Skessuhorn - 04.09.2019, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 201916
Ef þú póstar því ekki á Facebook þá
gerðist það ekki. Ef þú tekur ekki
upp vídeó og setur í „storyið“ á In-
stagram þá ertu ekki spennandi og
ef þú kíkir ekki á nýjustu færslur
allra samfélagsmiðla heims þá
veistu ekkert hvað er í gangi. Þetta
eru kannski fullýkt tilfelli en eflaust
eru margir búnir að tengja. Svona
er hugsunarhátturinn hjá flestum í
dag þó við viljum ekki viðurkenna
það - og oftar en ekki eru þessi tæki;
snjallsímar og tölvur, farin að láta
okkur líða verr frekar en að bæta
líðanina. Ekkert nema endalaus
samanburður við hvert annað og
stöðugt áreiti símtækja allan sólar-
hringinn, eða hvað? Borgnesingur-
inn Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir
hefur mikið velt vöngum yfir öll-
um þeim áhrifum sem samfélags-
miðlar geta haft á daglegt líf og hef-
ur hún brugðið á það ráð að taka
sér reglulegar pásur frá samfélags-
miðlum. Blaðamaður Skessuhorns
hitti Jóhönnu á kaffihúsi í Vesturbæ
Reykjavíkur einn morguninn í lið-
inni viku til að ræða málin nánar, en
hún er nú búsett í höfuðborginni
ásamt kærasta sínum.
Forvitin að prófa
„Ég er ekki sú fyrsta til að gera
þetta, bara svo það sé á hreinu,“ seg-
ir Jóhanna í upphafi samtals okkar,
en hún var sjálf stödd í miðri sam-
félagsmiðlapásu þegar blaðamaður
hitti á hana. „Ég var búin að heyra
af þessu og fannst þetta pínulítið
bull í fyrstu. Ég hugsaði að sumir
þyrftu á þessu að halda, en ekki ég,
að ég væri bara góð. Nema svo varð
ég forvitin. Ég hef alltaf passað mig
ógeðslega mikið á að vera ekki háð
neinu og pæli mikið í því reglulega.
Ég er reyndar háð kaffi.“ Hér stopp-
ar hún og hlær og fær sér sopa af
myndarlegum bolla fullum af latte.
„En svo hugsaði ég; hvað myndi
svona pása gera fyrir mig? Ég hafði
heyrt að svona samfélagsmiðlapásur
virkuðu sem kvíðameðöl á suma og
minnka jafnvel stress og streitu hjá
öðrum,“ segir Jóhanna.
Um svipað leiti þegar Jóhanna
var að íhuga að prófa þetta fyrst
þá vildi svo til að hún fór í leikhús
með einni góðvinkonu sinni sem
hún hafði ekki hitt í einhvern tíma.
„Hún var í símanum allt kvöldið fy-
rir utan þegar leikritið var í gangi.
Hún var með mér en ekki með mér,
hún var í rauninni með einhver-
jum allt öðrum þarna. Það er ekki
skemmtileg tilfinning. Á móti ke-
mur líka að ég held við séum flest
sek um að vera þessi aðili líka. Það
er, þessi einstaklingur sem er stans-
laust í símanum í stað þess að vera
á staðnum með vinum eða fjölskyl-
Tekur reglulegar samfélagsmiðlapásur
Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir segir áhrifin góð að kúpla sig út
du,“ bætir hún við. Jóhanna íhugaði
vandlega hvernig hún ætti að nál-
gast það að fara í svona samfélags-
miðlapásu og vissi að til þess að það
bæri árangur væri mikilvægt að hafa
gott plan frá upphafi svo ekki væri
hægt að freistast til þess að svindla
á sjálfum sér.
