Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 20192
Runninn er upp jólamánuðurinn
sem jafnan er mánuður neyslu,
stress og óþarfa álags. Þá er vert
að minna fólk á að fara rólega í
neyslunni, pössum upp á um-
hverfið og ekki að kaupa óþarfa,
það er líka svo mikið betra fyrir
veskið okkar og minnkar álagið.
Á morgun er útlit fyrir norðlæga
átt 3-10 m/s en vestanátt 10-18
m/s austantil fram eftir degi.
Snjókoma eða él norðanlands
en yfirleitt þurrt og bjart fyrir
sunnan. Frost 0-7 stig. Á föstu-
dag verður norðanátt 5-13 m/s
og snjókoma eða él um landið
norðan- og austanvert en létt-
skýjað á Suðurlandi. Frost 2-10
stig. Á laugardag er spáð vax-
andi austlægri átt með snjó-
komu í fyrstu en síðan slyddu
eða jafnvel rigningu. Lengst af
þurrt norðaustantil. Frost 0-5 stig
en frostlaust með suðurströnd-
inni. Á sunnudag er útlit fyrir
austanátt með snjókomu eða
slyddu en úrkomulítið á Norð-
austurlandi. Hiti í kringum frost-
mark. Á mánudag er útlit fyr-
ir austlægari átt með éljum um
landið austanvert og heldur
kólnandi.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns hvort lesendur séu
búnir að smakka einhvern jóla-
bjór í ár. „Nei, ég drekk ekki“ svör-
uðu flestir eða 37%. „Já, einn eða
tvo“ svörðu 22% og önnur 22%
svaranda eru búnir að smakka
þá nokkra. 19% svarenda voru
ekki búnir að bragða jólabjór í ár
en áttu það eftir.
Í næstu viku er spurt:
Sendir þú jólakort í ár?
Skagakonan Bjarney Hinriks-
dóttir er að safna peningum til
að fjármagna innflutning á fimm
hvolpum sem hún kom til bjarg-
ar á Krít. Nánar er rætt við Bjarn-
eyju hér í blaðinu. Bjarney er
Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Skessuhorn
til jóla
VESTURLAND: Útgáfa
Skessuhorns verður með hefð-
bundnu sniði til jóla, miðviku-
dagana 11. og 18. desember. Ár-
legt Jólablað er það síðara og að
venju efnismeira en flest önnur
blöð ársins. Vegna umfangs og
stærðar þarf efni og pantanir aug-
lýsinga í jólablað að berast í hús í
síðasta lagi föstudaginn 13. des-
ember. Fyrsta blað nýs árs kemur
síðan út miðvikudaginn 8. janúar.
-mm
Jólaútvarpið
í loftið
SNÆFELLSBÆR: Jólaútvarp
Grunnskóla Snæfellsbæjar verð-
ur sent út í næstu viku. Um er að
ræða árvissan viðburð, þar sem
nemendur skólans eiga veg og
vanda að dagskrárgerð og útsend-
ingum. Sent verður út á tíðninni
FM 103,5 og vert að geta þess að
útvarpssendi hefur verið bætt við
utan Ennis, til að bæta útsend-
inguna í Rifi og á Hellissandi.
Einnig verður hægt að hlusta á
netinu í gegnum www.spilarinn.is.
Útsendingarnar hefjast á þriðju-
daginn, 10. desember og standa
yfir fram á föstudaginn 13. des-
ember. -kgk
Atvinnuleysi nær
óbreytt
LANDIÐ: Samkvæmt árstíða-
leiðréttum tölum vinnumarkaðs-
rannsóknar Hagstofunnar voru
atvinnulausir 7.400 í október,
eða 3,6% af vinnuafli í landinu.
Það er 0,1 prósentustigi lægra en
í september. Árstíðaleiðrétt at-
vinnuþátttaka var 82%, sem er
um 0,5 prósentustigi hærri at-
vinnuþáttaka en í september, en
árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi
fólks var 78,3%. -mm
Sjáanlega ölvaður
BORGARBYGGÐ: Tilkynnt
var um útafakstur á Hálsasveit-
arvegi milli Reykholts og Norð-
ur-Reykja laust eftir kl. 2 að-
fararnótt sunnudags. Ökumað-
ur var sagður sýnilega ölvaður.
Lögregla fór á vettvang, hand-
tók manninn, grunaðan um ölv-
un við akstur og gerði honum að
gefa blóðsýni. Maðurinn var vist-
aður í fangageymslu á Akranesi á
meðan hann svaf úr sér.
-kgk
BOSE
NC 700 ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL
• Allt að 20 klst. rafhlöðuending
• Google Assistant
• Útiloka umhverfishljóð
7942970100 7942970300 7942970400
52.895
EÐA 4.967 KR. Í 12 MÁNUÐI
Á 0% VÖXTUM - ALLS 59.606 KR. - ÁHK 24.15%
ný vara
heyrnartólin á elko.is
þú færð öll bestu
sendum
um land
allt
Lögreglan á Vesturlandi fékk ný-
lega niðurstöðu frá Rannsóknar-
stofu í lyfja- og eiturefnafræði við
Háskóla Íslands. Þangað sendi
lögregla sýni til rannsóknar, tæpt
gramm af hvítu dufti sem var talið
að væri kókaín. Efnið var gert upp-
tækt af ökumanni sem stöðvaður
var fyrr á árinu, grunaður um akst-
ur undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna.
