Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 201914
Járngerðarhátíðin var haldin á Eiríksstöðum í Dölum
dagana 30. ágúst til 1. september sl. Eiríksstaðir ásamt
Hurstwic buðu gestum að koma á hátíðina þar sem þeim
gafst tækifæri til að kynnast lífi fólks á víkingaöld með
því að sjá, snerta, prófa og gera hluti á þann hátt sem fólk
gerði fyrir þúsund árum. Járn úr mýrarrauða var til dæm-
is búið til í fyrsta sinn í þúsund ár á hátíðinni. Auk þess
má nefna glerperlugerð, vattarsaum og flatbrauðsbakstur
en einnig fræðsla hjá Ásatrúarfélaginu. Hátíð þessi var nú
haldin í fyrsta skipti og var sótt af handverksáhugafólki
og sérfræðingum bæði frá Íslandi og útlöndum auk ann-
arra gesta.
Ásamt tilraunastarfsemi með ofna til járngerðar var á
staðnum hópur af sérfróðum aðilum sem kynntu hand-
verk og matargerð ásamt því að kynna menningu víkin-
ga. Undirbúningur að hátíðinni hefur staðið yfir um langt
skeið og sumarið fór í að búa til kol úr viði úr Vaglaskógi,
safnað var mýrarrauða til járngerðar og gerðar tilraun-
ir með leir úr íslenskri jörð til ofnagerðar. Byggt var á
fornleifafundum og vitneskju um Landnámstímann og
eftirmynd aðferða þeirrar tíðar þannig endursköpuð. Að
sögn forsvarsmanna og gesta á hátíðinni þótti hún takast
vel til.
mm/ Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir og Joesefina Morell
Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal
Jacob Isbosethsen sendiherra Grænlands heimsótti Eiríksstaði á laugardaginn. Jacob er fyrsti sendiherra Grænlands á Ís-
landi. Frá vinstri: Reynir Óskarsson sem er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, Jacob Isbosethsen sendiherra, Bjarnheiður
Jóhannsdóttir rekstraraðili Eiríksstaða og skipuleggjandi hátíðarinnar og Birta Jóhannesdóttir aðstoðarmaður sendiherra.
Unnið úr afrakstri laugardagsins í járngerðinni. Á föstudeginum var unnið íslen-
skt járn úr mýrarrauða en markmiðið var að búa til járn eins og það var gert fyrir
um þúsund árum. Það ríkti mikil gleði meðal járngerðarmanna þegar frumraunin
tókst á föstudaginn og afraksturinn alíslenskt járn að fornum sið. Ljósm. sm.
Margrét Hrönn Hallmundardóttir
fornleifafræðingur hefur unnið að
fornleifauppgreftri í Arnarfirði og m.a.
fundið fornminjar sem gefa vísbendin-
gar um hvernig járn var unnið á Íslandi
til forna. Um helgina var járnvinnsla
gerð eftir þeim vísbendingum þar
sem alíslensk járnbræðsla var gerð í
torfofni og m.a. unnið með Dalaleir
frá Höllu Steinólfsdóttur í Fagradal.
Ljósm. sm.
Skógræktin lagði til heilt tonn af kolum fyrir hátíðina. Menn unnu hörðum hön-
dum að því að höggva kolin í minni einingar fyrir brennsluna. Ljósm. sm.
Unnið var úr járni á staðnum og hér má m.a. sjá James Austin járnsmið og sér-
fræðing í axarsmíði vinna víkingaöxi. Ljósm. sm.
Nýhamrað íslenskt járn! Það var mikil
ánægja með árangurinn en hér má
sjá Dr. William R. Short framkvæm-
dastjóra Hurstwic og skipuleggjanda
hátíðarinnar, Svavar Gestsson fyrrum
ráðherra, Bjarnheiði Jóannsdóttur
rekstraraðila Eiríksstaða og Kristján
Sturluson sveitarstjóra Dalabyggðar.
Ljósm. Guðrún Ágústsdóttir.
Fanndís Huld Valdimarsdóttir gler-
listarkona vann glerperlur að hætti
víkinga og bauð gestum upp á að
útbúa sínar eigin glerperlur.
Ljósm. sm.
Á laugardeginum var járn brætt í ofni
líkum þeim sem fundist hafa í Skandi-
navíu og tókst vel til. Ljósm. sm.
Svipmynd frá hátíðinni á laugardaginn. Ljósm. sm.
Skartgripir unnir með aldagamalli
aðferð. Ljósm. jm.