Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 20198 Datt í hálku AKRANES: Kona slasað- ist á Akranesi um kl. 8:00 á föstudagsmorgun. Hún datt aftur fyrir sig á svelli á bílastæði, skall á hnakk- ann og rotaðist. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang. Talið er að konan hafi misst meðvitund stutta stund og kvartaði hún und- an höfuðverk. Var hún flutt með sjúkrabíl til læknis- skoðunar á HVE á Akra- nesi. -kgk Ólæstir bílar í gangi BORGARNES: Á fimmtudag hafði Lögregl- an á Vesturlandi eftirlit með morgunumferð í og við Borgarnes. Í dagbók lögreglu kemur fram að einum ökumanni hafi verið gert að skafa betur hélaða framrúðu og þrír hafi verið áminntir fyrir að skilja bíla sína eftir ólæsta og í gangi fyrir utan Olís við Brúar- torg. Að svo búnu var lög- regla við hraðamælingar við Hafnarfjall en enginn ökumaður var kærður. -kgk Ýmis verkefni VESTURLAND: Tveir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið fyrir að tala í síma und- ir stýri. Eiga þeir yfir höfði sér 40 þús. króna sekt fyr- ir athæfið. Lögregla var við eftirlit á Innnesvegi fyrir neðan Grundaskóla 27. nóvember, frá 9:20 til 10:00. Umferð var í með- allagi og einn ökumað- ur kærður fyrir of hrað- an akstur, en hann ók á 50 km/klst. þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er 30 km/ klst. Seinna í vikunni var einn kærður fyrir að aka á 54 km/klst. á sama kafla. Einn ökumaður var stöðv- aður á Vesturlandsvegi við Melahverfi kl. 1:30 aðfara- nótt föstudags. Reyndist hann aka sviptur ökurétt- indum. Á fullveldisdaginn var einn ökumaður stöðv- aður á Akrafjallsvegi á 110 km/klst., þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er 90 km/ klst. Kom síðan í ljós að hann hafði ekki endurnýjað ökuréttindi sín. Á hann yfir höfði sér samanlagt 70 þús- und króna sekt. Þá klippti lögregla skráningarnúm- er af nokkrum bifreiðum í umdæminu í síðustu viku, vegna þess að þeir höfðu ekki verið færðir tímanlega til aðalskoðunar. -kgk Bilaði í göngunum HVALFJ: Bíll bilaði í Hvalfjarðargöngum laust eftir kl. 18:00 á miðviku- dagskvöld. Skipting bílsins bilaði neðst í göngunum og þurfti að kalla til dráttarbif- reið til að koma ökumanni til aðstoðar. -kgk Bæta heilsuvernd fyrir aldraða LANDIÐ: Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjár- lögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsu- gæslunnar. Framlagið kem- ur til viðbótar 130 milljón- um króna sem ráðherra hafði áður ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrun- ar. „Móttökurnar verða ætl- aðar eldra fólki og einstak- lingum með fjölþætt eða langvinn heilsufarsvanda- mál. Markmiðið að tryggja þessum hópi þverfaglega og heildstæða heilbrigðisþjón- ustu og innleiða skipulagða heilsuvernd fyrir aldraða,“ segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 23.-29. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 38.379 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 26.378 kg í sex róðrum. Arnarstapi: Engar landanir í vikunni. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 247.558 kg. Mestur afli: Hringur SH: 70.449 kg í einni löndun. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 226.460 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 49.410 kg í sjö róðrum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 240.032 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 57.380 kg í fjórum lönd- unum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 96.022 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 85.582 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórsnes SH - STY: 85.582 kg. 25. nóvember. 2. Hringur SH - GRU: 70.449 kg. 27. nóvember. 3. Runólfur SH - GRU: 64.352 kg. 25. nóvember. 4. Farsæll SH - GRU: 57.662 kg. 26. nóvember. 5. Sigurborg SH - GRU: 52.832 kg. 27. nóvember. -kgk Sérstök umræða um jöfnun dreifi- kostnaðar á raforku fór fram á Al- þingi í síðustu viku. Málshefjandi var Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, en til andsvara var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpun- ar- og iðnaðarráðherra. Halla Signý benti á að landsmenn sitja ekki við sama borð þegar kemur að flutningi raforku til síns heima og að núver- andi jöfnunargjald sé langt frá því að jafna verðmuninn á milli dreif- býlis og þéttbýlis. Hún minntist á nýlega skýrslu starfshóps á vegum ráðuneytisins um raforkuflutning í dreifbýli, þar sem fram koma til- lögur um hvernig hægt sé að ráða bót á þessu. Benti hún á að jöfnun dreifikostnaðar á raforku væri rétt- lætismál. Matvælaframleiðsla færi t.d. að mestu leyti fram í dreifbýli en núverandi kerfi væri þar drag- býtur. „Þegar við tölum bara