Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Qupperneq 4

Skessuhorn - 04.09.2019, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Með áleggin í sömu körfu Oft hefur verið varað við því að setja of mörg egg í sömu körfuna. Ef hras- að er gætu eggin öll brotnað. Mér varð hugsað til þessa gamla vísdóms í síðustu viku. Þannig er að sveitarstjórnir Akraneskaupstaðar og Hvalfjarð- arsveitar tóku höndum saman og sendu frá sér sameiginlega áskorun til hvorki meira né minna en ríkisstjórnar Íslands. Út af fyrir sig eru það tíð- indi að þessar tvær hreppsnefndir snúi bökum saman. Tilefnið nú er stór- iðjan á Grundartanga og sú ógn sem sveitarfélögin sjá að steðjar að þeim fjölmörgu vinnustöðum sem á Tanganum eru. Atvinnustefna svæðisins hef- ur verið fremur fábrotin af þeim sökum að menn hafa treyst á endalausa uppbyggingu á Grundartanga og ekki þurft að huga að öðru. Menn hafa því ástæðu til að óttast hið versta, en vona hið besta. Að grunni til eru tvö stóriðjuver á Grundartanga og fjölmörg smærri fyrirtæki sem mörg þjóna þeim stóru. Að auki er þar fóðurblöndunarstöð og önnur hafnsækin starf- semi. Stóriðjan treystir á raforku á samkeppnishæfu verði sem svikalaust hefur fengist fram til þessa. En nú hrannast upp ský á himni. Fram hefur komið að rekstrarskilyrði orkufreks iðnaðar hér á landi hafa daprast og því er jafnvel haldið fram að það samkeppnisforskot sem áður var í formi lágs raforkuverðs sé að mestu eða öllu leyti horfið. Því fara fyrr- greindar sveitarstjórnir fram á að ríkið, eigandi hlutabréfsins í Landsvirkj- un, setji eigendastefnu og það án tafar. Það hefur lengi legið í loftinu að farið er leynt með það verð sem stóriðjan þarf að greiða fyrir rafmagnið. Fróðir menn segja að það viti þrír menn. Þeir eru fjármálaráðherrann, for- stjóri Landsvirkjunar og sá sem skrifar út reikningana fyrir Landvirkjun. Ráðherra orkumála greindi frá því á fundi sem haldinn var á Akranesi fyrr í sumar að hún hefði ekki hugmynd um hvað stóriðjan væri að borga fyrir strauminn. Menn setti hljóða, en þetta eru víst ekki ný tíðindi, en dæma- laust undarleg. Á sama fundi kom skýrt fram að það skortir samræmda orkustefnu til að stjórnvöld gætu ákveðið hvort framleiða ætti meira raf- magn, hvar eða hvort ætti að virkja, hvenær og hvernig. Meðan Íslandi skorti stefnu í orkumálum væri þess ekki að vænta að teknar yrðu bestu ákvarðanirnar. Þess má geta að fundur þessi snerist að stórum hluta um þriðja orkupakkann og öllum ætti að vera ljóst að óttast er um lagningu sæ- strengs í beinu framhaldi, að orkan verði seld úr landi og eftir sæti landinn með súrt enni og himinháan rafmagnsreikning. Ég ætla hins vegar ekki að fara nánar út í þá sálma hér, enda er búið að samþykkja þennan blessaða orkupakka á Alþingi. Framtíð 1200 manna vinnustaða á Grundartanga, með nærfellt öðru eins í afleiddum störfum, er í húfi. Vegna þess að ríkið hefur enga stefnu í orkumálum og alls enga stefnu varðandi eylandið Landsvirkjun. Hratt og örugglega hefur Landsvirkjun þróast á svipaðan hátt og Íslandspóstur. Opinbert hlutafélag sem ræður sér sjálft án þess að eigandinn hafi nokkuð um það að segja. Ég nefni Íslandspóst því í tilfelli hans hafa menn einmitt nýverið ákveðið að grípa í taumana á augljósum stjórnendavanda og því mætti segja að nú sé röðin komin að Landsvirkjun. Stjórnmálamönnum virðist hins vegar skorta áræði, eða er hátt raforkuverð kannski meðvituð ákvörðun sem rekja má til blautra drauma um Þjóðarsjóð og útflutning á orku? Nei, ég segi bara svona.. Við Íslendingar eigum Landsvirkjun og verðum að sporna við áður en í óefni verður komið. 