Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 201926
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvað myndir þú velja að
spyrja um í spurningu vik-
unnar í Skessuhorni?
Spurni g
vikunnar
(Spurt í FVA)
Nikulás Ísar Bjarkason
„Hvað er uppáhalds útihátíðin
þín á Íslandi?“
Róbert Rögnvaldsson
„Hvað er uppáhalds maturinn
þinn?“
Steindór Mar Gunnarsson
„Hver er uppáhalds íslenski tón-
listarmaðurinn þinn?“
Mariyam Anwar Nassar
„Hvað finnst ykkur um Skessu-
horn?“
Aldís Mjöll Hlynsdóttir
„Hvað er uppáhalds nammið
þitt?“
Haustleikar Umf. Íslendings voru
haldnir í blíðskaparveðri á Hvann-
eyri á sunnudaginn. Þar komu sam-
an afar, ömmur, foreldrar og börn og
öttu kappi í ýmsum greinum en keppt
var í pokahlaupi, hjólböruleikni, stíg-
vélakasti með óhefðbundinni aðferð
og fótbolta. Keppnin snérist fyrst og
fremst um gleði. „Það var ekkert að-
alatriði að kasta lengst eða vera fyrst-
ur heldur fengu allir jafn mikið klapp
og þetta snérist bara um að hafa
gaman,“ segir Borgar páll Bragason
í samtali við Skessuhorn. „Stemn-
ingin var virkilega góð og að keppni
lokinni voru grillaðar pylsur og hald-
ið áfram að hafa gaman. Svo fóru all-
ir glaðir heim,“ bætir hann við.
arg/ Ljósm. Oddný Kristín
Guðmundsdóttir.
Síðastliðinn laugardag var Vin-
arklúbbakeppni karla, milli golf-
klúbbanna Mostra í Stykkishólmi
og Vestarr í Grundarfirði. Leik-
ið var á Bárarvelli. Þetta var seinni
leikur keppninnar. Í vor var leikið
á Víkurvelli hjá Mostra. Eftir þann
leik áttu Mostramenn sjö vinninga
í forskot. Í hverri keppni eru spil-
aðar þrjár umferðir. Í fyrsta leik
dagsins var spilaður Texas. Vestarr
menn stóðu sig vel þar og náðu að
vinna fjóra vinninga til baka. Næst
var Greensome en þar náðu Vest-
arr menn að minnka muninn nið-
ur í einn vinning og staðan bjartari
fyrir síðasta leik en þar var spilað
tvímenningur. Í boði voru 11 vinn-
ingar og fóru leikar jafnt. Mostra-
menn unnu því leikinn með einum
vinningi.
Í mótslok var grillað lambakjöt
og mótið gert upp með skemmti-
sögum og ábendingum um hvar
menn gátu gert betur á vellinum.
Veðrið lék við leikmenn og dagur-
inn var góður að sögn Svans Garð-
arssonar.
sk
Þriðja umferð Íslandsmótsins í
rallýi; Rallý Reykjavík, hófst á
fimmtudag og lauk á laugardag-
inn. Ekið var víða í þessari löngu
keppni, meðal annars um Berserkja-
hraun og Jökulháls á Snæfellsnesi,
Mýrar og Kaldadal í Borgarfirði,
en keppnin var ræst og endaði í
Reykjavík. Keppendur fengu allar
útgáfur af veðri; m.a. sól, rigningu,
1-2 stiga hiti á Jökulhálsinum og
lítils háttar snjókomu. Keppnin var
sem fyrr haldin af Bifreiðaíþrótta-
klúbbi Reykjavíkur. Þetta var jafn-
fram stærsta keppni Íslandsmótsins
í sumar, en eknir voru rúmlega þús-
und kílómetrar, þar af tæplega 300
km. á sérleiðum.
Einungis 13 áhafnir hófu keppni á
fimmtudaginn, færri en undanfarin
ár. Alls luku átta þeirra keppni, sem
einnig er mjög lítið miðað við und-
anfarin ár. Tölurnar segja að ýmis-
legt hafi gengið á, þar á meðal þrjár
veltur. Í einni þeirra var Borgfirð-
ingurinn í hópnum í hlutverki að-
stoðarökumanns; Aðalsteinn Sím-
onarson sem ók með Valdimar Jóni
Sveinssyni á MMC Lancer Evo 7
undir stýri. Eins og sjá má verður
bíll þeirra ekki til stórræðanna á
næstunni. Aðalsteinn og Valdimar
sluppu með skrekkinn úr veltunni
sem varð á Tröllhálsi, en veltibúr
bílsins varði þá, jafnvel þótt búrið
sjálft hafi bognað í átökunum.
Leikar fóru þannig að Baldur
Arnar og Heimir Snær báru sigur
úr býtum, Skafti Svavar og Gunn-
ar urðu í öðru sæti og Halldór Vil-
berg og Valgarður Thomas þriðju.
Hörð barátta var um verðlaunasæt-
in sem og dýrmæt stig til Íslands-
meistara en þar sem þessi keppni
er lengri en aðrar þá gildir hún
1,5-falt í stigafjölda. Með sigri á
laugardaginn tryggðu Baldur Arn-
ar og Heimir sér Íslandsmeistara-
titilinn þar sem helstu keppinaut-
ar þeirra féllu úr keppni og fóru
stigalausir heim. Þrátt fyrir að ein
umferð sé eftir þá er titill þeirra í
höfn.
Loks má geta þess að allar áhafn-
ir kusu að vekja athygli á átakinu
„Ég á bara eitt líf“ og óku því með
slíka límmiða á bílum sínum.
mm/ Ljósm. Guðný Guðmarsdóttir.Illa leikinn bíll Valdimars og Aðalsteins eftir veltuna á Tröllhálsi.
Rallað víða um Vesturlands í
stærstu keppni ársins
Íslandsmeistararnir Baldur Arnar og Heimir Snær á fullri ferð.
Gunnar Björn Guðmundsson
liðsstjóri Mostra tekur við
bikarnum úr hendi Garðars
Svanssonar, liðsstjóra Vestarrs.
Mostramenn sigruðu
vinaklúbbakeppnina með minnsta mun
Að keppni lokinni voru grillaðar
pylsur.
Haustleikar sem snérust um að hafa gaman
Hér má sjá flotta takta í hjólböruleikni.