Skessuhorn - 14.08.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 9
SÁPUBOLTAMÓT f BJÖSSI OG DAÐI
LISTASMIÐJA FYRIR BÖRN
TUNNULEST f HLJÓMSVEITIN ÞRÍR
BÚNINGAHLAUP f DORGVEIÐIKEPPNI
DAÐI FREYR f FROÐURENNIBRAUT
ÆBLESKIVER f SNOBRØD GRILL
STUÐLABANDIÐ Í REIÐHÖLLINNI
BRJÓSTSYKURSGERÐ f ANDLITSMÁLNING
HVERFAGRILL f MARKAÐSTORG
OG MARGT FLEIRA
15.-18.
ágúst
facebook.com/danskirdagar
#danskirdagar2019
Fjör fyrir alla fjölskylduna!
Héraðið, ný íslensk kvikmynd eft-
ir leikstjórann Grím Hákonar-
son, verður frumsýnd í bíóhúsum
landsins í dag. Eins og kunnugt er
var myndin að stórum hluta tekin
upp á Erpsstöðum í Dölum, en auk
þess á Hvammstanga og Blönduósi.
Héraðið fjallar um samskipti Ingu,
miðaldra kúabónda, við kaupfélag-
ið og kerfið. Hún reynir að fá aðra
bændur í lið með sér í baráttu sinni
en það gengur erfiðlega þar sem
kaupfélagið hefur sterk ítök í sveit-
inni. Myndin var forsýnd fyrir þátt-
takendur og aðstoðarfólk í árbliki
í Dölum á sunnudaginn, en auk
þess í samkomuhúsinu á Hvamms-
tanga. Vildi Grímur þannig sýna
samfélögunum sem fóstruðu upp-
tökurnar virðingarvott og þakklæti.
Samkvæmt heimildum Skessuhorns
vakti myndin mikla lukku meðal
gesta á forsýningum. Myndin verð-
ur sem fyrr segir tekin til sýningar
í íslenskum kvikmyndahúsum í dag
og fer í kvikmyndahús víðs vegar
um Evrópu í haust.
Það er Arndís Hrönn Egilsdóttir
sem fer með hlutverk Ingu í mynd-
inni og skrifaði Grímur handritið
með hana í huga. Arndís Hrönn
hefur meðal annars leikið í sjón-
varpsþáttunum Pressu og Föngum
og í kvikmyndinni Þröstum en hún
var tilnefnd til Edduverðlaunanna
fyrir hlutverkið í þeirri síðast-
nefndu. Með önnur burðarhlutverk
í myndinni fara þau Sveinn Ólafur
Gunnarsson, Sigurður Sigurjóns-
son, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli
ágústsson og Edda Björg Eyjólfs-
dóttir. mm
Skemmtiferðaskipið Roald Amund-
sen kom nýverið í jómfrúarferð sína
til Stykkishólms. Þetta er hið glæsi-
legasta skip eins og sjá má á mynd
sem Sumarliði ásgeirsson ljós-
myndari tók við komu skipsins í
Hólminn.
mm
ábendingar hafa að undanförnu
borist Neytendasamtökunum
vegna innheimtu á ólöglegum smá-
lánum frá Almennri innheimtu
ehf. Lántakendum er af fyrirtæk-
inu neitað um sundurliðun á kröf-
um og innheimta ólögmætra lána
heldur áfram. „Það er stóralvarlegt
að innheimtufyrirtæki í eigu lög-
manns (og er því ekki undir eftir-
liti FME) skuli komast upp með að
neita að afhenda gögn um stöðu
lántakenda sem í einhverjum til-
fellum sýna að fólk er löngu búið
að greiða upp sína skuld. En til þess
er jú leikurinn gerður,“ segir í til-
kynningu frá Neytendasamtökun-
um. „Neytendasamtökin hafa dæmi
undir höndum þar sem lántakandi
var búinn að greiða 750.000 meira
en honum bar og átti að greiða um
400.000 kr. til viðbótar. Þegar hann
gerði kröfu á Almenna innheimtu
um endurgreiðslu hætti fyrirtæk-
ið frekari innheimtu og felldi niður
kröfu sínu. Neytendasamtökin telja
því fullreynt að höfða til samvisku
Gísla Kr. Björnssonar lögmanns og
eiganda Almennrar innheimtu ehf.
Mikilvægt er að Lögmannafélag Ís-
lands rannsaki hið fyrsta hvort hátt-
semi lögmannsins kunni að stríða
gegn lögum eða siðareglum LMFÍ.
Þar sem félagið tekur ekki við
kvörtunum Neytendasamtakanna
eru lántakendur sem standa í stappi
við Almenna innheimtu ehf. hvattir
til að senda kvörtun á Lögmanna-
félag Íslands,“ segir í tilkynningu
Neytendasamtakanna vegna máls-
ins.
mm
Vara við
Almennri
innheimtu ehf
Héraðið frumsýnt í bíóhúsum í dag
Kom í jómfrúarferð
sína í Hólminn