Sannarlega reyndist fíkniefnið
vera kókaín, en það reyndist hafa
verið drýgt með ýmsu öðru. Þar
á meðal reyndist sýnið innihalda
bæði fentasetín og tetramísól, að
sögn Ásmundar Kr. Ásmundsson-
ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá
Lögreglunni á Vesturlandi. „Fenta-
setín er hitalækkandi og verkjastill-
andi lyf sem er löngu hætt að nota
hér á landi,“ segir Ásmundur í sam-
tali við Skessuhorn. „Sýnið reynd-
ist enn fremur innihalda tetram-
ísól, sem er ormalyf fyrir dýr,“ segir
hann og bætir því við að sýnið hafi
einnig innihaldið laktósa.
Er þetta til marks um að þeir sem
kaupa ólögleg fíkniefni geta sjaldn-
ast vitað með vissu hvað þau ná-
kvæmlega innihalda. „Nógu slæmt
er að fólk sé að kaupa kókaín, en
þarna fékk viðkomandi í leiðinni
eldgamalt hitalækkandi lyf og orm-
alyf fyrir dýr,“ segir Ásmundur.
kgk
Vinna nemenda Grunnskól-
ans í Borgarnesi við jólaútvarpið,
FM Óðal 101,3, hófst um miðjan
nóvember. Útvarpið er eitt stærsta
verkefni nemendafélags grunnskól-
ans og á sér nærri 30 ára sögu.
Efni nemenda yngsta stigs og
miðstigs var hljóðritað í Óðali í
síðustu viku en þættir unglinga-
stigs verða hins vegar að mestu
í beinni útsendingu, venju sam-
kvæmt. Stjórn nemendafélagsins
annast tæknimál, öflun auglýsinga
og ýmislegt fleira sem snýr að út-
sendingum útvarpsins. Nemendur
og bekkir semja sitt efni sjálfir og
undirbúa útvarpsþættina á skóla-
tíma undir handleiðslu kennara
skólans. Leiknar auglýsingar hafa
alla tíð sett svip sinn á útvarpið, en
upptökur þeirra hófust eftir miðj-
an mánuðinn. Þeir peningar sem
safnast með sölu auglýsinga renna í
sjóð nemenda, sem meðal annars er
nýttur til að styrkja þær ferðir sem
farið er í á skólaárinu.
Útsendingar FM Óðals hefj-
ast á mánudaginn 9. desember
og standa yfir til föstudagsins 13.
desember og ná að vanda hámarki
með hinum vinsæla þætti Bæjar-
málin í beinni.
kgk
Íslenska ríkið var sýknað af kröfu
Ágústu Elínar Ingþórsdóttur,
skólameistara Fjölbrautaskóla Vest-
urlands. Dómur var upp kveðinn í
Ríkið sýknað af kröfum skólameistara
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
morgun. RÚV greinir frá.
Ágústa stefndi ríkinu vegna emb-
ættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur
menntamálaráðherra. Taldi hún
að ráðherra hefði ekki staðið rétt
að því að auglýsa starf hennar laust
til umsóknar. Krafðist hún þess að
viðurkennt yrði fyrir dómi að skip-
unartími hennar framlengdist út
árið 2025 og að ákvörðun ráðherra
um að auglýsa starfið yrði felld úr
gildi.
Ágústa Elín var skipuð skóla-
meistari FVA frá 1. janúar 2015
til ársloka 2019. Í sumar ákvað
menntamálaráðherra að auglýsa
stöðuna lausa til umsóknar frá ára-
mótum. Lög gera ráð fyrir því að
skipunartími framlengist sjálfkrafa
um fimm ár, nema ráðherra ákveði
að auglýsa starfið. Geri hann það,
þarf að tilkynna skólameistara um
þá ákvörðun eigi síðar en sex mán-
uðum áður en skipunartíminn
rennur út. Ágústa taldi að við þetta
hefði ekki verið staðið og stefndi
ríkinu. Lilja tilkynnti henni um
ákvörðunina með símtali 30. júní
síðastliðinn. Skriflega tilkynningu
fékk Ágústa daginn eftir, 1. júlí, eða
innan við sex mánuðum áður en
skipunartíminn rennur út.
RÚV hefur eftir Gísla Guðna
Hall, lögmanni Ágústu, að hann
reikni með því að dómi Héraðs-
dóms Reykjavíkur verði áfrýjað.
kgk
Nemendur ganga til náms í FVA fyrsta skóladaginn í haust. Ljósm. úr safni/ glh.
Dópið drýgt með eldgömlu
verkjalyfi og ormalyfi fyrir dýr
Nemendur hljóðrita útvarpsþátt sem fluttur verður í FM Óðal í næstu viku. Ljósm.
Grunnskólinn í Borgarnesi.
FM Óðal fer í loftið á mánudaginn
Veðurhorfur