fyrir einungis nokkrum árum. á teikni- borðinu eru því vindorkugarðar sem framleitt geta ógrynni af orku. Ég var á ferð á Spánareyju um síðustu mánaðamót. tenerife er fremur næð- ingssöm eyja, skammt undan strönd Afríku og þar getur blásið hressilega. Eyja- skeggjar hafa byggt fjöldan allan af vindmyllugörðum áveðurs á eyjunni. Í ljósi umræðunnar um vindorkugarða í Dölum og Reykhólasveit fannst mér afar áhugavert að sjá þessi mannvirki gnæfa hátt yfir landinu í hundraðatali. Greini- legt að myllurnar eru reistar fjarri íbúðabyggð og standa í þyrpingum margar saman. Vísvitandi er ekki dreift úr þeim yfir stærra landsvæði en þarf. En stjórn- völd á tenerife hafa stigið stórt skref í fleiru. Flugvöllur eyjarinnar er þannig sá fyrsti í heiminum sem knúinn er eingöngu með rafmagni frá sólarsellum. Þeir hafa mótað sér orkustefnu. En deilurnar hér á landi snúast um svokallaðan þriðja orkupakka. Umræðan hefur verið með eindæmum og mér segir svo hugur að hræðsluáróður í því sam- bandi sé kominn út fyrir öll eðlileg skynsemis- og velsæmismörk. Pólitísk átök um málið eru það hatrömm að farið er að bitna á öðrum störfum sem stjórn- málamenn eiga að sinna. Svo hefur almenningur sterkar skoðanir á málinu, enda er það skiljanlegt. Verst þykir mér þó að skoðanir margra eru myndaðar eftir að hafa fylgst með afar einsleitum áróðri ákveðinna fjölmiðla. Sumir fjöl- miðlar hafa í þessu máli gengið of langt og látið einstrengislega skoðun, sem líkja má við trúarbragðastríð fremur en eðlilegan fréttaflutning, bitna á hlut- leysi sínu. Þá er gagnsemi viðkomandi fjölmiðla búið að snúast upp í andhverfu sína. Ég er sannfærður um að það stendur ekki til að selja íslenska raforku úr landi og það er enginn fjárhagslegur grundvöllur til lagningar sæstrengs í ná- inni framtíð. Sú orka sem hér verður framleidd á næstu árum verður notuð að stærstum hluta til innlends iðnaðar eins og verið hefur og örfá prósent henn- ar fara svo til heimila og annarra fyrirtækja. Aukin raforkuþörf framtíðarinnar mun verða vegna orkuskipta í samgöngum; bílaflotans og ekki síst til að losna við svartolíumengandi skemmtiferðaskip úr höfnum landsins. Það blasir hins vegar við að mínu mati að hér á landi skortir stefnu í orku- málum. Hún er ekki til. Spurningum á borð við; hvar á að virkja, hvernig, hve- nær og hversu mikið, er einfaldlega ekki hægt að svara og á meðan svo er getum við ekki átt vitrænt samtal um þessi mál. Stefnuleysi í orkumálum er því helsta vandamál okkar, ekki þriðji orkupakkinn, fjórði eða fimmti. Magnús Magnússo Grindhvalavaða var við Ólafsvík á mánudagskvöldið. áætlað er að um hundrað hvalir hafi verið á ferð. Fjóra hvali rak á land. Þrír þeirra komust út aftur af sjálfsdáðum, en einn þeirra gaf upp öndina í flæð- armálinu. Lítill hópur fólks reyndi að koma hvalnum til bjargar, en án árangurs. Þá komu einnig fé- lagar úr Lífsbjörgu á gúmmíbát og stugguðu við hópnum á haf út aft- ur. Leiðindaveður var á svæðinu þegar þetta var, rok og mikið sjó- rót. Dauði grindhvalurinn lá í gær í flæðarmálinu á móts við Ólafs- braut 62. af á vef Landssambands sauðfjár- bænda var síðastliðinn föstudag birtur verðlisti fimm af sjö slátur- leyfishafa fyrir komandi sauðfjár- slátrun. Þar kemur fram að vegin meðalhækkun á dilkakjöti til bænda er um 7% frá því í fyrra. Reiknað landsmeðalverð verður 429 krón- ur í stað 401 krónu haustið 2018. á meðfylgjandi grafi má sjá reiknað meðalverð hvers sláturleyfishafa og meðaltal fyrir landið allt. útreikn- ingarnir byggja á landsmeðaltali í vikum 34-45. „Vægi einstakra vikna í verð- inu byggir á sláturmagni á land- inu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2018. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlut- deild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild. Raunverð sem einstakar af- urðastöðvar greiða er síðan breyti- legt, enda er niðurstaða kjötmats hjá hverri fyrir sig ekki sú sama og landsmeðaltalið, né heldur slátur- magn í einstökum vikum. Af sömu ástæðum er meðalverð sem einstak- ir bændur fá líka breytilegt. Allir bændur eru hvattir til að reikna út afurðaverð skv. forsendum þeirra bús, en LS telur útreikninga gefa eins góða mynd og hægt er af með- alverði útfrá forsendum sauðfjár- framleiðslunnar í heild,“ segir í út- skýringu LS um meðfylgjandi graf. Góð þyngd í fyrstu slátrun Því má við þetta bæta að síðastlið- inn föstudag var slátrað 427 dilkum hjá SKVH á Hvammstanga. Með- alþyngd reyndist 15,1 kg sem verð- ur að teljast nokkuð gott á þessum tíma. „Bændur eru hvattir til að koma lömbum til slátrunar. Næst verður slátrað hjá SKVH 15. ágúst og álagsgreiðsla 22,5%. Í vikunni þar á eftir verður slátrað 19., 21. og 23. ágúst og álagsgreiðsla 15%. Síð- an er slátrað 26., 28. og 30. ágúst og álagsgreiðsla 10%,“ segir á vef LS. mm/ Graf: LS. Grindhvalavaða við Ólafsvík Áhugafólk reyndi að draga hinn laskaða hval aftur til sjávar á mánudagskvöldið. Sérfræðngar frá Hafró mættu til Ólafsvíkur til að mæla hræið og taka úr því sýni. Verð á dilkakjöti hækkar um sjö prósent milli ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.