um samkeppnishæfni atvinnurekenda í landinu hljótum við að þurfa að tala um þá alla í einu mengi,“ sagði hún Í andsvörum sínum benti Þórdís Kolbrún á að nokkrar leiðir væru færar til að jafna verðmuninn milli landsbyggðarinnar og höfuðborg- arsvæðisins. Það væri t.d. hægt að afnema skilin milli dreibýlisgjald- skrár og þéttbýlisgjaldskrár og sam- eina þær, hækka jöfnunargjaldið, eða nýta fjármuni og arðgreiðslur frá Rarik og Orkubúi Vestfjarða tímabundið til að fjármagna það sem upp á vantar. Starfshópurinn á vegum ráðherra hefur skilað til- lögum að úrbótum. Það kemur fram yfirlýstur vilji stjórnvalda til að bæta flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það mæti betur þörfum atvinnulífs og almennings á öllu landinu. mm Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guð- mundi Inga Guðbrandssyni, um- hverfis- og auðlindaráðherra í gær skýrslu sinni um þjóðgarð á miðhá- lendinu. Í nefndinni sátu fulltrú- ar allra þingflokka á Alþingi, Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um- hverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Í skýrslunni er lagt til að Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar, það er þjóðlendum og friðlýstum svæðum sem eru innan miðhálendisins. Gert er ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra leggi fram frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarð á Alþingi næsta vor sem byggi á áherslum nefndar- innar. Nefndin leggur til að víðtækt samráð verði haft um stjórnun þjóð- garðsins þar sem sveitarfélög og helstu hagaðilar hafi beina aðkomu. Stjórnunin verði dreifð og aðkoma sveitarfélaga og hagaðila aukin frá því sem þekkst hefur í stjórnsýslu friðlýstra svæða til þessa. Þá legg- ur nefndin meðal annars til að Há- lendisþjóðgarði verði skipt í nokk- ur rekstrarsvæði þar sem starfrækt verði svæðisbundin ráð sem fari með svæðisbundna stefnumörkun, umsjón og rekstur. Einnig leggur nefndin áherslu á að Hálendisþjóð- garður efli og styðji við sjálfbæra nýtingu hálendisins um leið og hann grundvallist á sáttmála um að standa vörð um þær merku minjar í náttúrufari og menningu sem ein- kenna hálendi Íslands. „Hálendisþjóðgarður verður ein- stakur þjóðgarður á miðhálendi Ís- lands þar sem er að finna ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Ég vil þakka nefndinni þeirra frábær- lega vel unnu störf sem færa okkur nær því marki að stofna þjóðgarð á miðhálendinu með öllum þeim tækifærum sem því fylgja,“ segir Guðmundur Ingi. Nefndin hóf störf vorið 2018 og grundvallast starf hennar á stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að komið skuli á fót þjóðgarði á miðhálendi Ís- lands og það verði gert í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar. Í skýrslu sinni undirstrikar nefnd- in nauðsyn þess að við undirbún- ing lagafrumvarps verði fjármagns- þörf þjóðgarðsins greind ítarlega, bæði hvað varðar stofnun hans og rekstur. Þá telur nefndin brýnt að stjórnkerfi Hálendisþjóðgarðs geti unnið við þær stefnumarkandi áætl- anir sem nauðsynlegar eru áður en rekstur þjóðgarðsins hefst. Við störf nefndarinnar var lögð áhersla á náið samráð við sveitar- félög og helstu hagsmunaaðila. Í ágúst 2018 hélt nefndin tíu fundi hringinn í kringum landið þar sem meðal annars var fundað með öll- um þeim 24 sveitarfélögum sem hafa skipulagsábyrgð á miðhá- lendinu, eiga þar upprekstrarrétt- indi eða aðkomu að Vatnajökul- sþjóðgarði sem verður hluti af hin- um nýja þjóðgarði. Auk þess voru í janúar 2019 haldnir fundir um land allt með sömu sveitarfélögum sem og hagaðilum sem þau sjálf kölluðu til. Þá voru opnir kynningarfundir haldnir í Reykjavík, auk þess sem nefndin kynnti vinnu sína jafnóð- um í samráðsgátt stjórnvalda. Alls bárust 122 umsagnir sem komu að miklu gagni við vinnu nefndarinn- ar. Hægt var að fylgjast með störf- um nefndarinnar á sérstökum vef á Stjórnarráðsvefnum þar sem fund- argerðir, fundarglærur, umsagnir og annað er aðgengilegt öllum. All- ir fulltrúar nefndarinnar skrifuðu undir skýrsluna að frátöldum full- trúa Miðflokksins. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórn- valda áform um að leggja fram frumvarp til laga um þjóðgarð á miðhálendi Íslands og verða drög að frumvarpi um Hálendisþjóð- garð kynnt í samráðsgátt þegar þau liggja fyrir. Sem fyrr segir er áform- að að umhverfis- og auðlindaráð- herra leggi frumvarpið fram á Al- þingi vorið 2020. mm Tillaga nefndarinnar um mörk þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Skýrsla um Hálendisþjóðgarð afhent ráðherra Ráðherra afhent skýrslan. Jöfnun dreifikostnaðar raforku er réttlætismál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.