Ef það er á dagskránni,
þá er það að fara að
gerast
„Ég byrjaði að taka fyrstu sam-
félagsmiðlapásuna fyrir rúmum
tveimur árum síðan. Á þeim tíma
var mamma mín nýbúin að segja
mér sögu af sjálfri mér frá því ég var
lítil og það gaf mér hugmyndina að
því hvernig ég myndi nálgast þessa
áskorun,“ segir Jóhanna.
Þegar Jóhanna var lítil þá fannst
henni svakalega leiðinlegt að fara
í bað, hún gjörsamlega hataði það
og kvöld eftir kvöld þurfti móðir
Jóhönnu að tuða í dóttur sinni sem
aldrei vildi fara í bað. „Það er eitt
með mig, það er hvað ég er ótrúle-
ga samviskusöm. Mamma setti bað-
ferðirnar inn í stundatöfluna mína.
Það stóð þá skírt, að á þessum tíma
þá færi Jóhanna í bað. Þegar þetta
er komið svona á dagskrána þá er
ég mun meðtækilegri. Ég hugsaði
alltaf; oh, ég þarf að fara í bað, en af
því það var á dagskrá, þá fór ég all-
taf í bað,“ útskýrir hún. „Þetta vir-
kar á mig. Þegar ég er búin að negla
eitthvað niður þá er ég að fara að
gera það. Ég setti fyrstu samfélags-
miðlapásuna mína inn í dagatalið
mitt, mánuð fram í tímann og viku í
senn. Svo setti ég alla mánuði, hálft
ár fram í tímann, inn í dagatalið. Þá
er þetta þarna, svart á hvítu og þú
getur ekki svikið sjálfan þig,“ bætir
hún við. Aðspurð segir Jóhanna að
hún hafa eingöngu tvisvar á þessum
tveimur árum tekið pásu frá pásu en
fyrir utan þessi tvö skipti þá hefur
hún samviskusamlega staðið við sitt
og tekið sér viku samfélagsmiðlapá-
su á fjögurra til fimm vikna fresti.
Með góða sjálfstjórn
Áður en Jóhanna byrjaði að taka sér
pásur þá var hún búin að minnka
áreitið frá símanum umtalsvert.
„Ég var áður búin að stilla símann
þannig að ég fengi ekki „notifica-
tions“. Var búin að slökkva á öllu
svoleiðis þannig að það eina sem
ég sá voru SMS eða ef einhver
þurfti hreinlega að hringja í sím-
ann til að ná í mig. Í fyrstu vikunni
í samfélagsmiðlapásunni þá skráði
ég mig út af Facebook, Facebook
Messenger, Instagram og Snapchat
en áttaði mig fljótt á að það gengi
ekki alveg upp. Ég var bara farin
að missa af barnaafmælum og slíku
með því að vera ekki á Facebook.
Auk þess er Facebook mikið not-
að með skólanum til að eiga í sam-
skiptum við samnemendur og
kennara í þar til gerðum Facebo-
ok-grúbbum,“ útskýrir Jóhanna.
Í annað skiptið sem Jóhanna tók
sér samfélagsmiðlapásu þá hliðraði
hún örlítið til og hélt Facebook
inni en sama fyrirkomulagi, að
hafa slökkt á „notifications“. „Ég
er með ágæta sjálfstjórn og er með
öll þessi öpp í símanum hjá mér,
ég bara skrái mig út af þeim hver-
ju sinni þegar kemur að pásunni,“
bætir hún við.
„Af hverju er ég að
fylgja þessum?“
Eftir fyrstu samfélagsmiðlapás-
una sína fór Jóhanna að íhuga það
hvernig hún gæti bætt þessa miðla
og nýtt þá til að láta gott af sér
leiða en hún hefur ávallt talað í
einlægni um að vera trú sjálfri sér
sama hvað. „Ég er eiginlega bara
svona. Ég er alin þannig upp að
það hefur aldrei reynst mér erf-
itt að tala opinskátt um hlutina
en það er einmitt það sem hjálpar
ekki bara okkur sjálfum, heldur oft
á tíðum líka öðrum. pabbi er með
bilaðslegt hlaupablogg og mamma
setur allt sem hún gerir á Facebo-
ok. Ég er bara svolítið með þetta
í mér,“ segir Jóhanna hreinskilin.