80% þeirrar orku sem framleidd er hér á landi er seld til sjö stóriðjufyrirtækja sem skapa landi og þjóð miklar tekjur. Ef stefnan er sú að hrekja þessi fyrirtæki úr landi, vegna þess að rafmagnið til þeirra er látið kosta of mikið, þarf að stoppa við og ræða málin. Gott hjá Skagamönnum og nærsveitungum að benda á þetta og vonandi mæta þessar hreppsnefndir skilningi sunnan flóans. Magnús Magnússon Kynningar- og fjáröflunarátakið Á allra vörum hófst í níunda sinn með viðburði í Hallgrímskirkju á sunnu- daginn. Þar var tilkynnt að forvarn- ar- og fræðsluátakið Eitt líf muni njóta ágóða söfnunarinnar í ár. Á allra vörum var stofnað árið 2008 af Gróu Ásgeirsdóttur, Guðnýju páls- dóttur og Elísabetu Sveinsdóttur í þeim tilgangi að velja eitt málefni árlega og vekja á því athygli og að- stoða. Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit í fyrravor eftir að hafa tekið of stór- an skammt af lyfseðilsskyldum lyfj- um. Í kjölfarið stofnuðu aðstand- endur Einars Darra Minningar- sjóð í hans nafni. Þá fór fjölskylda hans af stað með þjóðarátakið „Eitt líf“ með það markmið að sporna gegn og draga úr misnotkun lyf- seðilsskyldra lyfja og fíkniefna með fræðslu og almennri vitundarvakn- ingu í þjóðfélaginu. Líkt og áður verður athygli vak- in á málefninu með sölu á varasetti Á allra vörum, gloss og varalitur verða saman í pakka. Ágóði sölunn- ar mun renna til Eins lífs auk þess sem hægt verður að styrkja málefn- ið beint með að hringja í styrktar- númer. Þá hvetja Gróa, Guðný og Elísabet alla til að kaupa varasettið og þá sérstaklega hvetja þær fyrir- tæki í landinu til að kaupa settið fyrir starfsfólk og þar með styrkja gott málefni og um leið gleðja starfsfólk. arg Símon Sigurmonsson í Görð- um í Staðarsveit er látinn, 85 ára að aldri. Símon var fæddur í Ein- arsnesi í Borgarhreppi, sonur hjónanna Sigurmons Símonarson- ar og Jórunnar Helgadóttur. Hann bjó um tíma á Akranesi en fluttist þá á Snæfellsnes. Símon og Svava Guðmundsdóttir eiginkona hans voru brautryðjendur í ferðaþjón- ustu bænda á Vesturlandi, hófu árið 1977 uppbyggingu og rekstur Gistihússins Langaholts. Þau voru meðal stofnaðila í Ferðaþjónustu bænda á níunda áratugnum, hand- hafar hlutabréfs númer tvö í fyrir- tækinu. Fljótlega eftir að þau hófu rekstur gistiheimilis og matsölu hættu þau hefðbundnum búskap á jörð sinni. Í Görðum er nú hin myndarlegasta aðstaða fyrir ferða- fólk í gistingu og mat. Á þessum fallega stað í Staðarsveit geta gest- ir notið náttúrunnar, með Snæ- fellsjökulinn blasandi við í allri sinni dýrð, strönd Faxaflóa og fjallgarðinn. Símon og Svava seldu Gistihúsið Langaholt til sonar síns Þorkels og Rúnu konu hans. Hafa þau á undanförnum árum búið í Borgarnesi en slitu þó aldrei tengslin við Garða og hafa dvalið þar á sumrin til aðstoðar yfir há- önn ferðatímabilsins. Síðustu ár hafði Símon í Görð- um ýmislegt til afþreyingar, meðal annars setti hann saman vísur og gaf út ljóðabækur. Í ljóðabók hans; Myndir, er meðals annars þessi vísa: Ljósblik frá langri ævi lifnar í minni mínu máninn á kyrru kvöldi kveikir á silfri sínu. Símon í Görðum hafði í gegn- um tíðina góð tengsl við ritstjórn Skessuhorns. Að leiðarlokum er honum þakkað fyrir samskiptin í áranna rás. Svövu, börnum og fjöl- skyldu Símonar eru sendar sam- úðarkveðjur. Útför Símonar frá Görðum verður gerð frá Borgar- neskirkju föstudaginn 6. septem- ber klukkan 14. mm And lát: Símon Sigurmonsson Eitt líf nýtur stuðnings Á allra vörum Andrea Ýr Arnarsdóttir, Kristján Hölluson og Bára Tómasdóttir frá Minningarsjóði Einars Darra ásamt Guðnýju Pálsdóttur, eins stofnanda Á allra vörum. Ljósm. Eitt líf. Sala á varasetti Á allra vörum hófst á sunnudaginn. Hægt er að styrkja Eitt líf með að hringja í styrktarnúmer.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.