Skessuhorn - 04.09.2019, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 21
ÍSLENSK HÖNNUN
SMÁRATORGI KRINGLAN
GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS
Mosató
Málverk eftir Þórunni Báru Björnsdóttur listmálara í Bókasafni Akraness
Sýningin opnar föstudaginn 6. sept kl. 16 og er síðan opin á
afgreiðlsutíma safnsins til 27. september.
Allir hjartanlega velkomnir
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Tveir af stærstu göngustígum
Stykkishólms voru malbikaðir
núna fyrir síðustu helgi auk eins
lítils. Fyrst ber að nefna göngustíg-
inn frá Aðalgötu að Grunnskólan-
um í Stykkishólmi, með tengingu
við íþróttamiðstöðina og áhorf-
endastúku íþróttavallarins. „Síð-
an var malbikaður stígurinn sem
tengir saman Nes- og Áshverfin,
sem er frekar langur og fjölfarinn
og að lokum var malbikaður stíg-
urinn sem tengir saman Lágholt og
Árnatún. Þannig er stórum áfanga
náð í átt að bættum samgöngum
fyrir gangandi og hjólandi vegfar-
endur í Stykkishólmi og á komandi
árum er gert ráð fyrir að enn betur
verði gert hvað varðar göngustíga
og gönguleiðir í Stykkishólmi.“
segir Jakob Björgvin Jakobsson
bæjarstjóri í samtali við Skessu-
horn.
„Að frátöldum stígnum sem ten-
gir Lágholt og Árnatún eru þet-
ta sennilega stærstu göngustígar-
nir bæði að flatarmáli og lengd hér
í Stykkishólmi og jafnframt mjög
fjölfarnir stígar sem munu án efa
nýtast bæjarbúum enn betur mal-
bikaðir,“ segir hann og bætir við að
áberandi hafi verið í umhverfisgön-
gunum fyrir skemmstu hvað bæjar-
búar kölluðu sterkt eftir bættum
göngustígum og ljóst að það skiptir
íbúa miklu máli að hafa góða gön-
gustíga inn í bænum og bæjarland-
inu.
Það voru starfsmenn Malbi-
kunar Akureyrar sem önnuðust
malbikunina en BB og synir sáu
um undirlagið. Verkið var unnið
hratt og örugglega á fimmtudag
og föstudag. „Farið var af stað
og lagt undirlag á fimmtudag og
fram á föstudag. Síðan hófst mal-
bikunin sjálf á föstudaginn og þet-
ta var allt saman klárað á tveimur
dögum. Þetta gekk allt mjög vel og
var fagmannlega unnið,“ segir bæ-
jarstjórinn.
Aðspurður segir hann að ekki
verði meira malbikað í Stykkishól-
mi þetta sumarið. „Þessar fram-
kvæmdir nú voru aðeins eitt skre-
fið að bættum samgöngum á milli
hverfa í Stykkishólmi, en lögð hefur
verið áhersla á að bæta göngustíga
líkt og við höfum verið að gera hér
í Stykkishólmi í sumar, bæði í bæ-
num og í jaðri hans. Fyrr í sumar
var m.a. uppgerður göngustígur
sem liggur í gegnum Grensásinn
og undirbúningur hófst að opnum
gamla Stykkishólmsvegarins. Síðan
voru þessir stígar malbikaðir núna.
Eftir standa sumir minni göngustí-
gar í bænum, en þeir eru minni og
styttri en þessir sem voru teknir
núna og ætti að vera hægara um vik
og ódýrara að malbika þá þegar þar
að kemur,“ segir Jakob Björgvin að
endingu. kgk/ Ljósm. sá.
„Við vorum í tvo daga í Þverá í
Borgarfirði og fengum 25 laxa,“
sagði Stefán Sigurðsson þegar tíð-
indamaður Skessuhorns heyrði í
honum hljóðið á veiðislóðum. Þá
var Stefán að vísu kominn í Grímsá.
Veiðin hefur aðeins tekið kipp eft-
ir að fór að rigna undir lok ágúst
en fiskurinn nýtti sér aukið vatn og
hefur verið að ganga í árnar. „Þverá
gaf vel og við vorum að fá væna
laxa. Síðan fórum við í Grímsá og
fengum fyrsta daginn 15 laxa sem
er bara býsna gott,“ sagðið Stefán.
Leirá í Leirársveit er einnig far-
in að gefa fiska og sjóbirtingurinn
er að byrjaður að ganga í ána þessa
dagana. Ágæt veiði hefur jafnframt
verið í Langá þar sem vatnið hefur
aukist til muna og fiskurinn er byrj-
aður að taka hjá veiðimönnum.
gb
Stórlax úr Þverá, en áin er nú að komast í 850 laxa. Ljósm. Stefán.
Þverá að komast í
850 laxa veiði
Göngustígar í Stykkishólmi malbikaðir