Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 31 Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir gerði sér lítið fyr- ir og sló eigið Íslandsmet þegar hún keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í klassísk- um bekk lyftinga sem haldið var í Lúxemborg á föstudag. Alexand- rea Rán bætti eigið met um 2,5 kíló og er því nýja Íslandsmet- ið hennar í bekkpressu 77,5 kíló. „Þetta var undir því sem ég ætlaði mér,“ segir Alexandrea um árang- urinn sinn á mótinu. „Ég var mjög óánægð með hvernig var rétt á mig og það kostaði mig eina lyftu. En það er mót eftir þetta mót og Íslandsmet er alltaf Íslandsmet,“ bætir hún við kímin. Frá áramótum hefur Alexand- rea bætt lyftuna sína um 15 kíló en sjálf vegur hún 56 kíló. Borg- nesingurinn flaug aftur heim til Íslands strax eftir mót og nýtti það sem eftir var af helginni til slökunar en strax á mánudag hófst undirbúningur fyrir Norð- urlandamótið sem haldið verður í Danmörku dagana 13.-14. sept- ember. glh. Ljósm/ aðsend. Víkingur Ólafsvík gerði enn eitt jafnteflið þegar liðið tók á móti Leiknir R. á Ólafsvíkurvelli í 16. umferð fyrstu deildar karla í knatt- spyrnu á föstudaginn. Heimamenn byrjuðu mun sterkari og sóttu hart að gestunum frá Breiðholti á upp- hafsmínútunum. Það voru hins vegar Leiknismenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins. á 27. mínútu átti árni Elvar árnason fantagott skot sem rataði örugglega í mark Ólsara, eftir góðan undirbúning liðsfélaga sinna. Heimamenn létu mark Leiknis ekki taka sig úr jafn- vægi og jöfnuðu á 41. mínútu. Vid- mar Miha átti fína hornspyrnu inn í teig Leiknis þar sem Guðmundur Magnússon stangaði boltann fast í netið. Litlu mátti muna að Ólsarar bættu við marki áður en flautað var til hálfleiks en ekki var lukkan með þeim að þessu sinni og liðin gengu jöfn til klefa. Víkingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Þeir voru ákveðn- ari og héldu áfram að sækja á mark gestanna sem þurftu að hafa sig alla við. Ekki komu þó fleiri mörk í leiknum og skildu liðin því jöfn. Leikurinn er fjórða jafnteflið í röð hjá Ólafsvíkurliðinu sem nauð- synlega þarf fleiri stig til að halda í við efstu liðin í deildinni. Þeir eru nú í fimmta sæti með 24 stig eftir 16 umferðir, tveimur stigum á eft- ir Leikni R. sem er í fjórða sætinu. Víkingur Ó. heimsækir Reykjanes- ið í næstu umferð og spilar gegn Keflavík á föstudaginn kl. 18. glh ÍA gerði grátlegt jafntefli gegn Grindavík í miklum markaleik í 12. umferð fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu síðasta föstudag. Leikið var á Grindavíkurvelli. Liðin mættu ákveðin til leiks og mikil barátta ein- kenndi spilamennsku þeirra beggja. ÍA reyndist þó hlutskarpari í fyrri hálfleik. Sigrún Eva Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark Akranesliðsins á 21. mínútu og Bryndís Rún Þórólfs- dóttir bætti við öðru marki þeirra gulklæddu á 30. mínútu. Leiddi ÍA 0-2 í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Skagaliðið í forskotið. á 47. mínútu skoraði Fríða Halldórsdóttir þriðja mark ÍA og kom liðinu í vænlega stöðu. Það var hins vegar rétt undir lok leiks- ins að allt hrökk í baklás hjá Skag- astelpum. Helga Guðrún Kristins- dóttir í liði Grindavíkur gerði sér lítið fyrir og setti þrjú mörk í röð á loka mínútunum og jafnaði þar með metin áður en leikurinn var flaut- aður af. Sannarlega grátlegt jafntefli fyrir ÍA. Eftir 12 umferðir er ÍA í áttunda sæti með 13 stig, einu stigi meira en Fjölnir í næstneðsta sæti og einu sæti minna en Augnablik í því sjö- unda. Skagastelpur áttu leik gegn ÍR á Akranesi í gærkvöldi, eftir að blað- ið fór í prentun. glh/ Ljósm. kfia. Káramenn þurftu að sætta sig við tap gegn Fjarðabyggð í algjörum markasúpuleik þegar liðin mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðar- firði í 15. umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu síðasta laugar- dag. Fyrsta mark leiksins kom frá heimamönnum á 12. mínútu þeg- ar Nikola Kristinn Stojanovic kom Fjarðabyggð yfir. Andri Júlíusson jafnaði metin fyrir Kára mínútu síð- ar. tveimur mínútum seinna bætti Fjarðabyggð öðru markinu við og á 23. mínútu skoraði Gonzalo Bern- aldo Gonzalez þriðja mark sinna minna. 