„Ég hef fengið rosalega jákvæð við-
brögð við þessu sem er bara gaman.
Sama hver þú ert, þá geta allir haft
áhrif á einhvern. Svo er líka mikil-
vægt að spyrja sig; af hverju er ég
að fylgja þessum einstaklingi, þekki
ég hann, er ég að fá hugmyndir af
„outfitum“, eða innblástur hvern-
ig ég gæti raðað upp heima hjá
sér, er ég að elta einstaklinginn því
mér finnst gaman að tala um hann,
hvað er þessi einstaklingur að gefa
mér á móti, er það jákvætt eða nei-
kvætt, og þar fram eftir götunum.
Ég elska fallegar myndir og mér
finnst geggjað gaman þegar vinir
mínir setja gordjöss myndir af sér
inn á Instagram. Ég er sú fyrsta til
að líka við myndina og kommenta,“
útskýrir Jóhanna.
Ef myndin er góð þá
verður hún póstuð
Jóhanna hefur unnið markvisst
að því að efla sjálfstraustið hjá
sér með sérstökum æfingum sem
að hennar sögn er ógeðslega erf-
itt, sérstaklega það að læra að vera
alveg sama um álit annarra. Hún
segir áhrifin við það að kúpla sig
svona reglulega út séu svakalega
góð og ætlar hún að halda sam-
viskusamlega áfram á sömu braut,
þetta er jú í dagbókinni.
„Í dag nota ég í rauninni sam-
félagsmiðla eins og hálfgerða
dagbók. Eftir að hafa tekið svona
hlé þá er ég ekkert að spá í fjöl-
da „like um“ á myndunum sem ég
birti á þessum miðlum. Maður he-
fur heyrt af því að fólk sé að eyða
myndum því það var að fá svo lí-
tið af „likeum“. Ég hef hins ve-
gar oft spáð í því hvers vegna ein
mynd fær svona mörg „like“ og
önnur kannski þrefalt meira. En
þegar öllu er á botninn hvolft, svo
lengi sem mér finnst myndin ge-
ggjuð, þá set ég hana inn,“ segir
Jóhanna að lokum, rétt áður en
blaðamaður tekur nokkrar myn-
dir af henni.
glh
Áskorun Jóhönnu til
lesenda Skessuhorns
Hvernig líður þér þegar þú skoðar samfélagsmiðla?
Hvernig viltu láta þér líða? Hvernig getur þú stjórnað
notkuninni og því sem þú sérð?
Góð ráð þegar gera skal hlé á samfélagsmiðlanotkun:
Ákveddu hversu lengi þú vilt taka pásu (eru það þrír dagar, vika..?)
Settu pásuna inn í dagatalið!
Hvaða samfélagsmiðla ætlar þú að hvíla? Eru einhverjir sem þú getur
hugsað þér að kveðja endanlega?
Láttu nánustu fjölskyldu og vini vita af pásunni og hvernig sé best að
ná í þig. Með því að láta fleiri vita þá færðu líka betra aðhald og ert lí-
klegri til að halda hana út.
Hugsaðu hvort það sé eitthvað ákveðið sem þú vilt fá út úr pásunni.
Er það minna stress, meiri tími, langar þig að vera minna háð/ur þes-
sum miðlum. Hvað er það?
Taktu stöðuna að pásu liðinni og farðu yfir hverju það breytti fyrir þitt
daglega líf.
Hvers sakna ég ekki?
Hvernig breyttist dagleg notkun mín af miðlinum eftir á?
Hvernig get ég bætt upplifun mína og annarra af miðlinum?
Ykkar, Jójó
Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir hefur tekið reglulegar samfélagsmiðlapásur í rúm tvö ár.