3-1 var staðan því í hálfleik. Í síðari hálfleik héldu heima- menn uppteknum hætti og bættu ennfremur á forskot sitt. Gonzalez skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðisins strax á 47. mínútu. á 53. mínútu bætti Jose Luis Vidal Romero við því fimmta. Eitthvað náðu gestirnir frá Akranesi að býta frá sér um miðbik seinni hálfleiks þegar Sindri Snæfells Kristinsson bætti við öðru marki Káramanna. á 71. mínútu skoraði Auðunn Ingi Hrólfsson þriðja mark Kára og á 76. mínútu sendi Andri Júlíusson víti rétta leið í mark heimamanna. Munurinn þá kominn niður í eitt mark og tíu mínútur til leiksloka. Heimamenn spýttu þá í lófana, settu í lás og skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. Gonzalez með sitt þriðja á 77. mínutu og svo fjórða markið sitt á uppbótartíma. 7-4 því lokaniðurstaðan. Káramenn sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með einungis 14 stig eftir 15 umferðir, einu stigi á eft- ir KFG í tíunda sæti. Næsti leikur Kára er gegn ÍR og spilað verður í Akraneshöllinni næsta föstudag klukkan 19:15. glh ÍA tapaði fyrir Breiðabliki í 16. um- ferð Pepsi Max deildar karla þeg- ar liðin mættust á Akranesvelli á sunnudaginn. Er þetta þriðja tap Skagamanna í röð sem færast nær neðri hluta deildarinnar eftir fanta- góða byrjun á tímabilinu. Gestirnir komu heimamönnum í opna skjöldu strax í byrjun með því að skora tvö mörk á fyrst sjö mínútum leiksins. á fjórðu mínútu náðu Blikar að tæta Skagamenn í sig þar sem Viktor Karl Einarsson komst einn í gegn og átti skot á mark sem árni Snær Ólafs- son varði frábærlega í marki Skaga- manna. Þá var það thomas Mikk- elsen sem tók frákastið og lagði boltann í hornið og kom Breiðabliki yfir. Þremur mínútum síðar skor- aði Höskuldur Gunnlaugsson ann- að mark gestanna. Hann fékk bolt- ann fyrir utan teig Skagamanna og átti þrumufleig í samskeytin og inn. Gjörsamlega óverjandi fyrir árna Snæ í marki þeirra gulklæddu. á tíundu mínútu var svo dæmt víti á Breiðablik eftir mikinn darraðardans í eigin teig. tryggvi Hrafn Haralds- son fór á punktinn og skilaði boltan- um af öryggi í markið og minnkaði muninn í eitt mark. Mikið fjör var í leiknum og bæði lið að ógna marki andstæðinganna fram að hálfleik en ekki komu fleiri mörk og staðan 1-2 Breiðabliki í vil þegar gengið var til hálfleiks. Í síðari hálfleik héldu liðin upp- teknum hætti og voru áræðin í sín- um sóknaraðgerðum. Ekki vildi boltinn þó inn og lokaniðurstaðan sigur Blika sem komnir eru í öruggt annað sæti í deildinni. Þetta er þriðji tapleikur í röð hjá ÍA og þar á undan voru tvö jafnt- efli. Skagamenn hafa ekki unnið leik síðan í byrjun júlí. ÍA er nú komið úr fimmta sæti niður í sjöunda sæti með 22 stig eftir 16 umferðir. Næsti leikur þeirra gulklæddu verður gegn Stjörnumönnum í Garðabæ næst- komandi sunnudag og hefst klukkan 19:15. glh Bætti eigið Íslandsmet í bekkpressu Alexandrea Rán keppti fyrir Íslands hönd í klassískum bekk. Alexandrea gerir sig klára fyrir lyftu. Markasúpa á Reyðarfirði Fjórða jafntefli Víkings í röð Ólafsvíkingar fagna eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið. Ljósm. af. Tryggvi Hrafn skoraði eina mark Skagamanna í leiknum. Ljósm. úr safni. Þriðji tapleikur ÍA í röð Grátlegt jafntefli hjá Skagastelpum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.